Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Allt farið til andskotans?

    Posted on September 4th, 2009 Þrándur No comments

    Við lifum nú mestu umbrotatíma í sögu landsins.

    Hvernig brugðist verður við er stóra málið.

    Nú er liðið næstum því heilt ár frá hruninu og lítið bólar á aðgerðum fyrir fyrirtæki og heimili.

    Mér finnst verulega skrítið hvernig stjórnmálamenn taka á málum – rétt eins og þetta komi þeim ekki við.

    Ég lít nú á stjórnmálamenn þannig að þeir séu hluti af vandamálinu, vanhæfnir upp til hópa og skortur á framtíðarsýn er mikill. Ráðherrar tala niður til fólks og vilja ekki hlusta á rök um réttlæti og sanngjarna dreifingu kostnaðar við fall bankana.

    Meðan lykil markaðir eins og fasteignasala, bílainnflutningur og byggingariðnaður eru botnfrosnir virðast menn bara sitja hjá og horfa úr fílabeinsturninum.

    Munum að Ísland er í samkeppni við önnur lönd um fólk (sem stundum er talað um sem vinnuafl). M.a. með því að bjóða upp á hagstætt umhverfi fyrir einstaklinga, fyrirtæki og fjölskyldur.

    Hvenær koma aðgerðir?

    Hverjir munu njóta?

    Hverjir verða gerðir útlægir?

    Ég hallast að því að nú þurfi ALMENNAR aðgerðir sem sátt er um. Nú þarf að horfa á stóru myndina.

    Leave a reply