Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Saga olíu og auðs 20. aldar er athyglisverð

  Posted on October 9th, 2017 Þrándur No comments

  Við höfum öll heyrt um Rockefeller og Rothschild fjölskyldurnar ásamt fleirum sem högnuðust gríðarlega á olíuviðskiptum á 20. öld.

  Í þessum heimildarmyndum sem James Corbet hefur sett saman, rekur hann hvernig þetta gerðist og hvers vegna. Þarna kemur margt fram sem er athyglisvert og ekki oft talað um. Hugmyndir um kynbætur mannkyns (Eugenics) sem snerust um að fækka “óæskilegu” fólki, technocracy sem var með hugmyndir um útópíu þjóðfélag sem væri stýrt af tækni (og þar með því “góða” fólki sem stýrir þróun hennar) og hvernig þessar stefnur lifa enn í breyttu formi.

 • Peningakerfið

  Posted on December 7th, 2012 Þrándur No comments

  Þegar kreppan skall á var ljóst að peningakerfi heimsins var að stórum hluta um að kenna.

  Átakið “Betra peningakerfi”  er athyglisverð tilraun til að koma skynsamara kerfi á laggirnar. Nú hefur Lilja Mósesdóttir lagt fram frumvarp á Alþingi sem byggir á þeim hugmyndum.

  Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta gengur og erlendis hafa menn líka mikinn áhuga.

  Íslenska hagkerfið er svo lítið og afmarkað frá heiminum að það ætti að henta vel fyrir tilraunir í þessa veru.

  Orsök óstöðugleika og skuldasöfnunar er að finna í peningakerfinu. Hér eru gallar brotaforðakerfisins útskýrðir og hvernig má leysa vandann með því að taka upp heildarforðakerfi.

 • Nordic Innovation – fimmta tölublað komið út

  Posted on November 2nd, 2012 Þrándur No comments

  Að þessu sinni er þemað: “THE VALUE OF INNOVATION” eða “GILDI NÝSKÖPUNAR”

  Nordic Innovation er fréttabréf á netinu sem fjallar um frumkvöðlafyrirtæki, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndum. Blaðið er á ensku og er ætlað að varpa ljósi á allskonar áhugaverða nýsköpun sem á sér stað innan frumkvöðlafyrirtækja og annarra fyrirtækja í okkar heimshluta.

  Í blaðinu eru nokkrar áhugaverðar greinar:

  • Interviews – The Value of Innovation
  • Startup Geothermal Iceland: Geothermal Incubation
  • Silicon Vikings – Connecting the Nordics and Silicon Valley
  • Reykjavikconcierge – VIP Culture and Design Tour Iceland
  • Kreanord – Venture Capital for Nordic Creative Industries
  • Og fleira…

  Nordic Innovation er gefið út af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem er í samstarfi við mörg lykilfyrirtæki á þessu sviði.

  Það er sérstaklega áhugavert að heyra hvað Brian Singerman frá Founders Fund hefur að segja. Þeir voru þeir fyrstu sem fjárfestu í Facebook og líta fjárfestingar í nýsköpun mjög áhugaverðum augum.

  Heyrum hvað Brian segir:

  We at Founders Fund are also very different in how we trust our founders. We will live and die by how good they are, and never force them out of their positions like other VC firms will.

  Brian Singerman (Founders Fund).

   

  Nordic Innovation – segir okkur áhugaverðar sögur af hönnun, nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

  Skoðaðu nýjasta eintakið hér: www.nordicinnovation.is

 • Startup Iceland!

  Posted on May 12th, 2012 Þrándur No comments

  Áhugaverð ráðstefna í Ásbrú

  30. maí 2012 verður haldin áhugaverð ráðstefna um frumkvöðlaumhverfið í Ásbrú í Reykjanesbæ sem var áður þekkt sem Andrews Theatre.
  Startup Iceland
  Startup Iceland – Building Sustainable Startup Ecosystems is a conference first of its type in Iceland. Our mission is to learn, share and bring awareness to Entrepreneurship and Startup Culture. We are starting with Iceland. Are there best practices, methods and learning strategies that we could apply in our community here in Iceland? Are there examples of entrepreneurs who have solved this challenge, or tried and failed? How can we learn from this experience? We have a line of speakers who have walked this path and are sharing their experience.

  Hvetjum alla til að mæta og hlusta á áhugaverða fyrirlesara:

  Ólafur Ragnar Grimsson – Forseti Íslands
  Brad Feld – Partner Foundry Group
  Brad Burnham – Partner Union Square Ventures
  Rebeca Hwang – CEO youNoodle.com
  Hilmar Veigar Pétursson – CEO CCP Games
  Hilmar B. Janusson – EVP of R&D Ossur
  Isaac Kato – CFO, Verne Global
  Helga Valfells – MD, NSA
  Rebecca Kantar – Founder & CEO BrightCo
  Sarah Prevette – Founder & CEO Sprouter.com and BetaKit
  Nánar hér:
  Athugið að ráðstefnan er á ensku.
 • Frjálsi fjárfestingarbankinn dæmdur og bankastjórnendur kærðir!

  Posted on February 15th, 2012 Þrándur No comments

  Loksins!

  Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur nú verið dæmdur af Hæstarétti. Þeim var EKKI heimilt að krefjast hærri vaxtagreiðslna aftur í tímann miðað við vaxtaviðmið Seðlabankans af lánum sem bundin voru við gengi erlendra mynta.

  Þá vísaði Hæstiréttur til laga nr. 151/2010 og taldi að með almennum lögum væri ekki unnt, með svo íþyngjandi hætti sem á reyndi í málinu, að hrófla með afturvirkum hætti við réttarreglum um efni skuldbindinga og greiðslur skulda frá því sem gilti þegar til þeirra var stofnað og af þeim greitt, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Gætu lögin því ekki haggað áðurgreindri niðurstöðu um uppgjör milli aðila

  Nú hafa Hagsmunasamtök heimilianna lagt fram kæru á stjórnendur banka. Ánægjulegt að sjá að spjótum sé beint að þeim sem raunverulega bera ábyrgð.

  Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið óþreytandi við að berjast fyrir réttlátri skuldaleiðréttingu. Hæstaréttardómurinn í dag sýnir að við erum á réttri leið.

  Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt fram kæru til efnahagsbrotadeildar á hendur öllum stjórnendum og bankaráðum bankanna frá árinu 2001-2012 fyrir brot á stjórnarskrá, almennum hegningarlögum, vaxtalögum, lögum um samningsgerð, lögum um hlutafélög og fyrir að vanrækja eftirlitsskyldu sína.

  Í fyrsta lagi eru bankastjórnendur sem voru við stjórn frá 2001- 2008 kærðir fyrir að veita gengistryggð lán. Má leiða líkur að því að hinar ólöglegu lánveitingar hafi jafnvel farið fram vísvitandi, í það minnsta gerðu Samtök banka- og verðbréfafyrirtækja umsögn um frumvarp áður en það varð að lögum og vöruðu við því að ef frumvarpið yrði að lögum yrði ekki heimilt að gengistryggja lán. Jafnframt má geta þess að Verslunarráð Íslands og Samtök atvinnulífsins sendu einnig inn umsagnir áður en frumvarpið varð að lögum þar sem koma fram varnaðarorð í þessa sömu veru.

  Hæstiréttur hefur nú staðfest að slíkar lánveitingar brjóta gegn lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38 frá árinu 2001. Eftir setningu neyðarlaganna árið 2008 hafa nýjar lánveitingar af þessu tagi lagst af, en þó er heimilt að veita sannanlega erlent lán sem er greitt út í erlendum gjaldmiðli og innheimt í erlendum gjaldmiðli. Innheimta á ólögmætum gengistryggðum lánum hefur þó haldið áfram á forsendum sem HH telja að stríði gegn samningalögum, vaxtalögum, lögum um neytendalán og stjórnarskrá.

  Í öðru lagi beinist því kæran einnig gegn þeim bankastjórnendum sem setið hafa í stjórnum frá því bankarnir hófu innheimtu á endurútreiknuðum ólögmætum lánum. Er það mat samtakanna að bankarnir hafi gerst brotlegir við lög og gengið gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar með því að vaxtavaxtareikna lánin annars vegar og hins vegar með því að reikna hærri vexti afturvirkt á greidda gjalddaga allt frá lántökudegi í stað þess að miða við setningu laga nr. 151/2010. Í dómum Hæstaréttar hefur gengistryggingin verið dæmd ólögleg og mælst til að nota óverðtryggða vexti Seðlabankans á ógreiddar eftirstöðvar lána, en ekki á greidda gjalddaga.

  Í þriðja lagi telja Hagsmunasamtök heimilanna að bönkunum sé óheimilt að innheimta vexti fyrir tímabil áður en þeir eignuðust kröfuna, og er það skilningur samtakanna að eigandi skuldabréfs eigi eingöngu kröfurétt á vexti frá þeim degi þegar hann eignast kröfuna. Þessi hluti kærunnar á því við um stjórnendur nýju bankanna þar sem bankarnir eigi ekkert tilkall til vaxtagreiðslna fyrir þann tíma þegar þeir urðu löglegir eigendur skuldabréfa. Gamlir eigendur þeirra hafa þegar innheimt vaxtagreiðslur og greiðslur inn á höfuðstól sem að mati samtakanna eiga að standa í íslenskum krónum.

  Einstaklingar dregnir til ábyrgðar.

  Í öllum tilvikum eru bankastjórnendur kærðir fyrir auðgunarbrot er varða almenn hegningarlög, sem og brot á greinum hlutafélagalaga er varða ábyrgð. Það er mat samtakanna að mikilvægt sé að draga til ábyrgðar þá einstaklinga sem setið hafa í stjórnum bankanna undanfarin ár. Með kæru á hendur bankastjórnendum vilja samtökin leggja áherslu á þá gríðarlegu ábyrgð sem því fylgir að vera stjórnarmaður í bankakerfinu. Hafi fjármálastofnanir stundað refsivert athæfi með ólöglegri lánastarfsemi og síðan ólöglegri innheimtu er það krafa HH að einstaklingarnir sem standa að baki ákvörðunum geti ekki vikið sér undan persónulegri ábyrgð sinni.

 • Leikið að nýsköpun: Nordic Innovation

  Posted on December 12th, 2011 Þrándur No comments
  Nordic Innovation er áhugavert tímarit um nýsköpun og sprotafyrirtæki.

  Þemað að þriðja tölublaði “Nordic Innovation” er leikið að nýsköpun.

  “Við fengum þrjá uppfinningamenn til að svara spurningum um hvernig hægt er að leika sér með nýsköpun. Þeir hjálpuðu okkur að kafa dýpra í þessa hugmynd. . Það er ekki spurning um framleiðni heldur árangur, það fjallar um að vera óttalaus og að skapa nýja hluti og það fjallar um að þola mistök. Fyrirtæki og einstaklingar verða að leika sér með nýsköpun eins og börn – forvitin um hvernig heimurinn virkar.”
  -Eyþór Ívar Jónsson
  Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

  Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

   

  Að þessu sinni fjallar Nordic Innovation um leikjamarkaðinn og leikjafyrirtæki. Málið er að leikir eru orðinn stór markaður og farinn að nálgast kvikmyndagerð. Einnig er athyglisvert að við gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands var notuð tækni sem hefur nýlega verið kynnt af sprotafyrirtækjum. Það sýndi að mögulegt er að búa til stór og metnaðarfull verkefni eins og nýja stjórnarskrá mun auðveldar og ódýrar með snjöllum lausnum.

  Þetta tölublað inniheldur lista af 100 íslenskum sprotum sem var gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn var gefinn út til að koma á framfæri mikilvægi nýsköpunar og verðmæti nýrra fyrirtækja. Það leggur áherslu á hversu mikilvægt er að leika sér að nýsköpun.

  Blaðið er á ensku.

  EFNISYFIRLIT:

  • The A-board – An army of advisors
  • Interview with Facebook’s Jeffrey Wieland
  • Halla Helgadottir on design in business and society
  • Mikkel Draebye – Can you teach innovation?
  • 100 Icelandic startups
  • The online gaming industry – Lets play the game
  • Pitching to investors

  Nordic Innovation – Playing with innovation #3 PDF

  Nordic Innovation – Playing with innovation #3 Flash

  Endilega aðstoðið við að koma þessum hugmyndum sem víðast og látið vita af blaðinu á Twitter og Facebook.

  NordicInnovation.is

   

 • Vélaverkfræðinga vantar

  Posted on March 31st, 2011 Þrándur No comments

  Expert leitar að kröftugum verkfræðingum í krefjandi verkefni í Noregi. Viðkomandi verða að hafa mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði, hafa mikinn metnað í starfi og geta unnið sjálfstætt.

  Sérfræðingar þessir munu vinna fyrir fyrirtæki í olíu og gasiðnaðinum í Noregi og er því spennandi kostur. Starfið reynir mikið á samskipti, sveigjanleika og getu til að vinna sjálfstætt.

  Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í verkfræði (vélaverkfræði/rafmagnsverkfræði/megatrónik)
  • Reynsla af verkfræðistörfum á því sviði
  • Metnaður í starfi
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð kunnátta í norðurlandamálum og ensku

  Umsjón með starfinu hefur Þrándur Arnþórsson hjá Expert ehf. (thrandur <hjá> expert.is). Áhugasamir eru hvattir til að senda okkur ferilskrá á vefnum: expert.is .

   

 • Nordic Innovation – Nýsköpun á Norðurlöndum

  Posted on March 9th, 2011 Þrándur No comments

  Klak Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við aðila á Norðurlöndum stendur að

  útgáfu á glæsilegu veftímariti um sprota, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndunum. Ágóði
  blaðsins rennur í ferðasjóð frumkvöðla Viðskiptasmiðjunnar.

  Fyrsta tölublaðið hlaut frábærar viðtökur. Þema blaðsins var „Design Thinking“. Í tímaritinu
  voru meðal annars vitöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia)
  og Roberto Verganti, einn helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum í dag.

  Nordic Innovation

  www.nordicinnovation.is

  Næsta tölublað verður helgað nýsköpun í tónlist og þema blaðsins er „Sound of
  Innovation“. Meðal annars verður viðtal við Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Carsten
  Dahl jazzpíanista og sérfræðinga í hljóðnýsköpun. Eins og í fyrsta tölublaðinu verður
  sérstakur kafli helgaður fyrirtækjum sem eru að kynna sig fyrir fjárfestum.

  Útgáfa tímaritsins er áætluð þann 15. apríl og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki,
  sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun
  á Norðurlöndum. Samstarfsaðilar í dreifingu eru: Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins,
  Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, háskólinn á Bifröst, Sprotaþing Íslands, Norræna
  nýsköpunarmiðstöðin, Væksthus Denmark, Vækstfonden, Connect Denmark, Nesu –
  samtök viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum, samtök fjárfesta á Norðurlöndunum,
  Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Viðskiptaháskólinn í Osló – BI, Háskólinn í Lundi
  o.fl. Áætluð dreifing er á bilinu 30 – 50 þúsund.

  Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið
  vita fyrir 31. mars næstkomandi. Athugið að tímaritið er á ensku svo auglýsingar þurfa
  einnig að vera á ensku.

  Verð:
  Heil síða – 79.000 auk vsk.
  Hálf síða – 49.000 auk vsk.

   

  Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


  Fyrir hönd Nordic Innovation,

  Þrándur Arnþórsson

   

 • Nordic Innovation?

  Posted on January 20th, 2011 Þrándur No comments

  Nordic Innovation er áhugavert nýtt veftímarit og frábært tækifæri til að koma fyrirtækinu þínu á framfæri við hnitmiðaðan hóp frumkvöðla og fjárfesta.

  Á undanförnum misserum hefur Klak Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við aðila á Norðurlöndunum unnið að því að setja á laggirnar veftímarit á vettvangi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemis sem áætlað er að gefa út 4 sinnum á árinu 2011.

  Útgáfa fyrsta tímaritsins er áætluð samhliða Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands þann 16. Febrúar og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki, sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun á Norðurlöndum. Hvert tímarit mun hafa ákveðinn útgangspunkt, sem dæmi verður viðfangsefni fyrsta tímaritsins „Design Thinking“. Þar verða meðal annars birtar greinar og viðtöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia) og Roberto Verganti, eins helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum. Einnig mun blaðið innihalda part miðaðan að fjárfestum, þar sem fyrirtækjum í fjármagnsleit er komið á framfæri.

  Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið vita fyrir 28. Janúar næstkomandi. Athugið að tímaritið verður á ensku svo auglýsingar þurfa einnig að vera á ensku.

  Verð:

  Heil síða – 79.000 auk vsk.
  Hálf síða – 49.000 auk vsk.

  Tímabundið tilboð til fyrstu auglýsenda: færð auglýsinguna birta í fyrstu 2 ritum blaðsins (tvær fyrir eina).

  Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


  Fyrir hönd Nordic Innovation,

  Þrándur Arnþórsson

 • Chris Martenson með fyrirlestur á Íslandi!

  Posted on September 12th, 2010 Þrándur 3 comments

  Tími: Þriðjudagur kl. 17:00 – 19:00
  Staður: Einhversstaðar á HÍ svæðinu – nákvæm staðsetning tilkynnt á mánudag
  Umsjón: Hjalmar Gislason

  “Crash course” örfyrirlestrarnir fóru eins og eldur um sinu á netinu í fyrra. Þar tekur hagfræðispekúlantinn Chris Martenson fyrir grundvallaratriði í efnahagskerfi heimsins, hvenig það er uppbyggt og hvers vegna hann telur að við stöndum frammi fyrir stórum breytingum á næstu 20 árum.

  Fyrirlestraröðina og nánari upplýsingar um Chris má finna á: http://www.chrismartenson.com/

  Chris er með sýn á hvernig efnahagur, orka og umhverfi þurfa að skoðast í samhengi. Verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja.

  Chris er staddur hér á landi næstu daga og hefur fallist á að halda fyrirlestur á þriðjudaginn kemur. Staðsetning verður tilkynnt eins fljótt og hægt er.

  Ekki missa af þessu!

  Aðgangur ókeypis 🙂

  Meiri upplýsingar á fésbókinni.