Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Hver velur hver fær að lifa og hver deyja

    Posted on March 30th, 2009 Hörður No comments

    Það er nú eitthvað bogið við að fella spron. Erlendir kröfuhafar voru búnir að lýsa sig tilbúna til að gefa eftir 21 prósent af heildarskuldum félagsins og framlengja lán. Þá hafa þeir reynt að setja sig í samband við ráðamenn á íslandi til að koma að lausn vandamálsins. Þessir misvitru stjórnmálamenn hafa ekki svarað þeim hvað þá fundað með þeim. Veit ekki hvort að spron hefði átt að standa eða falla finnst bara einkennilegt að það var búið að veita þessum aðilum frest út apríl og að þessir aðilar meta stöðuna svo að hægt hefði verið að bjarga bankanum. Ég vil taka það fram að ég treysti betur sérfræðingum frá deutche bank og fleiri stórbönkum en íslenskum aðilum. Það sem á undan er gengið veldur því að eftirlitsaðilar á íslandi eru rúnir öllu trausti. Þá trúi ég því mátulega að nýi seðlabankastjóri hafi verið búinn að kynna sér málin nægjanlega vel. Ég á alveg von á því að þessi hroki verði til þess að fella krónuna hressilega. Finnst það almenn kurteisi að ræða við þá aðila sem hafa verið að gefa út krónubréf á íslandi og þá aðila sem eiga fullt í handraðanum sem þeir geta skipt þegar höftum afléttir. Mann skulu jafnframt hafa í huga að frammundann gæti verið tímabil með lausafjárskorti og háum vöxtum, þar sem þjóðir heims hafa verið að henda milljörðum inn í bankakerfið og almennt inn í þjóðfélagið. Þessa miljarða þarf að fjármagna og það verður ekki gert nema með hærri sköttum eða útgáfu skuldabréfa. Ríki heims sem nú í langan tíma hafa ekki gert annað enn að græða á ofursukkinu þurfa nú að fara að keppa um fjármagn á markaði. Í þessu sambandi má nefna efst á blaði Bandaríkin með alla sína milljarða en flestar aðrar þjóðir vestur Evrópu hafa verið að reyna að örva hjól efnahagslífsins. Að öllu jöfnu leiðir þetta að lokum til hærri vaxta.

    Mér skilst að skuldir Spron hafi verið 80 milljarðar (held að ég muni þetta rétt) og að kröfuhafar hafi verið tilbúnir að gefa eftir 21 prósent og jafnvel meira. Mér finnst skrítið að ekki hafi verið hægt að bjarga bankanum með þessum 21 prósent niðurfellingu og 20 prósent aðkomu ríkisins. Starfsmenn bankans voru vel á þriðja hundrað. Í þessu ljósi er vert að nefna að ríkið ákvað að lána VBS og Saga Capital 42 milljarða á 2 prósent vöxtum og það án þess að taka nokkurn hlut í félaginu. Þessir vextir eru í raun gjöf stjórnvalda til félaganna. Þess má geta að starfsmenn í báðum félögum eru 74. Eitthvað er úldið á íslandi þrátt fyrir nýja bossa.

     

    4 responses to “Hver velur hver fær að lifa og hver deyja”

    1. Já, Hörður, það bendir ýmislegt til að nú séu það stjórnmálamenn sem ráða bak við tjöldin í reykfylltum bakherbergjum.

      Mér finnst sérstaklega slæmt að sjá hvernig farið var með starfsmenn sem fréttu af uppsögn sinni í fjölmiðlum!

      Auk þess er ég gamall starfsmaður SPRON og finnst þetta því sárt.

      Bót í máli að nýjustu fréttir herma að MP ætlar að hefja nafn SPRON aftur til vegs og virðingar. Þar er þá kominn aðili sem ég allavega treysti fyrir mínum fjármálum.

    2. Ég veit nú reyndar ekki hversu mikið maður á að leggja í það en Davíð stóri vill meina að hvorki Straumur eða SPRON hafi átt að falla. Hann vill meina að ríkið fái á sig lögsókn vegna þessa. Hentu því ekki bréfunum þínum ennþá.

    3. Erfitt er að úttala sig um hvort Spron ætti að falla fremur en VBS eða Saga Kapital. Út frá orðspori hefði maður haldið að Spron hefði vinninginn. Gamalt og gróið fyrirtæki meðan hin voru meira svona sprotar (að vísu voru hinir föllnu bankar í þeim flokki). Hins vegar þarf svona ákvörðun að byggja á mati á efnahagsreikningi og rekstrarforsendum fyrirtækjanna og köldu mati á því hvenær mál er að linni. Kannski líka á líkunum á því að fyrirtækið fái framhaldslíf með nýjum eignaraðilum. Tapið er fyrst og fremst hjá lánardrottnum (öðrum en innistæðueigendum) og stofnfjáreigendum. Frá þeim sjónarhóli séð er verið að “innleysa tapið” og hefja nýtt líf í lífvænlegu fyrirtæki.

    4. Sæll Jón

      Ég veit heldur ekki hver átti að fara. Það er bara svo skrítið að öll mál á Íslandi innihalda lausa enda.

      1)Stjórn og framkvæmdastjóri Spron halda því fram að stjórnvöld fari með rangfærslur í yfirlýsingum um Spron, þetta er gert í opnu bréfi í morgunblaðinu. Þessu hefur hvergi verið svarað og stjórnvöld þegja þunnu hljóði. Skrítið.
      2)35 stórir erlendir kröfuhafar undra sig á hvernig haldið var á málum Spron og lýsa yfir óánægju yfir þessu. Enn þegja stjórnvöld þunnu hljóði.
      3)Dabbi sagði á landsfundi að þessi gjörnigur væri ólöglegur. Seðlabanka stjóri verður allt í einu skoffín og enginn telur hann svara verðan. Kannski skiljanlegt.

      Það er skrítið að Spron hefur unnið saman með seðlabanka og fjármála eftirliti seinasta árið. Þessar eftirlitsstofnarir hljóta því að þekkja innviði Spron mjög vel. Hvers vegna geta þá ekki þessa eftirlitsstofnanir kveðið alla gagnrýni í kútinn og lokað einhverjum málum sem eru að valda tillits bresti á Íslandi. Þetta mætti gera t.d. svona:

      1)Eigið fé Spron er eftirfarandi …… og eiginfjárhlutfall ,,,,,,
      2)Við tilfærslu á 20 prósent hlut ríkisins á eiginfé eins og það var 2007 verða þessir hlutir eftirfarandi,,,,,,,,,,
      3) Við niðurfellingu á 21 prósent skuldum erlendra lánadrottna verður þetta svona,,,,,,,,

      Að ofangreindu verður því séð að ekki stóð til að bjarga Spron eða Ups við kúkuðum aftur upp á bak.

      Að öðru leiti vil ég endurtaka það sem ég hef áður skrifað. Erlendir lánadrottnar hafa ítrekað sett síg í samband við stjórnvöld með það að markmiði að reyna að leysa vandamál Spron. Þessi 21 prósent niðurfelling skulda var ekkert sem var endanlegt. Íslensk stjórnvöld hafa í engu svarað þessum aðilum sem hlítur að þykja undarlegt sér í lagi þar sem þessir aðilar eiga nánast öll krónubréf á Íslandi. Þá er eftirmálinn á milli Kaupþings og MP Banka líka svolítið sérkennilegur. Var ekki tilgangurinn einfaldlega að gera innstæðu eigendur Spron upptæka og ná fram hagkvæmni stórreksturs í Kaupþing Banka. Eitt er víst þessir erlendu lánadrottnar eru æfir.

    Leave a reply