Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Umsögn um Sjávarútvegsstefnu

    Posted on January 10th, 2024 Þrándur No comments

    Getur verið að Þorsteinn Már og Steingrímur J. hafi skrifað þetta frumvarp með hagsmuni Samherja og stórútgerðarinnar að leiðarljósi?

    Það er eins og kvótakerfið sjálft sé eitthvað náttúrulögmál sem alls ekki má hrófla við. Það þrátt fyrir að hafa skilað minna en engum árangri öll þessi ár. 

    Sorglegt að ráðherra sem kemur úr flokki sem segist í orði vilja bæta hag lítilmagnans skuli styðja við áframhaldandi sjálftöku stórútgerðarinnar.

    Ég hef nú verið að kynnast sjávarútvegi síðustu tvö sumur sem skipstjóri á strandveiðibát. Veiðar með handfærum eru þær umhverfisvænustu sem hægt er að hugsa sér og skila verðmætasta aflanum. Enginn er með fleiri en 16 öngla niðri í sjónum á hverjum tíma. Siglt út á miðin og drepið á vélinni meðan rafgeymarnir knýja færavindurnar.

    Til þess að útgerð strandveiðibáta geti staðið undir sér verður að tryggja að lágmarki veiðar í 48 daga á ári. Þær veiðar eiga að vera utan alls kvótakerfis, enda sett lög um þær eftir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu.

    Frjálsar handfæraveiðar er krafan. Þangað til það næst ætti að miða við að allir bátar fái 48 daga. Þeir megi byrja 1. apríl og veiða út september. Allt landið verði eitt svæði og byggðakvótinn komi inn í strandveiðikerfið.

    Allir íslendingar eigi rétt á að veiða úr auðlind þjóðarinnar uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Takmörkin við 48 heildarfjölda veiðidaga og hámark 12 daga innan mánaðar ættu að nægja sem öflug sóknarstýring.

    Sanngjarnt væri að úthluta dagafjölda á báta sem veiða má innan ákveðins tímabils og láta dagafjöldann standa svo strandveiðimenn geti hagað sínum veiðum á skynsamlegan og arðbæran hátt án þess að hafa áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar. Sjósókn væri sjálfkrafa stýrð eftir fiskgengd og veðri.

    Ég er algjörlega mótfallin svæðaskiptingu strandveiða. Það leiðir til kapphlaups við að ná fiski í hvaða veðri sem er og þar af leiðandi stefnir það mönnum í háska, smærri og verri fisk og lélegra aflaverðmæti.

    Eina vitið er að festa 48 daga á bát, það mun engin áhrif hafa á fiskistofna.

    Ég held ég geti fullyrt að allir strandveiðisjómenn vilja lögfestingu á 48 dögum það er ekki mikið til ætlast fyrir umhverfisvænustu veiðarnar.

    Lausnin felst í því að 48 daga kerfi verði komið á, á hvern bát og veiðitíminn sé frá 1 apríl til 30. september. Opinn pottur, opin svæði.

    Það myndi gera það að verkum að menn vissu að hverju þeir gengju og höguðu sínum strandveiðum eftir veðri og fiskgengd.

    https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3617

     

  • Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða

    Posted on February 27th, 2023 Þrándur No comments

    Umsögn mín á Samráðsgáttinni

    Á COVID-19 tímanum gengu stjórnvöld allt of langt í að hlýða skipunum frá ókjörnum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Það reyndist afar hættulegt heilsu landsmanna, bæði líkamlegri og andlegri. Allur sá skaði á eftir að koma skýrt í ljós á næstu mánuðum og árum.

    Það mætti halda að “stjórnvöld” hafi einsett sér að gera líf okkar borgaranna eins ömurlegt og þvingað og hægt er. Tilgangur stjórnarskrár okkar er ekki síst að koma í veg fyrir harðstjórn af öllu tagi og vottorð, álitsgerðir og annað sem talað er um í þessum drögum er sannarlega ekki í þeim anda.

    Þegar reglugerðin talar um “vottorð” er greinilega verið að ræða um “bólusetningarpassa”. Sjá sérstaklega 33. grein þingskjals 715  —  498. mál – Frumvarp til sóttvarnalaga sem fjallar um vottorð:

     

    1. gr. Vottorð.

        Hafi ferðamaður undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð er ekki hægt að synja honum um komu inn í landið eða beita öðrum ráðstöfunum á grundvelli 29. og 30. gr. með skírskotun til sjúkdómsins sem vottorðið varðar, jafnvel þótt hann komi frá smitsvæði, nema sannanlegar ábendingar og/eða vísbendingar séu um að ónæmisaðgerðin hafi ekki borið árangur eða að vottorðið sé falsað.

        Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur í reglugerð um vottorð, svo sem um form og efni vottorða, sem og önnur vottorð tengd smitsjúkdómum en vottorð um ónæmisaðgerðir, svo sem vottorð sem sýna fram á afstaðna sýkingu eða að einstaklingur sé ekki smitandi.

     

    Í reglugerðinni er verið að staðfesta skyldur t.d. lækna að gefa yfirvöldum upplýsingar um heilsufar sjúklings. Ekki bara heimild heldur setja skyldur og eru í beinu samhengi við þau ákvæði sem koma fram í áðurnefndu frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögunum.

    Ég hef skilað inn tveimur umsögnum um breytingar á sóttvarnalögum og vísa hér í þær:
    https://kjallarinn.net/stjornmal/athugasemdir-vid-frumvarp-til-sottvarnalaga/

    https://kjallarinn.net/stjornmal/umsogn-um-sottvarnalog-15-2-2022/

     

    Friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga er vernduð skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar.

    Persónuupplýsingar varðandi heilsu, bólusetningar og aðrar upplýsingar úr sjúkraskrá eiga ekki að vera aðgengilegar af yfirvöldum þar sem að það er brot á friðhelgi einkalífs skv. 71. gr. stjórnarskrár Íslands og einnig brot á lögum um Sjúkraskrá 2009 nr. 55., eins réttur okkar til að takmarka eða banna aðgengi að sjúkraskrá skv. 21. gr Lög um sjúkraskrá: “Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur lagt bann við því að sjúkraskrárupplýsingar um hann í sameiginlegu sjúkraskrárkerfi séu aðgengilegar, að hluta eða öllu leyti, utan þeirrar heilbrigðisstofnunar eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna þar sem þær eru færðar.”

    Þessi reglugerð um útgáfu vottorða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðismanna er aðför að friðhelgi einkalífs og er því brot á friðhelgi okkar sem er stjórnarskrárvarin.

    Reglugerðin brýtur einnig á rétti einstaklings varðandi meðferð persónuupplýsinga sem eru skráðar í Sjúkraskrá. Samkvæmt lögum um sjúkraskrá eru allar upplýsingar sem þar eru skráðar trúnaðarmál og réttur sjúklings er skýr þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga. Einnig réttur okkar til að takmarka aðgengi og meðferð persónuupplýsinga úr sjúkraskrá

    Með því að samþykkja þessa reglugerð hafið þið brotið flestar greinar laga um mannréttindi í stjórnarskrá Íslands, eins Nuremberg siðareglurnar, – Genfarsamkomulagið, – Helsinki læknasáttmálann, – Mannréttindasáttmála Evrópusambandsins og Persónuverndarlög.


    Reykjavík 27. febrúar 2023,
    Þrándur Arnþórsson

  • 48 dagar í strandveiðum

    Posted on February 25th, 2023 Þrándur No comments

    Að fara aftur í úrelt kerfi er skelfileg tilhugsun. Frjálsar handfæraveiðar er krafan sem Landssamband Smábátaeigenda hefur haft frá stofnun þess sambands. Þangað til það næst ætti að miða við að allir bátar fái 48 daga. Þeir megi byrja 1. apríl og veiða út september. Allt landið verði eitt svæði og byggðakvótinn komi inn í strandveiðikerfið.

    Munum að lögin um strandveiðar voru sett í framhaldi af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Allir íslendingar eigi rétt á að veiða úr auðlind þjóðarinnar uppfylli þeir ákveðin skilyrði. Lögin virðast gerð þannig að stjórnvöld þurfi sem minnst að hrófla við þessu yndislega kvótakerfi sem komið var á að tilstuðlan stórútgerðarinnar. Takmörkin við 48 heildarfjölda veiðidaga og hámark 12 daga innan mánaðar ættu að nægja sem öflug sóknarstýring.

    Strandveiðar með handfærum eru umhverfisvænasta veiðiaðferðin. Menn sigla út á miðin og drepa á vélinni meðan rafgeymarnir knýja færavindurnar. 

    Sanngjarnt væri að úthluta dagafjölda á báta sem veiða má innan ákveðins tímabils og láta dagafjöldann standa svo strandveiðimenn geti hagað sínum veiðum á skynsamlegan og arðbæran hátt án þess að hafa áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar. Sjósókn væri sjálfkrafa stýrð eftir fiskgengd og veður.

    Ég er algjörlega mótfallin svæðaskiptingu strandveiða. Það leiðir til kapphlaups við að ná fiski í hvaða veðri sem er og þar af leiðandi stefnir það mönnum í háska, smærri og verri fisk og lélegra aflaverðmæti.

    Eina vitið er að festa 48 daga á bát, það mun engin áhrif hafa á fiskistofna.

    Ég held ég geti fullyrt að allir strandveiðisjómenn vilja lögfestingu á 48 dögum það er ekki mikið til ætlast fyrir umhverfisvænustu veiðarnar.

    Lausnin felst í því að 48 daga kerfi verði komið á, á hvern bát og veiðitíminn sé frá 1 apríl til 30. september. Opinn pottur, opin svæði.

    Það myndi gera það að verkum að menn vissu að hverju þeir gengju og höguðu sínum strandveiðum eftir veðri og fiskgengd.

  • Spennandi tímar!

    Posted on February 23rd, 2023 Þrándur No comments

    Spennandi tímar!

    Þegar við reynum að skilja atburði – ekki síst úti í hinum stóra heimi – erum við alltaf að gefa okkur ákveðnar forsendur. Oft á tíðum eru forsendurnar eitthvað sem við höfum meðtekið í gegnum meginstraumsfjölmiðla. Ég er svo heppinn að við hættum að horfa á sjónvarpið fyrir um sjö árum og vorum lengi vel án Fréttablaðsins að ekki sé minnst á Moggann. 

     

    Paul Pelosi
    Ef ykkur hefur fundist að ég þykist hafa höndlað sannleikann um mörg hitamál samtímans á það allavega ekki við um þetta mál!

    Hér er upptaka af videovél lögreglumanns sem mætti á heimili þeirra hjóna eftir útkall:

    https://www.youtube.com/watch?v=fR27xvAPUSs

    Það sem ég sé er að Paul Pelosi er á nærbuxunum og heldur á kokteil glasinu sínu og virkar frekar rólegur. Hann og innbrotsgaurinn halda saman á hamri sem gaurinn rífur svo af gamla og slær til hans. 

    Endilega horfið á videoið og komið með sennilegar tilgátur um hvað var að gerast þarna.

     

    Atburðir við þinghúsið í Washington DC 6. janúar 2021

    Þetta er áhugaverður atburður fyrir margra hluta sakir. Fólk sem tók þátt hefur verið handtekið og hundelt og ein kona lét lífið.

    Margir sem é gþekki ganga út frá þeirri forsendu að Trump sé versti maður á Jörðinni frá því Hitler, Stalín og Maó voru upp á sitt versta. Allt sem hann eða fylgismenn hans (MAGA) segja og gera hljóti því annaðhvort að vera heimska eða illvirki eða hvorutveggja.

    Á hinn bóginn geng ég út frá þeirri forsendu að meginstraumsfjölmiðlar ljúgi og að stjórnvöld séu spillt. 

    Ég geri ráð fyrir að þið hafið heyrt opinberu söguna sem meginstraumsfjölmiðlar hafa haldið á lofti. 

    Eins og ég skil þetta var þetta einhvern veginn svona:

    • Trump lagði til við Nancy Pelosy forseta þingsins að hann myndi útvega 10.000 þjóðvarðliða til að gæta þinghússins vegna mögulegs óróa og mannfjölda sem myndi mæta á ræðu sem hann ætlaði að halda.
    • Nancy Pelosy vildi það ekki – og nei – forsetinn ræður ekki öllu.
    • Trump heldur ræðuna fyrir fjölda fólks og segir: “Haldið nú til þinghússins – friðsamlega”.
    • MAGA fólkið streymir að þinghúsinu sem var girt með BYKO járngirðingu.
    • Leið er opnuð fyrir fólkið í gegnum girðinguna.
    • Fólkið fer nær þinghúsinu og einhver brýtur glugga og opnar hurðir.
    • MAGA fólkið fer inn í opið húsið og tekur myndir.
    • Taugaveiklaður öryggisvörður skýtur Ashley Babbit af stuttu færi og hún lést af sárum sínum.
    • Maður klæddur í buffalóhatt með hornum sést ganga um þingsalinn og fleiri eru þar.

    Þetta er held ég allt staðreyndum samkvæmt.

    Minna umtalaðar staðreyndir:

    • Í hópnum var staddur Ray Epps nokkur sem sumir telja jafnvel að hafi unnið fyrir FBI.
    • Í MAGA hópnum gætu hafa verið einhverjir fleiri klæddir eins og MAGA, en í raun verið Antifa eða BLM eða frá FBI eða einhverjum öðrum. 
    • Til eru rúmlega 41.000 klukkustundir af hágæða upptökum.

    Í ljósi þess að þinghúsið er afar vel búið upptökuvélum standa þess vegna eftir nokkrar spurningar:

    • Hver opnaði girðinguna?
    • Hver braut gluggana?
    • Hver opnaði hurðirnar?
    • Er búið að handtaka og dæma morðingja Ashley Babbit?
    • Er búið að yfirheyra Ray Epps?
    • Voru einhverjir fleiri “moldvörpur” innan MAGA hópsins?

    Til að slökkva á efasemdaröddum væri þá ekki ráð að gera þessar upptökur opinberar?

    Er verið að fela eitthvað?

    Núna hefur Tucker Carlson fengið upptökurnar til skoðunar og það er strax ljóst að atburðir hafa ekki orðið eins og segir í opinberu sögunni.

    Er kannski einhver samhljómur við það sem Hitler gerði með eldinn í Reichstag?
    https://en.wikipedia.org/wiki/Reichstag_fire

     

    Twitter yfirheyrslur – bónus

    Nú fara fram afar fróðlegar yfirheyrslur fyrir þingnefnd í USA. Þar eru Twitter yfirmenn spurðir spjörunum úr um það sem kallað er “vopnvæðing samfélagsmiðla” eða eitthvað álíka.

    Þar kemur í ljós að Twitter tóku við beinum skipunum frá stjórnvöldum um ritskoðun og þöggun efasemdamanna um ýmsar aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda.

    Ég hvet ykkur til að hlusta á eiðsvarin svör þeirra í þessum stuttu myndbrotum:

     

    Gekk Anna Paulina Luna of langt í þessum spurningum sínum? 

    https://www.youtube.com/watch?v=QuZI8IlPDbs

     

    Twitter hefur í grundvallaratriðum verið dótturfyrirtæki FBI og annarra ríkisstofnana sem tókst að ritskoða raddir sem þær voru ósammála:

    https://twitter.com/RepNancyMace/status/1623374516855443475

     

    Anna Paulina Luna yfirheyrir Yoel Roth, fyrrum yfirmann “Trust & Safety” á Twitter, vegna Hunter Biden fartölvunnar:

    https://www.youtube.com/watch?v=JZ2fV-XnLk0

    Framkvæmdastjóri hjá Twitter útskýrir læknismenntun sína sem gerði hana hæfa til að ritskoða og þagga niður Harvard og Stanford menntaða lækna sem efuðust um opinberu söguna um C19. 

    https://twitter.com/RobertKennedyJr/status/1623397176339562510

     

    Önnur mál til íhugunar:

    • Málaferli gegn lyfjarisunum og sprautuherferðinni í Tælandi, Sviss og Japan
    • Twitter skjölin
    • Project Veritas og Pfizer yfirmaðurinn
    • Fartölva Hunter Biden
    • Gagnrýni Jordan Peterson ofl. á WEF

    Kannski höfða engin af þessum málum til ykkar en mér þykja þetta vera

    SPENNANDI TÍMAR!

  • Umsögn um sóttvarnalög -15.2.2022

    Posted on February 22nd, 2022 Þrándur No comments

    HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ
    Skógarhlíð 6
    105 Reykjavík

    Reykjavík 15. febrúar 2022

     

    Efni: Umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra til sóttvarnalaga – mál nr. 26/2022.

     

    INNGANGUR:

    Í næstum tvö ár hefur heimsbyggðin upplifað sérkennilega tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti heiminum vorið 2020 að kominn væri upp heimsfaraldur. Fréttamyndir frá Wuhan í Kína sýndu deyjandi fólk úti á strætum og tölur bentu til skelfilegrar dánartíðni af þessum sjúkdómi.

    Fljótlega fóru stjórnvöld landa í ýmsar aðgerðir til að “fletja kúrfuna”. Fyrst var talað um tvær vikur og enn er ekki séð fyrir endann á aðgerðum.

    Óvissan var mikil og strax í upphafi var landsmönnum gerð grein fyrir því að “við erum öll almannavarnir.” og þyrftum við tímabundið að fórna nokkru af mannréttindum og stjórnarskrár vörðum rétti okkar og hlýða fyrirmælum sóttvarnayfirvalda.

    Mikilvægt er að muna að stjórnarskráin byggir á náttúrulegum réttindum manna eins og frelsi, eignarrétti, öryggi og rétti til að rísa gegn kúgun. Aðgerðir sem byggja á ráðleggingum eru ekki vandamál. Þvinganir brjóta hinsvegar þessi réttindi, sérstaklega ef þær byggjast á röngum forsendum og ótta sem búinn hefur verið til. 

    Stóra spurningin er því auðvitað:

    Hversu langt mega stjórnvöld ganga í að hefta mannréttindi og lýðræði í nafni “öryggis”?

     

    Aðgerðir sóttvarnayfirvalda

    Ekki er að sjá annað en núverandi sóttvarnarlög opni leið fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) til að stjórna aðgerðum ef um heimsfaraldur eða farsótt er að ræða. Sóttvarnalæknir hefur líka sagt að hann væri að fylgja tillögum eða fyrirmælum þaðan. Önnur vestræn ríki virðast hafa fylgt sambærilegum aðferðum.

    Í upphafi voru haldnir reglulega fréttafundir í beinni útsendingu sjónvarpsins, þar sem landsmenn flestir sátu límdir við skjáinn og tóku inn skilaboð stjórnvalda.

    Á þessum fundum voru kynntar helstu aðgerðir til varnar drepsóttinni sem fólust í nokkrum lykilþáttum:

    • Handþvottur
    • 2 metra fjarlægðarmörk
    • Samkomubann
    • Sóttkví
    • Einangrun
    • Rakningarforrit
    • Andlitsgrímur

    Á þessum fundum hefur lítið verið talað um möguleg meðul eða náttúrulegt ónæmiskerfi fólks og hvernig hægt er að styrkja það með vítamínum, hreyfingu og hollu mataræði.

    Frá þessum tíma virðist aukning í þunglyndi meðal þjóðarinnar og fjölgun sjálfsmorða er staðreynd og verulegt áhyggjuefni og stórundarlegt hvernig stjórnvöld og fjölmiðlar horfa lítið út fyrir sitt þrönga sjónarhorn og hafa meira að segja komið á fót “Sannleiksráðuneyti” í anda 1984! Lítið er rætt um neikvæðar afleiðingar, þar á meðal stjórnarskrárbrot og almenna afmennskun. Risavaxin fjármálakreppan sem er verið að leggja drög að hugnast mér heldur ekki vel.

     

    PCR prófin

    Kary B. Mullis, sá sem fann upp PCR prófið sagði „PCR er aðferð sem finnur svolítið af einhverju (erfðaefni eða veirubrot) og gerir heilan helling af því í gegnum mögnunarítranir þannig að það sést og er hægt að greina“.

    Þegar sóttvarnayfirvöld kalla eitthvað “smit” er í raun átt við jákvæða niðurstöðu úr PCR prófi. Við vitum að það getur verið mikið af fölskum jákvæðum niðurstöðum. Með 40 mögnunarítrunum (eins og notuð eru hér á landi og víðar) er lítið sem ekkert að marka þessi PCR próf. Það er að segja að þetta sem stjórnvöld hér kalla “smit” eða “sýking” er alls ekki smitandi og “sjúklingurinn” er ekki endilega veikur, en samt látinn sæta frelsisskerðingu. Þetta er því villandi orðalag og hættulegt ef teknar eru ákvarðanir um sóttkví að ekki sé talað um einangrun einstaklinga út frá slíku tilviki. 

    Svör við fyrirspurnum til landlæknis benda heldur ekki til að búið sé að einangra vírusinn sem veldur sjúkdómnum.

     

    Grímuskylda

    Við vitum að andlitsgrímur veita enga vörn gegn vírussýkingum. Þetta kemur heim og saman við það sem Þórólfur, Fauci og WHO sögðu snemma á árinu 2020.

    Komin er út stór dönsk rannsókn um gildi grímunotkunar sem vörn gegn svona smiti. Hingað til hafa allar rannsóknir sýnt að grímur gera ekkert gagn gagnvart veirusmiti, jafnvel ógagn. Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn ákvað að gera rannsókn sem fjallaði sérstaklega um þennan vírus. Niðurstaðan staðfestir að grímur gera ekki gagn.

    Möskvastærð á þeim grímum sem notaðar eru er stærðargráðu stærri en vírusar og þær veita falskt öryggi. Einnig safna þær raka og bakteríum við útöndun sem getur svo aftur valdið sýkingu þess sem ber grímuna eða annarra sem nálægir eru. 

    Aðgerðir stjórnvalda og ekki síst grímuskylda hafa vakið ótta með þjóðinni og ekki síst börnum. Langvarandi notkun barna á grímum er óhugguleg. 

    Grímur eru ekki síst táknrænar. Þær hafa oft verið notaðar til þöggunar og þrælar hafa verið múlbundnir með grímum. Grímur fela stóran hluta andlits og gera fólki erfitt að meta svipbrigði og þekkja vini og frændfólk. Grímunotkun er afmennskun. 

    Að skylda fólk til grímunotkunar, jafnvel fyrir fólk sem ekki getur notað grímur, tel ég vera merki um fasisma.

     

    Lagalegur grundvöllur

    Allnokkrir íslenskir lögfræðingar og stjórnmálamenn hafa lýst áhyggjum af lagalegum og siðferðilegum grundvelli aðgerða stjórnvalda. Ég nefni sérstaklega Arnar Þór Jónsson, Brynar Níelsson og Sigríði Andersen.

     

    Heilbrigði og heilsa

    Þegar ég var í skóla var okkur kennt mikilvægi ónæmiskerfisins. Eitthvað í þessa veru:

    • Næg hreyfing og hollur matur
    • Góð öndun og súrefnisinntaka
    • D og C vítamín
    • Mannleg snerting og samskipti

    Hvernig stendur á því að þríeykið talar svona lítið um þessi atriði? Hvers vegna ganga ráðleggingar þeirra í mörgum tilvikum þvert á þessi atriði?

    Ástundun íþrótta eru grunnur að líkamlegu og andlegu heilbrigði þjóðarinnar. Á tímabili var fólki bannað að stunda íþróttir!

     

    Sprautuherferðin

    Fyrsta grein Nuremberg kóðans hljóðar svo í lauslegri þýðingu: “Allar læknisaðgerðir eiga að byggja á upplýstu og frjálsu samþykki”

    Níu atriði í viðbót eru talin upp og hægt að sýna fram á að aðgerðir stjórnvalda brjóti nánast öll að einhverju leyti.

    Hvorki embætti landlæknis né yfir 30 opinberar stofnanir og rannsóknarstofur í öðrum löndum hafa sýnt fram á einangrun þessa vírus. Það vekur því spurninguna: Við hverju er bólusetningin ef enginn vírus hefur verið einangraður? 

    Lyfjarisarnir með Bill Gates í fararbroddi hafa talað um innsprautun allrar heimsbyggðarinnar sem einu raunhæfu lausnina við að losna við veiruna. Kári í DeCode hefur talað á sömu nótum.

    Þegar bóluefni er þróað tekur mörg ár að komast í gegnum prófanir þannig að líkur séu á að þau valdi ekki miklum aukaverkunum eða skaða.

    Þegar fólk er þvingað til læknismeðferðar er það skýrt brot á læknasiðferði og mannréttindum. UNESCO yfirlýsing frá 2005 segir m.a.:

    “Allar fyrirbyggjandi, greiningar- og lækningar eru einungis gerðar með fyrirfram, frjálsu og upplýstu samþykki viðkomandi, byggt á fullnægjandi upplýsingum.”

    Árið 2021 var 160-földun í tíðni tilkynntra aukaverkana. Þetta má lesa úr gögnum Lyfjastofnunar: 

    “Veturinn 2019-2020 voru um 70 þúsund manns bólusettir gegn inflúensu hérlendis. Tilkynnt var um níu tilvik aukaverkana, ekkert þeirra alvarlegt, samkvæmt upplýsingum sem bárust með tölvupósti frá Lyfjastofnun þann 1. nóvember 2021.

    Þann 12. janúar 2022 höfðu tæplega 290 þúsund manns verið bólusettir gegn Covid-19. Tilkynnt hafði verið um 5.968 tilvik aukaverkana, þar af 268 alvarleg. 171 þurftu á sjúkrahúsvist að halda og af þeim voru 38 tilfelli flokkuð sem lífshættuleg. Tilkynnt hafði verið um 35 dauðsföll.”

    -Þorsteinn Siglaugsson í grein á ogmundur.is

     

    Hvers vegna eru stjórnvöld ekki hætt þessari sprautuherferð gegn borgurum landsins sem þegar hefur valdið ómældum skaða?

    Ég undirrituð/aður tel mikilvægt að við setningu nýrra sóttvarnarlaga sé tryggð aðkoma Alþingis og þingmanna að öllum ákvörðunum er þau varða og að greidd séu um það atkvæði á þingi, hvernig beita skal sóttvarnarlögum hverju sinni. Leggi heilbrigðisráðherra fram tillögur um sóttvarnaaðgerðir, ættu þær ekki bara að vera ræddar í ríkisstjórn, heldur ættu allir þingmenn að koma að ákvörðunum um slíkar tillögur.

    Í Covid faraldrinum hefur sýnt sig hversu víðtæk áhrif sóttvarnaaðgerðir hafa haft á hagkerfi landsins í heild sinni, félagslíf fólks, tilfinningaleg tengsl milli aldurshópa og einangrun skólabarna á öllum aldri, þótt aðeins lítill hluti þjóðarinnar sé smitaður eða veikur. 

    Hvergi kemur ótvírætt fram í þessum drögum heilbrigðisráðherra að sóttvarnalögum að lögbundinn réttur fólks til að VELJA eða HAFNA læknismeðferð sé varinn, né heldur að réttur bólusettra (sé það sú læknismeðferð sem er í boði) og óbólusettra sé jafnt varinn samkvæmt jafnræðisreglunni, en þar segir:

    1. gr.Jafnræðisreglan.
       Við úrlausn mála skulu stjórnvöld gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti. 
       Óheimilt er að mismuna aðilum við úrlausn mála á grundvelli sjónarmiða, byggðum á kynferði þeirra, kynþætti, litarhætti, þjóðerni, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, þjóðfélagsstöðu, ætterni eða öðrum sambærilegum ástæðum. 

    Það er gildismat mitt að fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök ættu því EKKI að hafa heimild til að beita slíkri mismunun, eins og hefur til dæmis verið gert í núverandi faraldri, með því að heimila ekki óbólusettum að mæta á viðburði eða skylda alla til að bera grímur (sem ekki verja gegn veirum/vírusum) annars fái þeir ekki aðgang eða afgreiðslu. 

    Grímuskylda ætti alltaf að vera VALKVÆÐ enda ótal ástæður fyrir því að fólk getur ekki gengið með grímur, eins og til dæmis þeir sem eru með asma, ofnæmi, öndunarörðugleika eða vilja bara fá að anda eðlilega, auk þess sem ýmsar rannsóknir sýna að þær veita enga vörn gegn veirum.

    Ég met það sem svo að ábyrgð í sóttvörnum eigi að vera hjá hverjum og einum, því fólk er mis heilsuhraust fyrir og þeir sem velja að hugsa vel um heilsuna og eru með sterkt ónæmiskerfi ættu því ekki að þurfa að lúta sömu íþyngjandi aðgerðum og ætlaðar eru til að vernda þá sem eru í áhættuhópum vegna undirliggjandi sjúkdóma eða veiks ónæmiskerfis.

    Einnig er það gildismat mitt að í öllum tilvikum er varða sóttvarnir ætti að notast við tilmæli í stað reglugerða og einangrun og innilokun fólks heima fyrir ætti ekki að vera beitt, þar sem hún hefur af fenginni reynslu ekki sýnt að hún beri nokkurn árangur.

    Ég mótmæli einnig Greinargerð með þessum lögum. Lög eru lög og eftir þeim á að fara orðrétt, en ekki eftir greinargerð, sem ákveður túlkun laganna. Lögin ein og sér eiga því að gilda og ef þarf að skýra þau frekar, þarf að mínu mati greinilega að umorða lagasetninguna en ekki útbúa margra síðna greinargerð um það hvernig túlka megi lögin.

    Ásamt ofangreindu geri ég athugasemdir við eftirfarandi greinar frumvarpsins: 

     

    1. grein – Gildissvið

    Lögin fjalla um varnir gegn smitsjúkdómum, alvarlegum sjúkdómum, samfélagslega hættulegum sjúkdómum og sjúkdómsvöldum. Lögin taka einnig til óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar innanlands eða meðal þjóða heims.

    Athugasemd: Lögunum er ætlað að fjalla um varnir gegn smitsjúkdómum (kvef getur talist smitsjúkdómur), alvarlegum sjúkdómum (flestir þeirra smitast ekki eins og t.d. krabbamein), samfélagslega hættulegum sjúkdómum (hverjar eru skýringar á þeim) og sjúkdómsvöldum. Lögin eiga líka að taka til óvenjulegra og óvæntra atburða sem geta haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar innanlands og meðal þjóða heims. 

    Þetta víða orðalag býður heim þeirri hættu að valdi sé misbeitt í búningi sóttvarnaráðstafana og að stjórnvöldum sé veitt heimild til að sniðganga þau lög og reglur sem gilda um valdheimildir þeirra og afnema samtímis stjórnarskrárvarin réttindi fólks.

    Til samanburðar við þetta gildissvið má benda á að í Bretlandi var skilgreiningu á Covid-19 breytt þann 19. mars 2020 og veiran ekki lengur talinn samfélagslega hættulegur sjúkdómur. Þetta var gert þrátt fyrir að WHO héldi áfram fast í sína skilgreiningu á að þetta væri „high consequence infectious disease“ annars staðar í heiminum.

     

    1. gr. Sjúkdómar sem lögin taka til

    Með þessari grein er ráðherra veitt mjög víðtækt reglugerðarvald, jafnframt því að  sóttvarnalæknir virðist einn hafa rétt til að ákveða hvaða smitsjúkdómar falla undir lögin. 

    Athugasemd: Komi sóttvarnalæknir með tillögur að slíkum lista, væri að mínu mati eðlilegt að þær skyldur væru lagðar á hann að tillögur hans séu gerðar almenningi aðgengilegar, að þær séu vandlega rökstuddar og endurspegli að tekið hafi verið tillit til andstæðra sjónarmiða við gerð þeirra. Slíkt þyrfti að gera með kynningu til dæmis í samráðsgátt, áður en ráðherra getur, að fengnum frekari tillögum frá sóttvarnanefnd, sem ætti að starfa eins og sóttvarnalæknir, ákveðið með reglugerð hvaða smitsjúkdómar teljist samfélagslega hættulegir. 

    1. gr. Orðskýringar
    2. Inngrip:Götun eða skurður í húð eða ísetning áhalds eða framandi efnis í líkamann eða rannsókn á líkamsholi. Með inngripi er EKKI átt við læknisrannsókn á eyra, nefi og munni, hitamælingu með eyrna-, munn- eða hörundshitamæli, eða hitamyndatöku, læknisskoðun, hlustun, ytri þreifingu, sjónuspeglun, töku þvag-, saur- eða munnvatnssýnis utan frá, mælingu blóðþrýstings utan frá eða hjartalínurit. 

    Athugasemd: Sé skýringin lesin orðrétt er þarna gefið í skyn að setja megi aðskotahlut eða framandi efni í líkama fólks eða að rannsaka megi líkamshol þess án samþykkis. Það brýtur freklega í bága við þann rétt sem hver og einn hefur yfir sínum eigin líkama og þann rétt sem varinn er með Nuremberg lagabálknum frá 1947, Helsinki yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna, Lögum um réttindi sjúklinga – upplýsingar og samþykki og Mannréttindasáttmála Evrópu.

    Ég mótmæli því alfarið að þessari grein sé haldið inni í þessum eða fyrri sóttvarnalögum, enda brýtur hún á öllum réttindum borgara landsins og samþykktum um VAL og YFIRRÁÐ yfir eigin líkama. Hún á því ekki rétt á sér þótt hún sé nánast samhljóða orðskýringum í Alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni (2005).

     

    1. Ónæmisaðgerð: Skipulögð aðgerð sem örvar ónæmiskerfið til að halda smitsjúkdómi í skefjum í samfélaginu, svo sem með bólusetningu eða gjöf mótefna.

    Athugasemd: Af fenginni reynslu í núverandi Covid-19 ástandi hefur sýnt sig að náttúrulegt ónæmi er mun öflugra en bólusetning eða gjöf mótefna. Nýlegar tölur frá Skotlandi sýna að 4 af hverjum 5 sem veikst hafa af Covid frá því í desember 2021, hafa lagst inn á sjúkrahús eða látist, hafa verið bólusettir. Ónæmisaðgerð ætti því ekki að tengja einungis við bólusetningu með óreyndum tilraunaefnum, heldur mun frekar með efnum sem reynsla er komin á. Það er því mat mitt að hér þurfi að breyta orðalagi – og jafnframt að taka tillit til þess að ónæmiskerfi líkamans er mjög öflugt til að takast á við ótal sjúkdóma – líkt og það hefur gert í gegnum aldirnar.

     

    1. Smitrakning: Þegar rakin eru smit milli einstaklinga með nákvæmu samtali við þá sem eru smitaðir til að komast að því hvar viðkomandi smitaðist og hverja hann gæti hafa smitað, og önnur upplýsingaöflun í því skyni að finna þá sem kunna að hafa verið útsettir fyrir smiti. “

    Athugasemd: Hér óska ég eftir því að fá nánari upplýsingar um hvað felst í orðunum „önnur upplýsingaöflun“.

     

    1. Sóttkví: Takmörkun á athafnafrelsi og/eða aðskilnaður einstaklinga sem grunur leikur á að hafi verið útsettir fyrir smiti en eru ekki veikir …….

    Athugasemd: Ég geri athugasemd við þessa skilgreiningu á sóttkví, bæði vegna þess að byggja má hana á GRUN og vegna þess að við höfum haft slæma reynslu af þessu í „PCR-faraldrinum“ – þar sem fólk hefur verið skimað með PCR prófum, sem geta ekki greint vírusa. Því er ekki hægt að byggja sóttkví á slíkum prófum.

     

    1. Sóttvarnahús: Staður þar sem einstaklingur, sem ekki á samastað á Íslandi eða getur af
      öðrum sökum ekki eða vill ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum, getur verið í sóttkví
      eða einangrun vegna GRUNS um að hann sé smitaður af farsótt eða ef staðfest er að svo sé.

    Athugasemd: Ég geri athugasemd við að þessi hugmynd sé yfirhöfuð til umræðu og sett inn sem orðskýring. Eins og um “sóttkví” má ekki byggja slíka hugmynd á GRUN og vegna þess að við höfum haft slæma reynslu af þessu í „PCR-faraldrinum“ – þar sem fólk hefur verið skimað með PCR prófum, sem geta ekki greint vírusa og geta skilað allt að 95% röngum jákvæðum niðurstöðum. Reynslan á notkun “sóttvarnahúsa” frá Ástralíu og Kanada bendir til að stjórnvöld eigi allt of greiða leið til að misnota þetta gegn borgurum landa. Auk þess minnir það full mikið á hvernig útrýmingarbúðir nazista þróuðust í síðari heimsstyrjöldinni.

     

    1. gr. Hlutverk sóttvarnalæknis:

    Liður 7: Vera tengiliður Íslands við samsvarandi tengilið Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í samræmi við ákvæði alþjóðaheilbrigðisreglugerðarinnar.

     

    Á árunum 2018-2019 fékk WHO m.a. fjármagn (í milljónum USD):

    United States of America 853
    United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland 464
    Bill & Melinda Gates Foundation 455
    GAVI Alliance 389

     

    Samanlagt voru fjárframlögin frá Bill & Melinda Gates foundation og Gavi Alliance 844 milljónir dollara.

    Athugasemd: Þegar litið er á það hvaðan þessi stofnun fær fjármagn vakna spurningar um sjálfstæði og trúverðugleika WHO – svo og það hvort fara eigi í einu og öllu eftir því sem þessi stofnun setur fram.

     

    7.gr. Samstarfsnefnd um sóttvarnir

    Ráðherra skipar samstarfsnefnd um sóttvarnir til fjögurra ára í senn til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum…..

    Athugasemd: Hér gætir ósamræmis á ef skipa á sóttvarnalækni til fimm ára en nefndina einungis til fjögurra ára. Á þá sóttvarnalæknir að starfa án þessarar nefndar í eitt ár? Í samstarfsnefndinni sitja fimm plús sóttvarnalæknir – og því er ekki um að ræða oddamann, þar sem atkvæði sóttvarnalæknis á að ráða, ef til dæmis 2 eru á móti og 3 með einhverju – þá fellur atkvæðagreiðsla jafnt. 

    … Samstarfsnefndinni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar einstaklinga…

    Athugasemd: Hér er það gildismat mitt að gengið sé freklega á rétt einstaklinga um vernd persónulegra upplýsinga um eigin heilsufarsmál og tel ég það brot á Persónuverndarlögum, nema Persónuvernd komi til með að hafa samband við hvern og einn sem á að fylgjast með og þeir veiti samþykki sitt skriflega. 

     

    …einn frá Geislavörnum ríkisins og tveir frá Umhverfisstofnun….

    Athugasemd: Eiga þessir aðilar að hafa aðgang að heilsufarsupplýsingum fólks? Þeir geta væntanlega varað við geislamengun eða loft- og eiturefnamengun, en falla ekki undir „heilbrigðisstarfsmenn“.

     

    1. gr. Hlutverk farsóttanefndar

    Í síðustu málsgrein stendur: Verði ágreiningur innan farsóttanefndar ræður afl atkvæða úrslitum. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála ræður atkvæði formanns.

    Athugasemd: Nefndarmenn eru 9 talsins, varamenn skipaðir með sama hætti.  Ekki er tekið fram hvort nefndin þurfi að vera fullskipuð við atkvæðagreiðslu. 

    Dæmi: Ráðherra óskar nú eftir afstöðu farsóttanefndar hvort skuli skilgreina alvarlegan sjúkdóm sem samfélagslega hættulegan.  Það er vetur og menn renna sér á skíðum og ekki næst að fullmanna farsóttanefndina. Málið kann að líta alvarlega út og þarf niðurstöðu nefndarinnar með hraði. Afleiðing af ályktun nefndarinnar getur orðið þjóðinni annað hvort dýrkeypt eða bjargvættur – ef til dæmis bara þrír voru viðstaddir atkvæðagreiðslu.

     

    1. gr. Skyldur einstaklinga og lögaðila

    Í annarri málsgrein stendur: Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að halda að hann hafi smitast af alvarlegum eða samfélagslega hættulegum sjúkdómi er skylt að leita til læknis án tafar. Leiði heilbrigðisskoðun í ljós að um slíkan sjúkdóm sé að ræða er viðkomandi skyldur að fylgja fyrirmælum læknis um meðferð og ráðstafanir til að fyrirbyggja smit. Gruni lækni að einstaklingur geti verið haldinn smitsjúkdómi, eða ef smitrakning vekur upp slíkan grun, er viðkomandi skylt að fylgja fyrirmælum um ráðstafanir, þ.m.t. reglugerðum settum á grundvelli laga þessara, til að fyrirbyggja smit.

    Athugasemd: Ég tel að ekki eigi að vera hægt að byggja læknismeðferð á GRUNI, því nægilega margar rangar sjúkdómsgreiningar eru almennt gerðar, þótt STAÐFESTA virðist liggja fyrir. Jafnframt er það gildismat mitt að ekki eigi að vera hægt að SKYLDA fólk til að þiggja læknismeðferð vegna gruns, því slík læknismeðferð getur þá ekki verið rétt – og brýtur í bága við: Nuremberg lagabálkinn frá 1947, Helsinki yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna, Lög um réttindi sjúklinga – upplýsingar og samþykki og Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er því mat mitt að þessari grein þurfi að breyta eða fella hana að öðrum kosti niður.

     

    Í greinargerð (sem er túlkun, ekki lög) segir um 12. grein: „Talið er nauðsynlegt að leggja slíka almenna skyldu á lögaðila þar sem smitsjúkdómar geta auðveldlega breiðst út hjá stofnunum og fyrirtækjum. Þetta hefur verið reynslan í þeim faraldri sem geisar nú á Íslandi.”

    Athugasemd: Þessi faraldur hefur að hluta verið „PCR-faraldur“ – þar sem fólk hefur verið skimað með PCR prófum, sem geta ekki greint vírusa og geta skilað allt að 95% röngum jákvæðum niðurstöðum ef snúningar (ítranir) eru fleiri en 25 – og hér á landi hefur þeim verið snúið 40 sinnum. Því er ekki hægt að byggja SKYLDU á læknismeðferð vegna GRUNS á slíkum prófum.

    Þótt WHO hafi lýst yfir faraldri, hefur hann ekki verið greinanlegur hér á Íslandi:

    Það sést á myndinni að neðan. Út frá henni er það gildismat mitt að árið 2020 hafi enginn “faraldur” verið á Íslandi: (súlur eru heildardánartíðni  áranna 2011-2020 per 1000 íbúa.)

    Dánartíðni var hærri áranna 2013, 2015, 2016, 2017 og 2018 (sjá tölur):

     

    https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__danir__danir/MAN05210.px/table/tableViewLayout1/?rxid=a48f6add-1bd4-441a-bfda-baf36bcea6f8

     

    WHO hefur breytt áður langvarandi skilgreiningum á  hugtökum, sem hefur haft gífurleg áhrif á  lýðheilsustefnu í miðju Covid-19 fárinu:

     

    Heimsfaraldur: Frumskilgreining WHO á heimsfaraldri frá 1. maí 2009, tilgreind samtímis sem faraldur um allan heim “með gífurlegum fjölda dauðsfalla og sjúkdóma”; þessari skilgreiningu var breytt í mánuðinum sem leiddi til heimsfaraldurs svínaflensu 2009, en þá voru fjarlægð skilyrði um alvarleika og háa dánartíðni.

    „An influenza pandemic occurs when a new influenza virus appears against which the human population has no immunity, resulting in several, simultaneous epidemics worldwide with enormous numbers of deaths and illness.”

    …er nú“a worldwide epidemic of a disease.”

    Þessi breyting á skilgreiningu gerði þeim kleift að lýsa yfir svínaflensufaraldri eftir að 144 manneskjur létust vegna sóttarinnar og gerir þeim einnig kleift  að flokka COVID sem faraldur jafnvel þótt gögn sýni að dánartíðni vegna Covid er svipuð og við inflúensu.

     

    Bólusetning: CDC-sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti skilgreiningu á bólusetningu

    Áður:  The CDC at that time defined vaccination as „The act of introducing a vaccine into the body to produce IMMUNITY to a specific disease.“

    Nú: „The act of introducing a vaccine into the body to PRODUCE PROTECTION  from a specific disease.”

     

    Hjarðónæmi:

    Áður: „Herd immunity is the indirect protection from an infectious disease that happens when a population is immune either through vaccination or immunity developed through previous infection.”

    Nú: „Herd immunity, also known as population immunity, is a concept used for vaccination, in which a population can be protected from a certain virus if a threshold of vaccination is reached. Herd immunity is achieved by protecting people from a virus, not by exposing them to it.“

     

    1. gr. Skyldur heilbrigðisstarfsmanna

    Í 2. málsgrein stendur: Heilbrigðisstarfsmaður, sem kemst að því í starfi sínu að einstaklingur hefur smitast af smitsjúkdómi sem samkvæmt lögum þessum er tilkynningarskyldur eða hefur grun um að svo sé, skal þegar í stað tilkynna það sóttvarnalækni. Hliðstæð skylda hvílir á forstöðumönnum rannsóknastofa, sjúkradeilda og annarra heilbrigðisstofnana.

    Í frumvarpinu að þessum lögum vantar skilgreiningu á orðinu “HEILBRIGÐISSTARFSMAÐUR”, en í Greinargerð með lögunum þar sem fjallað er um einstakar greinar, segir um 13. grein:

    „Um er að ræða sambærileg ákvæði og koma fram í 8., 9. og 10. gr. sóttvarnalaga nr. 

    19/1997. Ákvæðin tóku nokkrum breytingum með lögum nr. 2/2021 sem breyttu sóttvarnalögum nr. 19/1997. Í samræmi við þróun á þeim réttarheimildum sem gilda um heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsmenn er lagt til að í stað þess að notað sé hugtakið „læknir“ er lagt til að notað sé orðið „heilbrigðisstarfsmaður“. Þannig getur það einnig átt við um t.d. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Skulu allir heilbrigðisstarfsmenn vera árvökulir í starfi sínu um hvort sjúklingur sé smitaður af sjúkdómi. Jafnframt er þá lögð sú skylda á alla heilbrigðisstarfsmenn í 2. mgr. ákvæðisins að tilkynna tilkynningarskylda sjúkdóma til sóttvarnalæknis.“

    Athugasemd: Það er skoðun mín að þessi skýring í greinargerðinni sé bæði vanhugsuð og allt of víðtæk. Allir geta verið árvökulir í starfi, en eftir því sem ég best veit hefur einungis læknir leyfi til að sjúkdómsgreina fólk, nema slíkt hafi fallið úr gildi með lögum nr. 2/2021 og sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn megi nú sjúkdómsgreina fólk – en sjúkraflutningamenn falla nú einnig undir heitið heilbrigðisstarfsmenn. 

     

    1. gr. Jafnræði og meðalhóf

    Við beitingu ráðstafana samkvæmt þessum kafla, sem og við afléttingu þeirra, skal gæta meðalhófs og jafnræðis og taka tillit til annarra verndarhagsmuna, svo sem hagsmuna barna og hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrárinnar og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að….  

    Í greinargerð með 16. greininni er sérstaklega tekið fram: „að taka það beinlínis fram í þeim kafla laganna sem felur í sér svo víðtækar heimildir til skerðingar mannréttinda. Þeir verndarhagsmunir sem vísað er til eru einkum þau réttindi sem fjallað er um í VII. kafla stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þá er sérstaklega vísað til hagsmuna barna.“

    Athugasemd: Gott væri að fá nánari skýringu á því hvað felst í þessu tilviki í orðunum „jafnræði og meðalhóf“ – vegna þess að samkvæmt mínu gildismati hefur hvorki jafnræði né meðalhófi verið beitt í sóttvarnaaðgerðum síðastliðin tvö ár, þvert á móti einræði og yfirgengilegum boðum, bönnum og skyldum – með reglugerðum sem hafa verið settar á nánast fyrirvaralaust – þótt það taki síðan langan tíma að afnema þær.

    Enn á ný skal vísað til eftirfarandi: Nuremberg lagabálksins frá 1947, Helsinki yfirlýsingar Alþjóðafélags lækna, Lögum um réttindi sjúklinga – upplýsingar og samþykki og Mannréttindasáttmála Evrópu

     

    1. grein stjórnsýslulaga: Meðalhófsreglan

    „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“

    Athugasemd: Eðlilegt er að markmiðið sé lögmætt en aðferðirnar kunna að vera matskenndar. Dæmi: Fljótlega eftir að Covid-19 braust út var ljóst að til voru árangursríkar meðferðir með vel þekktum lyfjum (ivermectin, hydroxyklórókín og fleiri) en einhvers staðar varð til „protocol”, þar sem þeim  lyfjum er hafnað sem meðferðum. Önnur og mun hættulegri lyf skyldi nota í staðinn (remdesivir, ((Veklury)) og midazolam).

    Á vordögum 2020 kom sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) sér saman um hvernig lönd á EES-svæðinu skyldu nota rannsóknarlyfið remdesivír í meðferðaráætlun af mannúðarástæðum (compassionate use programmes) við COVID-19. Slíkum meðferðaráætlunum er ætlað að gefa læknum tækifæri á að veita mjög veikum sjúklingum meðferð með lyfjum sem enn eru í þróun þegar engin önnur úrræði standa til boða. Á þessum tíma hafði ekkert lyf sýnt óyggjandi virkni hjá sjúklingum með COVID-19.

    Undir lok nóvember 2020 mælti Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) gegn því að lyfið remdesivír væri gefið sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsi með COVID-19 á grunni ráðlegginga alþjóðlegs ráðgjafahóps sem greindi fjórar rannsóknir um notkun lyfsins. Samkvæmt WHO eru niðurstöður greiningarinnar þó ekki afgerandi og ekki var heldur sýnt fram á að remdesivír gagnaðist alls ekki. 

     

    1. gr. Vinnsla persónuupplýsinga vegna opinberra sóttvarnarráðstafana

    Í 2. málsgrein segir: Sóttvarnalækni er heimilt að halda skrá yfir þá sem sæta sóttkví. Um þá sem sæta einangrun fer eftir reglum um farsóttaskrá. Sóttvarnalækni er jafnframt heimilt að miðla upplýsingum um einstaklinga í sóttkví og einangrun til aðila sem starfa sinna vegna þurfa á slíkum  upplýsingum að halda, til dæmis aðila sem annast sjúkraflutninga, lögreglu, slökkviliðs og þeirra sem sinna heimahjúkrun eða annarri aðhlynningu á heimilum fólks.

    Athugasemd: Ég tel að hér sé sóttvarnalækni veittar ansi víðtækar heimildir til að dreifa persónuvernduðum upplýsingum fólks til stórra starfshópa, sem aðilar eins og lögregla og slökkvilið ættu ekki að hafa neitt með að gera, þar sem þeir aðilar teljast ekki „heilbrigðisstarfsmenn“. Hefur þessi grein verið lögð undir mat Persónuverndar – og ef svo, á hvaða grundvelli hefur hún samþykkt þetta? 

    Eins og málin standa í dag eiga aðstandendur erfitt með að fá upplýsingar úr sjúkra- og lyfjaskrá t.d. alraðra foreldra eða maka, nema með undirskrift frá viðkomandi og jafnvel þá bíða þeirra frekari hindranir að þeim gögnum. Það er því gildismat mitt að þessi grein brjóti freklega á meðferð persónulegra heilsufarsupplýsinga um einstaklinga í samfélaginu.

     

    1. gr. Málsmeðferð frelsissviptingar.

    Nú er tekin stjórnvaldsákvörðun sem sviptir einstakling frelsi sínu….

    Athugasemd: Ég tel að mikilvægt sé að hér sé því bætt inn í þessi drög að frumvarpi, að áfrýjunarréttur falli ekki niður þótt sóttkví ljúki áður en úrskurður liggur fyrir. Áfrýjunarrétturinn ætti í öllum tilvikum að gilda áfram þar sem viðkomandi hefur orðið fyrir skerðingu á persónufrelsi sínu, svo hægt sé að skera úr um lögmæti sóttkvíarinnar og meta mögulegar bætur vegna tjóns sem viðkomandi hefur orðið fyrir. 

     

    LOKAORÐ: 

    Við yfirlestur þessa frumvarps til sóttvarnalaga er það mitt mat að breytingar á þeim séu gerðar til að mæta frekari farsóttum, svona eins og þeirra sé vænst einni á eftir annarri, af mikilli hörku og með því að SKYLDA íbúa landsins og væntanlega þá sem til landsins koma til að þiggja ýmis konar meðferðir og INNGRIP við sjúkdómum sem einungis GRUNUR liggur á um að viðkomandi séu haldnir.

    Jafnframt er það gildismat mitt að drögin að þessu frumvarpi veiti mikið einræði í sóttvörnum, þar sem sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra eru veittar víðtækar heimildir – án samráðs við þingmenn – um lokanir og harðar aðgerðir til að bregðast við samfélagslegum sjúkdómum, án þess að sannað sé að þeir séu skaðlegir eða það hættulegir að ónæmiskerfi fólks ráði ekki við þá.

    Meginmálið virðist jafnframt vera að vernda heilbrigðiskerfið en ekki fólkið og að það sé einungis hægt að gera með ágangi á persónuvarin réttindi einstaklinga sem GRUNUR kann að liggja á um að séu veikir. 

    Það er einnig mitt mat að mjög víða sé með þessu lagafrumvarpi gengið á alþjóðlegar samþykktir sem eiga að tryggja fólki réttinn til að VELJA eða HAFNA því hvort það þiggur læknismeðferð eða ekki. Mitt gildismat er að slíkur ágangur á rétt einstaklingsins eigi ekki að eiga sér stað í lýðræðisríki, hvort sem um farsótt er að ræða eða ekki.

    Eftir því sem ég fæ best séð er nauðsynlegt að taka þetta frumvarp til gagngerrar endurskoðunar og setja inn í það ákvæði sem snúa að sjálfsábyrgð og dómgreind einstaklingsins. 

    Komi upp faraldur hér á landi er að mínu mati einnig mikilvægt að fleiri komi að umfjöllun um hvernig bregðast skal við honum, en annars vegar sex manna nefnd og hins vegar níu mann nefnd og heilbrigðisráðherra sem setur reglugerðir án samráðs við þingmenn á Alþingi. Í lýðræðisríki ætti ekki að vera hægt að setja jafn stórar ákvarðanir og hér er fjallað um í hendur jafn fárra aðila.

    Eftir því sem lengra líður frá því að pestin kom upp hefur dánartíðni vegna hennar lækkað hratt. Komið er í ljós að mörg ríki hafa ranglega nefnt sjúkdóminn sem dánarorsök þar sem fólk var raunverulega að deyja úr sjúkdómum eins og krabbameini, æðasjúkdómum og sykursýki. Nú virðist fullljóst að dánartíðni sjúkdómsins sé á við venjulega flensu. 

    Í lýðræðisþjóðfélagi þurfum við að verja mannréttindi, persónufrelsi og stjórnarskrá Íslands. Mögulega ætti að endurskoða lög og samninga til að gefa ekki erlendum aðilum, stofnunum og fyrirtækjum möguleika á að stjórna fólki með svo ómanneskjulegum hætti.

     

    Þrándur Arnþórsson

    Ritari í stjórn Mannréttindasamtakanna Mín Leið – Mitt Val

    Umsagnir

    Stjórnarmenn Mín Leið – Mitt Val sendu inn umsagnir um sóttvarnafrumvarpið í samráðsgáttina:

     

    Guðrún Bergmann

    Umsögn um sóttvarnalög og líka á vef samtakanna Mín Leið – Mitt Val.

     

    Kristín Þormar

    HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ

    Skógarhlíð 6

    105 Reykjavík

    Reykjavík 15. febrúar 2022

    Efni: Umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra til sóttvarnalaga – mál nr. 26/2022.

    Fréttaflutningur í heimsfaraldri

    Þótt það komi ekki beint þessari umsögn um sóttvarnalög við, þá tel ég nauðsynlegt að vekja athygli á fréttaflutningnum í þessum Covid-19 faraldri, og hvernig upplýsingagjöf til þjóðarinnar hefur verið háttað.

    Það er mat mitt að hann hafi verið ámælisverður, ákaflega einhliða, og einkennst af hræðsluáróðri með aðaláherslu á að fá fólk til að bólusetja sig með tilraunalyfjum sem lítil reynsla var komin af.

    Daglega eru birtar nýjustu smittölurnar, og birtar sérstakar fréttatilkynningar um að einhver hafi látist úr veirunni, og nú síðast ef einhver hefur látist með hana í sér.

    Aldrei eru birtar sérstakar fréttatilkynningar um þá sem létust í kjölfar bólusetninganna, sem eru 36 til og með janúar 2022.

    Sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað í fréttum um þá sem hafa fengið aukaverkanir eftir bóluefnin, sem samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Lyfjastofnun eru 6.110, þar af 246 alvarlegar og lífsógnandi, og 36 andlát.

    Þarna virðist upplýsingum sem sannanlega varða almannaheill hafa verið kerfisbundið haldið frá almenningi.

    Mega völd á fárra höndum stjórna því hvað telst fréttnæmt og hvað ekki þegar þjóðin glímir við heimsfaraldur?

    Þessi gríðarlegi fjöldi aukaverkana og andláta í kjölfar bólusetninganna vekur líka upp þær áleitnu spurningar hvers vegna þær voru ekki stöðvaðar strax og tilkynningar fóru að berast í janúar 2021 þegar 6 aldraðir einstaklingar höfðu látist í kjölfarið.

    Hvar liggur sú ábyrgð?

    Kristín Þormar

    Gjaldkeri í stjórn Mannréttindasamtakanna MÍN LEIÐ MITT VAL

    Jafnframt vísa ég í umsögn Guðrúnar Bergmann sem færð var inn í þessa samráðsgátt fyrr í dag.

     

    Leifur Árnason

    Heilbrigðisráðuneytið

    Skógarhlíð 6

    105 Reykjavík

     

    Hafnarfirði 15. Febrúar 2022

    Varðar mál nr. 26/2022

    Drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir

    Þegar þetta er ritað síðdegis 15. febrúar, hafa þegar komið fram umsagnir með athugasemdum við skilgreiningu á „heilbrigðisstarfsmaður“,

    „inngrip“, við umfjöllun um viðbrögð vegna „gruns“ um sjúkdóm, takmarkanir á athafnafrelsi, höfnun/banni á árangursríkum lyfjameðferðum (grafalvarlegt og andstætt læknisfræðinni), tengsl við alþjóðaheilbrigðisstofnunina WHO, „PCR-faraldur“ og þau „drastísku“, pólítísku viðbrögð vegna skimana, sem segja ekki til um veikindi og jafnræði og meðalhóf og fleira og fer ég ekki nánar inn á þau gríðarmikilvægu atriði.

    7. gr Samstarfsnefnd um sóttvarnir

    „Ráðherra skipar samstarfsnefnd um sóttvarnir til fjögurra ára í senn til að afla nauðsynlegra gagna og hafa yfirumsjón með nauðsynlegum aðgerðum til að meta og uppræta smithættu eða hættu sem stafar af dýrum, matvælum, starfsemi, vatni, skolplögnum, loftræstingu eða öðru í umhverfinu sem getur dreift smitnæmum sjúkdómsvöldum, eiturefnum eða geislavirkum efnum sem ógna heilsu manna.

    Samstarfsnefndinni er heimil vinnsla persónuupplýsinga, þar á meðal viðkvæmra persónuupplýsinga um heilsufar einstaklinga, til að uppfylla skyldur sínar samkvæmt lögum þessum að uppfylltum skilyrðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

    Í nefndinni sitja sóttvarnalæknir, sem jafnframt er formaður, tveir fulltrúar tilnefndir af Matvælastofnun og skal annar vera sérfróður um matvælaöryggi en hinn um smitsjúkdóma í dýrum, einn frá Geislavörnum ríkisins og tveir frá Umhverfisstofnun og skal annar vera sérfróður um matvælaöryggi en hinn um eiturefni. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin hefur aðsetur hjá embætti landlæknis.

    Nefndinni er heimill aðgangur að nauðsynlegum gögnum og öllum stöðum sem hún telur nauðsynlegt að skoða og getur fengið til þess aðstoð lögreglu ef með þarf. Nefndin skal gefa öllum þeim sem hafa eftirlit með dýrum, matvælum og umhverfi fyrirmæli um að grípa án tafar til allra nauðsynlegra aðgerða til að uppræta hættu af völdum smits, eiturefna eða geislavirkra efna. Að öðru leyti skal framkvæmd vera í samræmi við lög þessi og, eftir því sem við á, sérlög um einstaka eftirlitsaðila. „

    Aths: Nefndarmenn eru 6, formaður er sóttvarnalæknir. Aðrir eru ekki læknar.

    Nefndarmenn (varamenn þ.m.t) þurfa að sverja eið um þagnarskyldu, svipað og læknar og hjúkrunarstéttir, vegna þeirra heimilda nefndarinnar m.a. um persónugreinanlegar upplýsingar, sem koma fram í greininni.

     

    12. gr Skyldur einstaklinga og lögaðila

    2. mgr „Hverjum þeim sem hefur ástæðu til að halda að hann hafi smitast af alvarlegum eða samfélagslega hættulegum sjúkdómi er skylt að leita til læknis án tafar. Leiði heilbrigðisskoðun í ljós að um slíkan sjúkdóm sé að ræða er viðkomandi skyldur að fylgja fyrirmælum læknis um meðferð og ráðstafanir til að fyrirbyggja smit. Gruni lækni að einstaklingur geti verið haldinn smitsjúkdómi, eða ef smitrakning vekur upp slíkan grun, er viðkomandi skylt að fylgja fyrirmælum um ráðstafanir, þ.m.t. reglugerðum settum á grundvelli laga þessara, til að fyrirbyggja smit. „

    Aths: Að leggja þetta fyrir allan almenning einstaklinga er að mínu mati ekki forsvaranlegt og allt of víðtækt til að almenningur kunni skilgreiningar á þessum hugtökum.

    Í orðskýringum, atr. 13, er smitsjúkdómur skýrður svo:

    „Smitsjúkdómur: Með smitsjúkdómi er átt við sjúkdóm eða ástand sem orsakast af sjúkdómsvöldum, svo sem smitefni, örveru eða sníkjudýri og sem smitast frá, til eða milli fólks. Með smitsjúkdómi er enn fremur átt við alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar eiturefna og geislavirkra efna.“

    Þessi skýring er allvíðtæk og getur þess vegna átt við venjulegt kvef og „flensu“, með hita, beinverkjum og slappleika, sem margir myndu ekki leita til læknis með, annars vegar en ennfremur hermannaveiki, sem smitast ekki milli manna, hins vegar.

    Í orðasafni Árnastofnunar er „smitsjúkdómur“ orðaður svo:

    https://idord.arnastofnun.is/leit/smitsjúkdómur/ordabok/LAEKN/order/IS

     

    P.s. Hvet ykkur til að lesa þó ekki væri nema kaflann „Lockstep“ í riti Rockefeller Foundation- „Scenarios for the Future of Technology and International Development“, sem gefið var út árið 2010. 8 blaðsíður , fljótlesið, kaflinn er ritaður í þátíð:

    https://www.nommeraadio.ee/meedia/pdf/RRS/Rockefeller%20Foundation.pdf

     

    Mörg ykkar hafa ekki tíma eða áhuga á hvað gerist í stjórnsýslunni. Þar á sér stað ýmislegt, sem betur færi á að fylgjast með. Eins og nú. Drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum…….

    Of seint er í dag að lesa drögin, því umsagnafrestur er til miðnættis.

    Hins vegar, með því að lesa umsögn Guðrúnar Bergmann, sem færð var á samráðsgáttina í dag, getið þið gert ykkur grein fyrir að verið er að gefa hinu opinbera “óútfylltan tékka” í sambandi við viðbrögð hins opinbera við “pest” eins og sars-cov 2, sem var … flensa eða flensulík pest.

    Hvet ykkur eindregið að skoða umsögn Guðrúnar

    Leifur Árnason

    Varamaður í stjórn Mannréttindasamtakanna Mín leið mitt val

    leifur.arnason@gmail.com

  • Heilaþvotturinn

    Posted on July 19th, 2021 Þrándur No comments

     

    [Erindi mitt byrjar á 27:23]

    Þegar við horfum á atburði líðandi stundar er stundum gott að kynna sér söguna og þá kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.
    Snemma á 20. öld voru fræðimenn áhugasamir um hugsun og mannsheilann og hvernig hægt væri að stjórna hegðun með ýmsum leiðum.
    1956 kom út skýrsla um heilaþvott kommúnista á bandarískum hermönnum sem Kínversk og Norður-Kóresk yfirvöld handsömuðu. Skýrslan er yfirleitt kölluð “Biderman report” og er skrifuð af Dr. Alfred D. Biderman. Titillinn á íslensku gæti hljóðað svona:
    “Tilraunir kommúnista til að ná fram fölskum játunum frá handsömuðum flughermönnum”

    Aðferðirnar sem kommúnistarnir notuðu eiga sér hliðstæður í þeim aðferðum sem verið er að beita almenning í dag. Förum aðeins yfir helstu aðferðirnar:

    Einangrun

    Einangrun er notuð til að taka burt félagslegan stuðning við að sýna andstöðu. Einstaklingurinn er gerður háður fangaverðinum.

    • Fjarlægðarmörk
    • Ekki hitta ástvini
    • Atvinnumissir
    • Einangrun og sóttkví

    Einokun skynjunar

    Öll athygli færð á aðsteðjandi “vandamál”. Aðgerðir sem eru ekki samkvæmt forskrift fangavarðanna fordæmdar.

    • Hömlur á ferðalög
    • Búa til einhæfni og leiða
    • Koma í veg fyrir samkomur, fundi, tónleika og íþróttir
    • Yfirtaka alla umfjöllun fjölmiðla
    • Ritskoða upplýsingar og þagga niður óþægilega gagnrýni

    Framkalla örmögnun

    Veikja andlega og líkamlega möguleika á andstöðu. Þreyta fólk með spennu og ótta.

    • Fólki skipað að vera heima (ferðumst innanhúss)
    • Fjölmiðlar fullir neikvæðni
    • Bann við hreyfingu
    • Banna samveru við annað fólk

    Ógnanir

    Rækta kvíða og örvæntingu. Gefa tilskipanir og afleiðingar þess ef ekki er hlýtt.

    • Hótanir um að loka fyrirtækjum og gefa út sektir
    • Spá fyrir um framlengingu sóttkvía
    • Skyldubólusetning
    • Einangrunarbúðir

    Stöku undanlátssemi

    Skapar hvatningu til hlýðni. Hindrar of mikla aðlögun að viðvarandi skorti.Skapar von um breytingar og minnkar andstöðu. Þannig helst fólk í óvissu um hvað er að gerast.

    • Leyfa opnun á sumum búðum og þjónustu
    • Leyfa veitingahúsum að opna með takmörkuðum gestafjölda
    • Fjölga fólki sem má koma saman í einu
    • Fylgja svo ívilnunum með hertari reglum – herða slaka herða

    Sýna algert vald

    Sýna fram á tilgangsleysi andstöðu. Sýna hver það er sem ræður. Gefa jákvæða hvatningu til hlýðni:

    • Loka heilu hagkerfunum um allan heim
    • Búa til peninga úr engu og gera fólk háð þeim fjármunum
    • Þróa algert eftirlit með öllu fólki alltaf

    Niðurbrot

    Lætur andstöðu líta út fyrir að vera erfiðari en hlýðni. Gerir fólk hjálparvana. Skapa ótta við frelsi og gera háða fangavörðunum:

    • Hæðast að fólki sem neitar að nota grímur eða fara í sprautuna
    • Láta fólk standa á hringjum og milli lína
    • Láta fólk standa úti og bíða í röð
    • Sprittbrúsar í öllum búðum

     

    Framfylgja auðveldum kröfum

    Stuðla að hlýðni sem vana. Kröfurnar eru vísvitandi gerðar órökréttar og misvísandi. Reglur um hlýðni er breytt. Styrkir hver það er sem er við völd:

    • Fjöldskyldumeðlimir mega ekki standa saman
    • Grímunotkun heima og jafnvel við ástaratlot
    • Tilviljanakennd fjöldatakmörk á samkomum
    • Spritt og handþvottur aftur og aftur allan liðlangan daginn

     

    Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með þeim heilaþvotti sem verið er að beita okkur núna og sérstaklega slæmt hversu “vel” áætlunin gengur.

    Nú er tíminn til að brjótast undan þessum álögum og heilaþvætti.

  • Glæpir gegn mannkyni

    Posted on May 15th, 2021 Þrándur No comments

    [Erindi mitt byrjar á 33:16]

    Nürnberg 2.0 réttarhöld eru í undirbúningi með hópmálsókn þúsunda lögfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna um allan heim, undir forystu þýska lögfræðingsins Reiner Fuellmich. Þar eru sóttir til saka þeir sem bera ábyrgð á Covid-19 hneykslinu sem Davos ráðstefnan stjórnaði.

    Rétt er að rifja upp að Reiner Fuellmich er lögfræðingurinn sem tókst að fá Volkswagen dæmt fyrir svindl í mengunarmælingum, auk þess sem honum tókst að fá Deutsche Bank dæmdan glæpsamlegan.

    Svik þessara þýsku fyrirtækja eru smávægileg miðað við það tjón sem Covid-19 kreppan hefur valdið og heldur áfram að valda.

    Covid-19 kreppuna ætti að endurnefna „Covid-19 hneykslið“ og allir þeir sem eru ábyrgir ættu að vera sóttir til saka vegna skaðlegra aðgerða og falsaðra PCR prófana.

    Á næstunni mun því alþjóðlegur hópur lögfræðinga leggja fram stærsta skaðabótamál allra tíma, Covid-19 svikahneykslið – sem er stærsti glæpur gegn mannkyni sem framinn hefur verið.

    Rannsóknarnefnd Covid-19 var sett á laggirnar í júlí 2020 að frumkvæði hóps þýskra lögfræðinga með það að markmiði að höfða alþjóðlega hópmálsókn eftir engilsaxneskum lögum.

    Hér er það sem Reiner Fuellmich hafði að segja um niðurstöður rannsóknarinnar og spurninganna sem svara ætti í væntanlegum réttarhöldum gegn WHO og leiðtogum heims fyrir glæpi gegn mannkyninu:

    „Yfirheyrslur um 100 alþjóðlega þekktra vísindamanna, lækna, hagfræðinga og lögfræðinga, sem rannsóknarnefnd Berlínar hefur staðið fyrir vegna Covid-19 málsins frá 10. júlí 2020, hafa í millitíðinni sýnt með nærri fullri vissu að Covid- 19 hneykslið snerist aldrei nokkurn tíma um heilsu.

    Þess í stað snerist það um að treysta ólögmætt vald spilltrar „Davos-klíku“ með því að færa auð almennings til meðlima Davos-klíkunnar og leggja meðal annars lítil og meðalstór fyrirtæki í rúst.

    Stórfyrirtæki eins og Amazon, Google, Uber o.fl. gætu þannig aukið markaðshlutdeild sína og auð.

    Þrjár stærstu spurningarnar sem svara þarf fyrir dómstólum vegna Corona hneykslisins eru:

    1) Er til kórónafaraldur eða er aðeins PCR-prófa ??faraldur? 

    Nánar tiltekið þýðir jákvæð niðurstaða úr PCR prófi að sá sem prófaður var sé smitaður af Covid-19, eða þýðir það nákvæmlega ekki neitt?

    2) Þjóna aðgerðir stjórnvalda gegn pestinni, svo sem lokanir, grímuskylda, fjarlægðarmörk og sóttkvíar, tilgangi um að vernda íbúa heims?

    Eða þjóna þessar aðgerðir eingöngu þeim tilgangi að fá fólk til að óttast og örvænta svo að það trúi, án vafa, að líf þeirra sé í hættu – þannig að lokum geti lyfja- og tækniiðnaður skilað miklum hagnaði með sölu PCR prófa og bóluefna ásamt söfnun erfðaupplýsinga okkar?

    3) Er það svo að þýsk stjórnvöld voru, frekar en nokkurt annað land, beitt þrýstingi af helstu leikurum þessa svokallaða kórónafaraldurs 

    (Drosten, veirufræðingur við Charité sjúkrahúsið í Berlín; Wieler, dýralæknir og yfirmaður RKI; og Tedros, yfirmaður WHO) vegna þess að Þýskaland er þekkt sem sérstaklega agað land og átti því að verða fyrirmynd fyrir umheiminn fyrir sína ströngu og auðvitað árangursríku beitingu sóttvarnaaðgerða?

    Svör við þessum þremur spurningum eru brýn vegna þess að hin nýja og stórhættulega kórónaveira hefur ekki valdið neinum umframdauða neins staðar í heiminum og örugglega ekki hér á Íslandi.

    En sóttvarnaaðgerðirnar, sem eru eingöngu byggðar á niðurstöðum PCR-prófana, hafa á þessum tíma orsakað mannfall og eyðilagt efnahagslegan grunn óteljandi fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. 

    Þetta voru niðurstöður nefndarinnar:

    Kóróna faraldurinn verður að endurnefna Kóróna hneykslið

    Þetta er:

    • Stærsta skaðabótamál sögunnar
    • Stærsti glæpur gegn mannkyni sem framinn hefur verið

    Þeir sem bera ábyrgð verða að vera:

    • Sóttir til saka fyrir glæpi gegn mannkyni
    • Látnir greiða skaðabætur

    Dauðsföll:

    • Það er engin umfram dánartíðni í neinu landi
    • Dánartíðni Corona-vírusins er sambærileg við árstíðabundna flensu
    • 94% dauðsfalla í Bergamo í Ítalíu voru vegna þess að veikt fólk var flutt inn á hjúkrunarheimili þar sem það smitaði gamalt fólk með veikt ónæmiskerfi
    • Læknar og sjúkrahús um allan heim fengu greitt fyrir að setja Covid-19 sem orsök á dánarvottorð
    • Bandarísk ríki hvort sem voru með eða án sóttvarnaaðgerða hafa sambærilegar tölur um sjúkdóma og dánartíðni

    Krufningar sýna:

    • Dánarorsök var næstum öll af völdum annarra alvarlegra orsaka
    • Nánast öll andlát voru mjög gamalt fólk
    • Svíþjóð (engin lokun) og Bretland (ströng lokun) eru með sambærilegar tölur um veikindi og dánartíðni

    Heilsa:

    • Sjúkrahús standa auð og sum verða gjaldþrota
    • Íbúar landa mynda T-frumu ónæmi fyrir fyrri inflúensubylgjum
    • Hjarðónæmi þarf aðeins 15-25% sýkingu og er þegar náð
    • Aðeins þegar einstaklingur hefur einkenni getur sýking smitast

    PCR prófanir:

    • Margir vísindamenn kalla þetta heimsfaraldur PCR-prófa en ekki kórónafaraldur
    • Fullkomlega heilbrigt og ekki smitandi fólk getur samt mælst jákvætt
    • Líkur á fölskum jákvæðum mælingum eru 89-94% eða nærri öruggt
    • Prófessor Drosten þróaði PCR próf sitt úr gömlum SARS vírus án þess að hafa nokkurn tíma séð hinn raunverulega Wuhan vírus frá Kína
    • PCR prófið er ekki byggt á vísindalegum staðreyndum varðandi sýkingar
    • PCR próf eru gagnslaus til að greina smit
    • Jákvætt PCR próf þýðir hvorki að sýking sé til staðar né að raunverulegur vírus hafi fundist
    • Mögnun sýna með fleiri en 35 ítrunum er óáreiðanleg en WHO mælti með 45 ítrunum

    Lögbrotin:

    • Stjórnvöld hafa lokað starfsemi, sett á fjarlægðarmörk, sóttkvíar og grímuskyldu á grundvelli einnar skoðunar
    • Lokanirnar voru settar á þegar vírusinn var þegar á undanhaldi
    • Lokanirnar voru byggðar á sýkingum sem voru ekki til
    • Málsmetandi lögmenn hafa lýst efasemdum um stjórnskipun sóttvarnaaðgerða
    • Fyrrum hæstaréttardómari í Bretlandi, Lord Sumption, komst að þeirri niðurstöðu að enginn raunverulegur grundvöllur væri fyrir örvæntingu og enginn lagagrundvöllur fyrir sóttvarnaaðgerðum
    • RKI í Þýskalandi mælti með að engar krufningar yrðu gerðar 
    • Sóttvarnaaðgerðir hafa ekki nægjanlega stoð í staðreyndum eða lögum, þær standast ekki stjórnarskrá og verður að fella úr gildi strax!
    • Enginn alvöru vísindamaður samþykkir fölsk tölvulíkön Neil Ferguson sem spáði fyrir um milljónir dauðsfalla
    • Meginstraums fjölmiðlar brugðust gersamlega skyldu sinni að upplýsa um raunverulegar staðreyndir svonefnds heimsfaraldurs
    • Lýðræði er í hættu á að vera skipt út fyrir fasískt alræði
    • Drosten (vegna PCR prófanna), Tedros frá WHO og fleiri hafa framið glæpi gegn mannkyninu eins og það er skilgreint í alþjóðlegum hegningarlögum
    • Stjórnmálamenn geta forðast að falla með þessum svikurum og glæpamönnum með því að opna fyrir löngu tímabæra opinbera vísindalega umræðu

    Samsæri:

    • Stjórnmálamenn og meginstraums fjölmiðlar ollu vísvitandi skelfingu hjá almenningi
    • Börn voru markvisst látin telja sig ábyrg „fyrir kvalarfullum dauðdaga foreldra þeirra og ömmu ef þau færu ekki eftir sóttvarnarreglum“
    • Hið óáreiðanlega PCR próf er notað til að skapa ótta en ekki til að greina

    Aðgerðir gegn pestinni hafa:

    • Valdið risavöxnu tjóni á heilsu og efnahag almennings
    • Dregið ótalmarga til bana
    • Lítil og meðalstór fyrirtæki lögð í rúst og gerð gjaldþrota

    Málshöfðun:

    • Hópmálsókn í Bandaríkjunum eða Kanada og hér á landi
    • Skaðabætur þarf að greiða fyrirtækjum og einstaklingum

    Verður þetta stóri dómurinn yfir Bill Gates, Fauci, Þórólfi, Kára og vinum þeirra? Við sjáum hvað gerist en málin hafa verið lögð fyrir og afrekaskrá Reiner Fuellmich bendir sannarlega til þess að þeir eigi ekki möguleika.

  • Markaðssetning dauðans

    Posted on May 8th, 2021 Þrándur No comments

    [Erindi mitt byrjar á 35:50]

    Áróður, ritskoðun og þöggun

    Við lifum á tímum áróðurs, ritskoðunar og þöggunar sem aldrei fyrr. 

    Hér hefur verið rekinn gegndarlaus hræðsluáróður af stjórnvöldum, fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, þar sem eina lausnin hljóti að vera sprautun með erfðabreyttu lífefni.

    Frjáls hugsun er miðstýrð í eina “rétta” átt með því að þagga niður í efasemdaröddum og eyða “óæskilegum” athugasemdum.

    Stóri bróðir (Markús Sykurbergur) og sannleiksráðuneyti hans ætlar nú aldeilis að gæta þess að sannleikurinn sleppi ekki út.

    Þetta væri bara fyndið ef þetta væri ekki svona grafalvarlegt. 

    Ótrúlegt hversu lokað fólk er fyrir að skilja hversu slæmir hlutir eru að gerast. Það er eins og enginn hafi lesið bókmenntir eins og 1984 eftir George Orwell eða Brave New World eftir Aldous Huxley að ekki sé minnst á bíómyndir eins og James Bond eða V for Vendetta. 

    Allur trúnaður og traust er á þessa spilltu stjórnmálamenn og samanþjöppuðu miðla sem virðast stjórnast af olígörkum heimsins og hljóti nú að vilja okkur “nytlausu afætunum” vel.

    Fáir skilja hversu markvisst mannlegt eðli er drepið niður.

    Nýja normið

    • NEW NORMAL
    • NEW WORLD ORDER
    • THE GREAT RESET
    • BUILD BACK BETTER
    • Fjórða Iðnbyltingin

    Allt meira og minna sama áætlunin þar sem við mannfólkið erum gerð að eignalausum þrælum.

    Þetta eru hugtök sem stjórnmálamenn og fréttamiðlar eru þegar farin að nota og hyggjast nota á næstunni til að “bjarga” okkur út úr þessum vandræðum. Vörum okkur á þeim sem tala fyrir þessum leiðum.

    “Mannvinurinn mikli” Bill Gates hefur verið áberandi í allri umræðu og stjórnvöld dansa eftir boðum hans. Gæti verið að þar sé úlfur í sauðargæru? Þarf ekki annað en rifja upp samlíkingu við vondu kallana í James Bond myndunum. Hugmyndirnar og framkvæmdin með slíkum ólíkindum.

    • ID2020 sem eru rafræn bólusetningarskírteini
    • myrkvun sólarinnar
    • áratugur bóluefnanna (með skelfilegum afleiðingum td. á Indlandi og Afríku), 
    • fólksfækkun
    • Nanótækni ásamt 
    • samruna mannsins við vélar og ýmislegt annað sem tilheyrir fjórðu iðnbyltingu Klaus Schwab og félaga í World Economic Forum og Davos klíkunni.

    Þegar fyrir liggur hvað Klaus Schwab hefur skrifað og sagt um málið rennur kalt vatn milli skinns og hörunds: Til dæmis: “Þú munt ekki eiga neitt en vera hamingjusamur”

    Það verður lítil gleði með þessa risaaðgerð sem margir kalla glæp gegn mannkyninu.

    Mannkynið þarf sannarlega ekki á þessum oligörkum að halda!

     

    Sprautun með erfðabreyttu lífefni

    Sprautuherferð stjórnvalda er nú á fullu, en munum að hér er um neyðarleyfi til notkunar á þessu erfðabreytta lífefni og er því um tilraun að ræða. Tilraun þar sem öll þjóðin skal vera undir og raunar allt mannkyn. Langtímaáhrif eru alveg óljós og nú þegar eru amk. 16 manns látnir að völdum efnanna hér á landi.

    Hér er því gengið full rösklega til verks og ætti að stöðva nú þegar.

    En nei – nú skal haldið áfram og allt gert samkvæmt nýjustu markaðssetningartækni og látið líta út fyrir að um skort sé að ræða og allir gerðir ofurspenntir fyrir eitrinu. Slökkt á allri rökhugsun með stanslausum óttaáróðri og heilaþvætti. 

    Það er nú ekkert BARA með að heilaþvo heila þjóð, að ég tali nú ekki um allt mannkyn!

    Ef við beitum smá heilbrigðri efahyggju hlýtur okkur að fara að gruna að eitthvað slæmt búi að baki.Þetta er einhvern veginn svo steikt og svo augljóst þegar þú sérð það og allir ættu að skilja. 

    Vonandi fara fleiri að vakna eins og er að gerast í mörgum löndum í kringum okkur. Fyrir tveimur vikum voru td. nálægt milljón manns í frelsisgöngu í London.

    Þetta er markaðssetning dauðans og nú þarf að fara að leggja þessi mál öll fyrir dómstóla!

  • Athugasemdir við frumvarp til sóttvarnalaga

    Posted on December 11th, 2020 Þrándur No comments

    Á þessu ári hefur heimsbyggðin upplifað sérkennilega tíma. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti heiminum í vor að kominn væri upp heimsfaraldur. Fréttamyndir frá Wuhan í Kína sýndu deyjandi fólk úti á strætum og tölur bentu til skelfilegrar dánartíðni af þessum sjúkdómi.

    Fljótlega fóru stjórnvöld landa í ýmsar aðgerðir til að “fletja kúrfuna”. Fyrst var talað um tvær vikur en síðan eru liðnir margir mánuðir og enn er ekki séð fyrir endann á aðgerðum.

    Óvissan var mikil og strax í upphafi var landsmönnum gerð grein fyrir því að “við erum öll almannavarnir.” og þyrftum við tímabundið að fórna nokkru af mannréttindum og stjórnarskrár vörðum rétti okkar og hlýða fyrirmælum sóttvarnayfirvalda.

    Mikilvægt er að muna að stjórnarskráin byggir á náttúrulegum réttindum manna eins og frelsi, eignarrétti, öryggi og rétti til að rísa gegn kúgun. Aðgerðir sem byggja á ráðleggingum eru ekki vandamál. Þvinganir brjóta hinsvegar þessi réttindi, sérstaklega ef þær byggjast á röngum forsendum og ótta sem búinn hefur verið til. 

    Stóra spurningin er því auðvitað:

    Hversu langt mega stjórnvöld ganga í að hefta mannréttindi og lýðræði í nafni “öryggis”?

     

    Aðgerðir sóttvarnayfirvalda

    Ekki er að sjá annað en núverandi sóttvarnarlög opni leið fyrir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) til að stjórna aðgerðum ef um heimsfaraldur eða farsótt er að ræða. Sóttvarnalæknir hefur líka sagt að hann væri að fylgja tillögum eða fyrirmælum þaðan. Önnur vestræn ríki virðast hafa fylgt sambærilegum aðferðum.

    Í upphafi voru haldnir reglulega fréttafundir í beinni útsendingu sjónvarpsins, þar sem landsmenn flestir sátu límdir við skjáinn og tóku inn skilaboð stjórnvalda.

    Á þessum fundum voru kynntar helstu aðgerðir til varnar drepsóttinni sem fólust í nokkrum lykilþáttum:

    • Handþvottur
    • 2 metra fjarlægðarmörk
    • Samkomubann
    • Sóttkví
    • Einangrun
    • Rakningarforrit
    • Andlitsgrímur

    Á þessum fundum hefur lítið verið talað um möguleg meðul eða náttúrulegt ónæmiskerfi fólks og hvernig hægt er að styrkja það með vítamínum, hreyfingu og hollu mataræði.

    Frá þessum tíma virðist aukning í þunglyndi meðal þjóðarinnar og fjölgun sjálfsmorða er staðreynd og verulegt áhyggjuefni og stórundarlegt hvernig stjórnvöld og fjölmiðlar horfa lítið út fyrir sitt þrönga sjónarhorn og hafa meira að segja komið á fót “Sannleiksráðuneyti” í anda 1984! Lítið er rætt um neikvæðar afleiðingar, þar á meðal stjórnarskrárbrot og almenna afmennskun. Risavaxin fjármálakreppan sem er verið að leggja drög að hugnast mér heldur ekki vel.

    Reynir Traustason skrifar: 

    “Mannlíf hefur þráspurt landlækni, lögregluna og heilbrigðisráðuneytið um þessa stórauknu sjálfsvígstíðni en engin svör fást og látið er sem almenningi komi þetta ekki við. Fundir þríeykisins eru á stundum með skrýtnum brag. Spyrlar, sumir án raunverulegs umboðs, endurtaka sig, fund eftir fund, og fátt stendur eftir annað en tölur dagsins og að við erum öll almannavarnir. Yfirvöld leyna almenning þeim veruleika sem snýr að hliðaráhrifum Covid og forðast opinbera umræðu. Þöggun ríkir. Þríeykinu, að þeim ólöstuðum, þykir farsælla að þylja upp tölur um hve margir hafi mælst með þetta og hitt en að ræða kjarna málsins. Mannfall og sjálfsvíg er ekki til opinberrar umræðu.”

     

    PCR prófin

    Kary B. Mullis, sá sem fann upp PCR prófið sagði „PCR er aðferð sem finnur svolítið af einhverju (erfðaefni eða veirubrot) og gerir heilan helling af því í gegnum mögnunarítranir þannig að það sést og er hægt að greina“.

    Þegar sóttvarnayfirvöld kalla eitthvað “smit” er í raun átt við jákvæða niðurstöðu úr PCR prófi. Við vitum að það getur verið mikið af fölskum jákvæðum niðurstöðum. Með 40 mögnunarítrunum (eins og notuð eru hér á landi og víðar) er lítið sem ekkert að marka þessi PCR próf. Það er að segja að þetta sem stjórnvöld hér kalla “smit” eða “sýking” er alls ekki smitandi og “sjúklingurinn” er ekki endilega veikur, en samt látinn sæta frelsisskerðingu. Þetta er því villandi orðalag og hættulegt ef teknar eru ákvarðanir um sóttkví að ekki sé talað um einangrun einstaklinga út frá slíku tilviki. [1]

    Svör við fyrirspurnum til landlæknis benda heldur ekki til að búið sé að einangra vírusinn sem veldur sjúkdómnum.

     

    Grímuskylda

    “Andlitsgrímur veita enga vörn gegn vírussýkingum” – Elísabet Guðmundsdóttir lýtalæknir. 

    Þetta kemur heim og saman við það sem Þórólfur, Fauci og WHO sögðu fyrr á árinu.

    Komin er út stór dönsk rannsókn um gildi grímunotkunar sem vörn gegn svona smiti. Hingað til hafa allar rannsóknir sýnt að grímur gera ekkert gagn gagnvart veirusmiti, jafnvel ógagn. Ríkisspítalinn í Kaupmannahöfn ákvað að gera rannsókn sem fjallaði sérstaklega um þennan vírus. Niðurstaðan staðfestir að grímur gera ekki gagn.

    Möskvastærð á þeim grímum sem notaðar eru er stærðargráðu stærri en vírusar og þær veita falskt öryggi. Einnig safna þær raka og bakteríum við útöndun sem getur svo aftur valdið sýkingu þess sem ber grímuna eða annarra sem nálægir eru. 

    Aðgerðir stjórnvalda og ekki síst grímuskylda hafa vakið ótta með þjóðinni og ekki síst börnum. Langvarandi notkun barna á grímum er óhugguleg. 

    Grímur eru ekki síst táknrænar. Þær hafa oft verið notaðar til þöggunar og þrælar hafa verið múlbundnir með grímum. Grímur fela stóran hluta andlits og gera fólki erfitt að meta svipbrigði og þekkja vini og frændfólk. Grímunotkun er afmennskun. 

     

    Lagalegur grundvöllur

    Allnokkrir íslenskir lögfræðingar og stjórnmálamenn hafa lýst áhyggjum af lagalegum og siðferðilegum grundvelli aðgerða stjórnvalda:

     

    Brynjar Níelsson: “Ég verð að viðurkenna að ég hef verulegar efasemdir um að það séu lagaheimildir fyrir þessu, en við látum þetta yfir okkur ganga því aðstæður eru sérstakar. En samt er þetta veira, ekki ósvipuð því sem gengur yfir á hverju ári. Hún er náttúrulega bara hættuleg þröngum hópi sem eru veikir fyrir. Einhver myndi segja: Við erum algjörlega á ystu nöf lagalega séð og komin út fyrir öll mörk.” 

    Sigríður Andersen hefur líka varpað fram spurningum um þetta á Alþingi.

     

    Heilbrigði og heilsa

    Þegar ég var í skóla var okkur kennt mikilvægi ónæmiskerfisins. Eitthvað í þessa veru:

    • Næg hreyfing og hollur matur
    • Góð öndun og súrefnisinntaka
    • D og C vítamín
    • Mannleg snerting og samskipti

    Hvernig stendur á því að þríeykið talar svona lítið um þessi atriði? Hvers vegna ganga ráðleggingar þeirra í mörgum tilvikum þvert á þessi atriði?

    Ástundun íþrótta eru grunnur að líkamlegu og andlegu heilbrigði þjóðarinnar. Nú er fullorðnum bannað að stunda íþróttir!

     

    Skyldubólusetning

    Fyrsta grein Nuremberg kóðans hljóðar svo í lauslegri þýðingu: “Allar læknisaðgerðir eiga að byggja á upplýstu og frjálsu samþykki”

    Níu atriði í viðbót eru talin upp og hægt að sýna fram á að aðgerðir stjórnvalda brjóti nánast öll að einhverju leyti.

    Hvorki embætti landlæknis né yfir 30 opinberar stofnanir og rannsóknarstofur í öðrum löndum hafa sýnt fram á einangrun þessa vírus. Það vekur því spurninguna: Við hverju er bólusetningin ef enginn vírus hefur verið einangraður? 

    Lyfjarisarnir með Bill Gates í fararbroddi hafa talað um bólusetningu allrar heimsbyggðarinnar sem einu raunhæfu lausnina við að losna við veiruna. Kári í DeCode hefur talað á sömu nótum.

    Þegar bóluefni er þróað tekur mörg ár að komast í gegnum prófanir þannig að líkur séu á að þau valdi ekki miklum aukaverkunum eða skaða.

    Þegar fólk er neytt til læknismeðferðar (sem skyldubólusetning augljóslega er) er það skýrt brot á læknasiðferði og mannréttindum. UNESCO yfirlýsing frá 2005 segir m.a.:

    “Allar fyrirbyggjandi, greiningar- og lækningar eru einungis gerðar með fyrirfram, frjálsu og upplýstu samþykki viðkomandi, byggt á fullnægjandi upplýsingum.”

    Margir hafa lítinn áhuga á að fá bóluefni sem búið er að þróa í stuttan tíma. Skyldubólusetning eins og opnað er fyrir með þessu frumvarpi er óhugguleg hugmynd. Dönsk stjórnvöld hugðust koma sambærilegum lögum í gegnum þingið, en danskur almenningur reis upp og mótmælti kröftuglega með aðferðum íslensku búsáhaldabyltingarinnar þannig að stjórnvöld drógu þau til baka.

    Hér á Íslandi gerist vonandi það sama.

     

    Útgöngubann

    Útgöngubann er eitthvað sem stjórnvöld beita á stríðstímum og ætti að vera allra neðst í forgangsröð aðgerða.

     

    Sóttvarnabúðir

    Trudeau stjórnin í Kanada notaði nýlega lög sem sett voru gegn Japönum eftir Pearl Harbour árásina til að skerða rétt borgaranna án aðkomu þings og annars réttarfars. Ástralir og Nýsjálendingar hafa gengið afar langt í þessa átt líka. Þetta er það sem allir óttast með skerðingu frelsis þótt hún sé réttlætanleg á þeim tíma sem lög og reglur eru samdar.

     

    Stóra endurræsingin

    Ekki er að heyra að nein sérstök lausn sé í boði stjórnvalda um hvenær þessu hörmungarástandi lýkur og að við verðum að sætta okkur við “nýja normið” á næstu árum.

    Klaus Schwab frá World Economic Forum hefur kynnt hugmynd og skrifað bók sem hann kallar The Great Reset. Svo virðist sem Joe Biden, Boris Johnson, Justin Trudeau og fleiri stjórnmálamenn noti hugtakið “Build Back Better” um sama hlut. 

    Þarna lýsa þeir heimi sem nálgast óþægilega mikið það sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984 og Aldous Huxley í Brave New World. Fæstum hugnast það og vonandi erum við ekki á leið þangað.

     

    Að lokum

    Eftir því sem lengra líður frá því að pestin kom upp hefur dánartíðni vegna hennar lækkað hratt. Komið er í ljós að mörg ríki hafa ranglega nefnt sjúkdóminn sem dánarorsök þar sem fólk var raunverulega að deyja úr sjúkdómum eins og krabbameini, æðasjúkdómum og sykursýki. Nú virðist vera að dánartíðni sjúkdómsins sé á við venjulega flensu. 

    Svarið við spurningunni er því að við þurfum að verja mannréttindi, persónufrelsi og stjórnarskrá Íslands og endurskoða þarf lög og samninga til að gefa ekki erlendum aðilum, stofnunum og fyrirtækjum möguleika á að stjórna fólki með svo ómanneskjulegum hætti.

     

    Tilvísanir

    1 – PCR gagnrýni – https://cormandrostenreview.com/report/


    Þessi athugasemd var send inn sem umsögn um breytingar á Sóttvarnalögum þann 11. desember 2020:

    329. mál, lagafrumvarp
    151. löggjafarþing 2020-2021

    Umsögn Coviðspyrnunnar um sama frumvarp.

    Allar umsagnir.

  • Saga olíu og auðs 20. aldar er athyglisverð

    Posted on October 9th, 2017 Þrándur No comments

    Við höfum öll heyrt um Rockefeller og Rothschild fjölskyldurnar ásamt fleirum sem högnuðust gríðarlega á olíuviðskiptum á 20. öld.

    Í þessum heimildarmyndum sem James Corbet hefur sett saman, rekur hann hvernig þetta gerðist og hvers vegna. Þarna kemur margt fram sem er athyglisvert og ekki oft talað um. Hugmyndir um kynbætur mannkyns (Eugenics) sem snerust um að fækka “óæskilegu” fólki, technocracy sem var með hugmyndir um útópíu þjóðfélag sem væri stýrt af tækni (og þar með því “góða” fólki sem stýrir þróun hennar) og hvernig þessar stefnur lifa enn í breyttu formi.