Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Nýjar reglur í Formúlunni skýrðar út

  Posted on April 10th, 2009 Þrándur No comments

  Frábært lifandi grafískt myndband með Mark Webber og Sebastian Vettel að keppa á braut. Myndbandið sýnir með tölvugrafík hvernig bílarnir breytast við nýju reglurnar fyrir árið 2009. Mesta breyting á einu ári í Formúlunni.

  Loftmótsstaða

  Red Bull bíllinn frá síðasta ári breytis í RB5. Sjáðu hvernig yfirbyggingin gerbreytist frá framenda að afturvæng. Breiðari framvængur en mjórri afturvængur og hærri. Allir aukavængir hverfa.

  Kíktu líka undir yfirborðið og skoðaðu vélina í nærmynd. Afturöxullinn knýr rafal sem safnar orku í rafgeyminn og gefur Sebastian  möguleika á auka orku til að fara fram úr Mark.

  Dekk

  Dekkin breytast líka í raunverulega “slikka” þar sem raufarnar hverfa…

 • Hamilton dæmdur úr leik.

  Posted on April 3rd, 2009 Ragnar No comments

  Jæja nú er fjörið að byrja í Formúlunni. Fyrsta keppnin afstaðin og úrslitin nokkuð óvænt svo ekki sé fastara að orði kveðið. Það sem stóð þó upp úr eftir keppnina um síðustu helgi var án efa óheiðarleiki McLarenliðsins. Venju samkvæmt þarf McLarenliðið að beita fyrir sig svindli til að komast áleiðis í Formúlunni. Hvorki ökumenn né bílar hjálpa þar til. Málsatvik eru þau að Hamilton laug blákalt að eftirlitsmönnum kappakstursins sem leiddi til þess að Trulli fékk refsingu. Árangur Hamiltons er því sem fyrr á kostnað annarra keppenda. Tæknin kom hins vegar upp um kauða þar sem hljóðupptökur af  talsambandi hans við stjórnborð McLarenliðsins voru ekki í neinu samhengi við framburð hans. Málalokin urðu þau að lygamörðurinn var dæmdur úr leik en Trulli fær 3 sætið verðskuldað. Svona eru aðferðir McLarenmanna í Formúlunni. Það eru óheiðarlegir menn víðar en á Íslandi. Skamm skamm.