Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Stóru málin…

    Posted on March 30th, 2009 Þrándur No comments

    Andri Geir Arinbjarnarson var í Silfri Egils um daginn og átti ágætis innlegg.

    Á blogginu sínu telur hann upp öll stóru málin:

    • Allir bankar fallnir og viðreisn bankakerfisins óviss
    • Ónýtur gjaldmiðill sem krefst hárra vaxta og hafta til að skrimta á innlendri grund
    • 75%  fyrirtækja á leið í gjaldþrot eða greiðslustöðvun
    • 20% heimila í neikvæðri eignastöðu og gríðarlegir greiðsluerfiðleikar hjá enn fleirum
    • Sívaxandi atvinnuleysi
    • Skuldafen Íslands eitt það versta á byggðu bóli
    • Tekjustofnar ríkisins hafa hrunið og velferðarkerfið í uppnámi
    • Enginn aðgangur að erlendu fjármagni nema með aðkomu AGS
    • Icesave og erlendar kröfur ófrágengnar
    • Stjórnmálamenn ringlaðir og flokkarnir flestir stefnulitlir
    • Þjóðin reið, óttasleginn, tortryggin og bitur

    …og bendir á að við eigum bara tvo kosti í stöðunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Krónuna EÐA Evrópusambandið og Evruna.

    Mjög sammála þessu hjá honum. Á sama tíma er alveg ótrúlegt hvað stjórnmálamennirnir virðast vera hræddir við að tala um þessi stóru mál sem blasa við. Virðist sem þeir séu hræddir við að tala um hlutina eins og þeir eru.

    Nú þyrfti Íslenska þjóðin einhverja virkilega framsýna menn við stjórnvölinn. Atvinnuþrasarar og fyrirgreiðslupólitíkusar mættu fara í smá frí. Því miður virðast ekki vera neitt stórkostlegar breytingar í mannvali stjórnmálaflokkanna – ekki frekar en á undanförnum árum.

     

    One response to “Stóru málin…”

    1. Sendi Andra þetta á blogginu hans. Er alveg á móti að ganga í ESB

      Andri ég verð að segja að ég held að aðild að ESB sé einhver töfralausn. Ástæðan er einfaldlega að ESB er allt of sundurleitur hópur til að geta tekið ákvarðanir sem duga fyrir alla. Til viðbótar kemur að Evrópa og reyndar líka USA hafa ausið miljörðum á miljarða ofan inn í bankakerfið og efnahagslífið. Þessa peninga þarf að borga og það verður ekki gert nema með prentun peninga, skattahækkunum eða útgáfu skuldabréfa. Allt þetta leiðir til hækkun vaxta. Peningakerfi heimsins er mikið laskað eftir þessa krísu sem við göngum í gegnum. Þessi kreppa verður þó svipur hjá sjón ef tryggingar kreppan fær að fara af stað. Var að hlusta á Ben Berniki seðlabankastjóra USA sem sagði að ef AIG, stærsta tryggingarfélag USA hefði fengið að fara á hausinn, hefði allt bankakerfi Evrópu hrunið. Ég vil minna á það að AIG getur ennþá farið á hausinn. Er ekki bara betra að viðurkenna þennan skuldavanda og hætta að trúa á einhverjar töfralausnir. Ég vil meina að við eigum langt eftir af þessari kreppu. Og sé ekki fyrir mér hvar heimurinn getur skapað hagvöxt þegar ekki nýtur við endalaus hækkun á eignum og hlutabréfum.

      Andri,

      Ég veit nú kannski ekki hvað eigi að gera í stöðunni. Vil þó alls ekki útiloka 3. leiðina sem Kristján Torfa skrifar um. Það er að leifa krónunni bara að falla.

      Nú hef ég tekið þátt í þessu gambli á fjármálamörkuðunum í fjögur ár. Þann tíma hef ég spilað í gegn um Saxo bank í Danmörku og verð að segja að þeirra ráðleggingar í gegn um tíðina hafa verið mjög réttar. Þeir spáðu íslandi á höfuðið í upphafi árs 2007. Þeir meina að framtíðin sé mjög svört fyrir Evrópu og margir þeirra vilja ganga svo langt að Danir eigi að segja sig úr ESB.

      Ég vil meina að margar stórar þjóðir Evrópu eigi eftir að fara mjög illa út úr þessu og jafnvel verr en við. Svo er þetta orðið svo mikil spurning um það hvaðan hagvöxturinn eigi að koma þegar allar auðlindir jarðar eru orðnar takmarkaðar. Við sjáum hrávöruverð vera að lækka vegna þess að það er samdráttur í heiminum, áður en það skeði hafði maður aldrei séð þessi verð hvorki á matvöru eða málmum og olíu.

      Þessi brjálæðislega eyðsla á vesturlöndum seinustu 20 ár hefur getað átt sér stað vegna þess að Japanir og síðar Kínverjar hafa verið að fjármagna gríðarlegan halla i bandaríkjunum. Við höfum verið að flytja alla framleiðslu til láglauna landa. Þar með höfum við í raun og veru flutt út verðbólgu. Og er þetta ástæðan fyrir að “verðbólgan lækkaði að sjálfu sér” eins og ég las einhverstaðar. Það hefur ekkert verið til fyrir þessari eyðslu og því fór sem fór.

      Þessi eyðsla gerði það þó að verkum að lönd eins og Indland og Kína eru farin að keppa við okkur um allt hráefni. Þetta hráefni er ekki til og því væri kannski vit í að halda í fiskinn okkar í stað þess að selja hann undir ESB.

      Ég held að það þurfi almennt að stokka upp í því hvernig við almennt hugsum.

    Leave a reply