Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Hagfræðifyrirlestur – Áhugavert…

    Posted on May 8th, 2009 Þrándur No comments

    Kjallaragenginu var að berast upplýsingar um áhugaverðan fyrirlestur:

    William K. Black: Why Economists Must Embrace the “F” Word (Fraud)?
    Hefst: 11/05/2009 – 12:00
    Lýkur: 11/05/2009 – 14:00
    Staðsetning viðburðar:
    Askja
    Nánari staðsetning:
    Stofa 132

    William K. Black prófessor er frá University of Missouri.

    William Black hefur ritað bók um rán á banka innanfrá „The Best Way to Rob a Bank is to Own One”.

    Í fyrirlestrinum mun William Black fjalla um það að hagfræði hefur ekki tekið fjársvik alvarlega og skorturinn á skýrri hagfræðikenningu um fjársvik í rekstri fyrirtækja leiði af sér rangar spár og rangar niðurstöður um samhengi ýmissa stærða í hagfræði, að ekki sé talað um röng viðhorf og vinnubrögð, sem síðan geta af sér glæpi í efnahagslífinu og meðfylgjandi faraldra hvítflibbaglæpa og kreppur með reglulegu millibili.

    Að loknum fyrirlestri Blacks mun Egill Helgason blaðamaður stjórna umræðum með frummælandanum, Gunnari Þ. Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins og Ólafi Ísleifssyni lektor við Háskólann í Reykjavík í pallborði.

    Allir velkomnir.

    Aðgangur ókeypis.

    Hvetjum alla sem áhuga hafa á að mæta…