Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Björgum bönkunum!

    Posted on November 19th, 2009 Þrándur No comments

    Því miður er allt of mikið satt í þessu myndbandi og erfitt að hlæja að þessu. Staðreyndin er nefninlega sú að aðferðin sem nota á við “greiðslujöfnun” og “skuldaaðlögun” virðast eingöngu hugsaðar til þess að bjarga bönkunum með því að forða okkur lántakendum frá gjaldþroti og halda okkur lengur á hamsturhjólinu. Í stað þess að afnema eða aftengja vísitöluna og gengisbindingu er búið til afar flókið kerfi sem enginn skilur hvaða áhrif hefur.

    Fasteignir verða áfram óseljanlegar og sú fjárfesting sem sett hefur verið í eignirnar tapað fé.

    Þegar laun hafa auk þess lækkað um 50% m.v. nágrannalöndin er erfitt að réttlæta hvers vegna við ættum að vera kyrr á skerinu.

    Hagsmunasamtök Heimilanna virðast standa ótrúlega ein í þeirr baráttu að finna einhverja réttláta leið sem kemur fólkinu í landinu á fætur á ný. Gaman að sjá þau beita húmor í þessu myndbandi. Húmorinn bítur oft fastast.

    Mæli með að þú skráir þig í samtökin: Heimilin.is

  • Flugbeitt ádeila?

    Posted on June 8th, 2009 Þrándur No comments

    Ólafur Arnarsson skrifar flugbeitta grein í Pressuna. Þar tekur hann fyrst fyrir tvö dæmi um venjulegt fólk sem tekið hefur erlent lán í góðri trú og situr nú uppi með manndrápsklifjar.

    Bankarnir eru í sterkri stöðu gegn veikum almenningi. Stjórnvöld hækka skatta á þetta sama fólk og hækka í leiðinni lán heimilanna um mun hærri fjárhæð. Heimilin sem átti að verja sitja eftir í súpunni og vonin fer þverrandi.

    Stjórnin er vanhæf og stjórnarandstaðan rávillt.

    Hvet þig til að lesa greinina alla:

    Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar: Draumalandið?

    Örvænting hefur gripið um sig meðal stórra hópa Íslendinga.

    Vonin, sem í vetur var eina haldreipi fólksins, fer þverrandi. Með hverjum degi verður ljósara að stjórnvöld ætla ekki að koma íslenskum heimilum og atvinnulífi til hjálpar.

    Það er verið að reka okkur eins og hjörð skynlausra skepna fram af bjargbrún. Og við erum of dofin til bregðast við og verja okkur.

    Ríkisstjórnin hefur nú setið í fjóra mánuði og einu skýru skilaboðin, sem þjóðin hefur fengið frá henni, eru þau að þetta sé erfitt! Við eigum sennilega að vorkenna vesalings ráðherrunum. Datt þeim virkilega í hug að þetta yrði auðvelt?

    Greinin öll…

    Nú duga engin vettlingatök lengur. Tíminn er á þrotum. Hveð finnst þér?