Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Nýju Jólasveinarnir

  Posted on December 19th, 2012 Þrándur No comments

  jolasveinar

  Hér eru nokkrar hugmyndir um nöfn á nýju jólasveinana. Eins og staðan er í dag er af nógu að taka 🙂

   

 • Nordic Innovation – fimmta tölublað komið út

  Posted on November 2nd, 2012 Þrándur No comments

  Að þessu sinni er þemað: “THE VALUE OF INNOVATION” eða “GILDI NÝSKÖPUNAR”

  Nordic Innovation er fréttabréf á netinu sem fjallar um frumkvöðlafyrirtæki, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndum. Blaðið er á ensku og er ætlað að varpa ljósi á allskonar áhugaverða nýsköpun sem á sér stað innan frumkvöðlafyrirtækja og annarra fyrirtækja í okkar heimshluta.

  Í blaðinu eru nokkrar áhugaverðar greinar:

  • Interviews – The Value of Innovation
  • Startup Geothermal Iceland: Geothermal Incubation
  • Silicon Vikings – Connecting the Nordics and Silicon Valley
  • Reykjavikconcierge – VIP Culture and Design Tour Iceland
  • Kreanord – Venture Capital for Nordic Creative Industries
  • Og fleira…

  Nordic Innovation er gefið út af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem er í samstarfi við mörg lykilfyrirtæki á þessu sviði.

  Það er sérstaklega áhugavert að heyra hvað Brian Singerman frá Founders Fund hefur að segja. Þeir voru þeir fyrstu sem fjárfestu í Facebook og líta fjárfestingar í nýsköpun mjög áhugaverðum augum.

  Heyrum hvað Brian segir:

  We at Founders Fund are also very different in how we trust our founders. We will live and die by how good they are, and never force them out of their positions like other VC firms will.

  Brian Singerman (Founders Fund).

   

  Nordic Innovation – segir okkur áhugaverðar sögur af hönnun, nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

  Skoðaðu nýjasta eintakið hér: www.nordicinnovation.is

 • Utanvegaakstur

  Posted on May 23rd, 2012 Þrándur No comments

  Mikið hefur verið rætt um utanvegaakstur í fjölmiðlum að undanförnu. Því miður er þar oft á tíðum rætt um málin af “yfirgripsmikilli vanþekkingu” eða af einhverjum sérkennilegum hvötum.

  Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar til dæmis í blogg sitt á DV þessa færslu:
  http://www.dv.is/blogg/gudmundur-hordur/2012/5/22/haettu-malthofi-i-skiptum-fyrir-utanvegaakstur/

  Við skulum nú rýna aðeins í þessa færslu.

  Færslan hefst á þessari málsgrein:

  Fréttastofa Rúv sagði í kvöld frá skemmdum á náttúru Íslands vegna aksturs utan vega á leiðinni upp í Herðubreiðarlindir. Í sama fréttatímasagði Rúv frá því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefðu í dag samþykkt að hætta málþófi um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá með því skilyrði að frumvarp til laga um náttúruvernd yrði tekið af dagskrá þingsins og vísað aftur í nefnd.

  Það er nú vægast sagt undarlegt að tengja saman þessi óskyldu mál með þessum hætti og maður hlýtur að spyrja sig hvert markmiðið er.

  En skoðum næstu málsgrein:

  Nú vill svo til að markmið þessa frumvarps er einmitt að draga úr skemmdum á náttúru Íslands af völdum utanvegaaksturs með því að skerpa reglur um slíkan akstur, skilgreina betur hvað telst akstur utan vega og eyða óvissu um akstursleiðir sem heimilt er að aka.

  Hér er talað um markmið frumvarpsins og þau sögð draga úr skemmdum á náttúru Íslands. Gott og vel, markmiðið er nokkuð sem allflestir hljóta að vera sammála um. Hvort frumvarpið er í raun betra en núgildandi reglur er ekki augljóst.

  Frumvarpið fjallar meðal annars um slóða um hálendi Íslands. Félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 hafa gríðarlega þekkingu á þessum leiðum og hafa félagsmenn verið óþreytandi við að safna gögnum um þessa slóða. Ferðaklúbburinn hefur líka unnið mikið að fræðslumálum um góða siði ásamt því að stika leiðir sem geta verið villugjarnar og óljósar.

  Ferðaklúbburinn 4×4 hefur viljað vinna að þessum málum með stjórnvöldum á hverjum tíma. Nú þegar stjórnvöld lýsa því yfir að þau séu hlynnt “samræðustjórnmálum” bregður svo við að samstarf um þessi mál eru í mýflugumynd.

  Höldum áfram…:

  Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál. Fjöldi frétta af alvarlegum afleiðingum utanvegaaksturs bendir til þess, m.a. nýleg frétt Morgunblaðsins um akstur utan vega á hálendinu norðan Vatnajökuls. Það er því rík þörf á að náttúruverndarlögum verði breytt í þá veru að hægt verði að takast á við þessa ógn við íslenska náttúru.

  Hér fer nú aðeins að vandast málið.

  Er akstur utan vega “vaxandi vandamál”? Er fjöldi frétta einhver mælikvarði sem hægt er að byggja á? Er víst að náttúruverndarlög séu ekki nógu skýr? Er þetta ógn við íslenska náttúru?

  Hvaða rannsóknir styðja þessar fullyrðingar?

  Ef við horfum 30 ár aftur í tímann er ljóst að fjöldi jeppa í eigu landsmanna hefur aukist mikið. Á sama tíma held ég að skilningur jeppamanna á góðri umgengni um landið sé betri en var.

  Umferð um hálendið hefur auk þess aukist margfalt með auknum ferðamannafjölda til Íslands.

  Síðan endar Guðmundur á því að tengja þessi mál enn og aftur við umræðu á þingi:

  Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þurfa því að útskýra hvers vegna þeir lögðu svo ríka áherslu á að koma í veg fyrir að einmitt slíkt frumvarp yrði samþykkt á Alþingi.

  Það eru í gildi lög sem banna utanvegaakstur nema á frosinni jörð og snævi þakinni. Þau eru einföld og ætti að vera auðvelt að fygjast með brotum.

  Vegagerðin lokar ákveðnum leiðum á vorin meðan frost er að fara úr vegum. Ef menn álpast inn á slíkar leiðir er sjálfsagt að sekta fyrir það.

  Aðalmálið er að auka fræðslu til ferðamanna um hálendið og bæta þannig umgengni.

  Hin leiðin væri að loka öllu landinu nema fyrir túristum í vernduðu umhverfi. Það er ekki leið sem mér finnst áhugaverð.

  Að lokum er hér rétt að birta fréttatilkynningu frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna fréttar í Morgunblaðinu:

 • Leikið að nýsköpun: Nordic Innovation

  Posted on December 12th, 2011 Þrándur No comments
  Nordic Innovation er áhugavert tímarit um nýsköpun og sprotafyrirtæki.

  Þemað að þriðja tölublaði “Nordic Innovation” er leikið að nýsköpun.

  “Við fengum þrjá uppfinningamenn til að svara spurningum um hvernig hægt er að leika sér með nýsköpun. Þeir hjálpuðu okkur að kafa dýpra í þessa hugmynd. . Það er ekki spurning um framleiðni heldur árangur, það fjallar um að vera óttalaus og að skapa nýja hluti og það fjallar um að þola mistök. Fyrirtæki og einstaklingar verða að leika sér með nýsköpun eins og börn – forvitin um hvernig heimurinn virkar.”
  -Eyþór Ívar Jónsson
  Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

  Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

   

  Að þessu sinni fjallar Nordic Innovation um leikjamarkaðinn og leikjafyrirtæki. Málið er að leikir eru orðinn stór markaður og farinn að nálgast kvikmyndagerð. Einnig er athyglisvert að við gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands var notuð tækni sem hefur nýlega verið kynnt af sprotafyrirtækjum. Það sýndi að mögulegt er að búa til stór og metnaðarfull verkefni eins og nýja stjórnarskrá mun auðveldar og ódýrar með snjöllum lausnum.

  Þetta tölublað inniheldur lista af 100 íslenskum sprotum sem var gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn var gefinn út til að koma á framfæri mikilvægi nýsköpunar og verðmæti nýrra fyrirtækja. Það leggur áherslu á hversu mikilvægt er að leika sér að nýsköpun.

  Blaðið er á ensku.

  EFNISYFIRLIT:

  • The A-board – An army of advisors
  • Interview with Facebook’s Jeffrey Wieland
  • Halla Helgadottir on design in business and society
  • Mikkel Draebye – Can you teach innovation?
  • 100 Icelandic startups
  • The online gaming industry – Lets play the game
  • Pitching to investors

  Nordic Innovation – Playing with innovation #3 PDF

  Nordic Innovation – Playing with innovation #3 Flash

  Endilega aðstoðið við að koma þessum hugmyndum sem víðast og látið vita af blaðinu á Twitter og Facebook.

  NordicInnovation.is

   

 • Hrafnhildur í 32 manna úrslit

  Posted on January 13th, 2011 Þrándur No comments

  Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, komst í gær í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni vefnum Saatchionline.

  Skýjatjald, verk Hrafnhildar Ingu í keppninni á vef Saatchi.

  Samkeppnin fellst í því að notendur vefjarins velja á milli tveggja listmálara sem stillt er upp gegn hvor öðrum. Keppninni lýkur 20. janúar næstkomandi og vinningshafinn hefur möguleika á að sýna verkin sín hjá hinu virta Saatchi galleríi í London.

  Hrafnhildur Inga málar myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún er mikið náttúrubarn og sækir myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei andartak eins. Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokast yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún fangar í myndum sínum.

  Verkið sem Hrafnhildur Inga sendi í samkeppnina er nú til sýnis hjá Galleríi Fold við Rauðarárstíg.

  Vefur Hrafnhildar Ingu – hrafnhilduringa.com

  Greiddu atkvæði með myndinni!

 • Hvernig á að gera arkítektúr áhugaverðan?

  Posted on December 5th, 2010 Þrándur 1 comment

  Bjarke Ingels er danskur arkítekt sem fer áhugaverðar leiðir. Hann notar náttúruna sem fyrirmynd og býr til fjöll úr húsum. “Fjöllin” búa til skjól, safna sólarorku og gefa frábært útsýni – bæði úr húsunum og að þeim.

  Hugmyndaflug í góðu lagi.

 • Vinna bug á lofthræðslu?

  Posted on November 12th, 2010 Þrándur 1 comment

  En hvað það hlýtur að vera gaman að fara í vinnuna. Hver væri ekki til í að vinna við krefjandi verkefni sem býður upp á gríðarlega gott útsýni og vera bókstaflega yfir aðra hafinn!

  Býð mig samt ekki fram í þetta starf 🙂

  Hér er sem sagt starfsumhverfi fyrir þá sem hafa unnið bug á lofthræðslu. Gaman að sjá að þeir nota nánast ekkert öryggislínur – þær eru bara til að tefja fyrir! Um að gera að horfa á þetta nokkrum sinnum í röð – það gæti sannfært þig um að vera ekki smeykur við smá upplyftingu. Mundu líka að þeir eiga eftir að fara sömu leið niður líka!

  Allavega er ég alveg sáttur við mína þægilegu innivinnu.

 • Chris Martenson með fyrirlestur á Íslandi!

  Posted on September 12th, 2010 Þrándur 3 comments

  Tími: Þriðjudagur kl. 17:00 – 19:00
  Staður: Einhversstaðar á HÍ svæðinu – nákvæm staðsetning tilkynnt á mánudag
  Umsjón: Hjalmar Gislason

  “Crash course” örfyrirlestrarnir fóru eins og eldur um sinu á netinu í fyrra. Þar tekur hagfræðispekúlantinn Chris Martenson fyrir grundvallaratriði í efnahagskerfi heimsins, hvenig það er uppbyggt og hvers vegna hann telur að við stöndum frammi fyrir stórum breytingum á næstu 20 árum.

  Fyrirlestraröðina og nánari upplýsingar um Chris má finna á: http://www.chrismartenson.com/

  Chris er með sýn á hvernig efnahagur, orka og umhverfi þurfa að skoðast í samhengi. Verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja.

  Chris er staddur hér á landi næstu daga og hefur fallist á að halda fyrirlestur á þriðjudaginn kemur. Staðsetning verður tilkynnt eins fljótt og hægt er.

  Ekki missa af þessu!

  Aðgangur ókeypis 🙂

  Meiri upplýsingar á fésbókinni.

 • Fjarstýrð þyrla

  Posted on August 17th, 2010 Þrándur No comments

  Þetta er eiginlega algerlega ótrúlegt! Hvernig þessi gaur getur sýnt þessar kúnstir á fjarstýrðri þyrlu.

  Kannski best að láta bara myndirnar tala – ekki auðvelt að bæta neinu gáfulegu við þetta…

 • Hvatning – Betri hugmyndir? – Myndband

  Posted on July 9th, 2010 Þrándur 1 comment

  Áhugaverð nálgun á það hvað það er sem virkar best þegar hvetja þarf t.d. starfsmenn til betri verka.

  Það sem við getum lært:

  • Það er ekki endilega besta leiðin að nota peninga til hvata
  • Skapaðu skýra framtíðarsýn og verðug markmið
  • Gefðu fólki svigrúm til að vinna að eigin hugmyndum