Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Þrælaeyja?

    Posted on June 12th, 2009 Þrándur No comments

    Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að samningamenn okkar í þessu RISASTÓRA máli sem er icesave séu engann veginn starfi sínu vaxnir. Með því að lesa upptalningu Jóns Helga Egilssonar á 11 ranghugmyndum um icesave er erfitt að komast að annarri niðurstöðu.

    Lárus Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson lagaprófessors, sérfræðings í Evrópurétti skrifa auk þess mergjaða grein um icesave málið í miðopnu Moggans í dag. Sjá ágætis útdrátt hér.

    Vandamálið er að við gætum alveg eins lýst okkur gjaldþrota strax. Vaxtagreiðslur af þessari stærðargráðu setja þjóðina aftur í moldarkofana og drepa alla von um samkeppnishæfni landsins við aðrar þjóðir. Einhverjir halda því fram að sem hlutfall af þjóðartekjum séu vextirnir hærri en þjóðverjar greiddu í stríðsskaðabætur eftir fyrri heimstyrjöld. Erum við betur aflögufær?

    Ég efast stórlega um að Alþingi hafi heimild til að skuldsetja þjóðina á þennan hátt.

    Mér finnst líka að það hljóti að vera einhver atriði sem er haldið leyndum. Því rökin fyrir skuldbindingu eru undarlega lítil.

    Nokkrar spurningar:

    • Hvers vegna var ekki brugðist við setningu hryðjuverkalaga?
    • Af hverju var ekki farin dómstólaleið?
    • Hvað liggur svona mikið á?
    • Hvers vegna eru bretar og hollendingar ekki hafðir með í ráðum við að sakfella glæpamennina sem komu þessu á?
    • Vita bretar og hollendingar hvaða áhrif þetta hefur á kjör íslensks almennings?
    • Hvers vegna er ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um málið?
    • Var einhver þvingun í gangi frá ESB?
    • Þurfum við að kaupa okkur vini?

    Hér þarf að spyrna við fótum.

    Leave a reply