Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Björgum bönkunum!

    Posted on November 19th, 2009 Þrándur No comments

    Því miður er allt of mikið satt í þessu myndbandi og erfitt að hlæja að þessu. Staðreyndin er nefninlega sú að aðferðin sem nota á við “greiðslujöfnun” og “skuldaaðlögun” virðast eingöngu hugsaðar til þess að bjarga bönkunum með því að forða okkur lántakendum frá gjaldþroti og halda okkur lengur á hamsturhjólinu. Í stað þess að afnema eða aftengja vísitöluna og gengisbindingu er búið til afar flókið kerfi sem enginn skilur hvaða áhrif hefur.

    Fasteignir verða áfram óseljanlegar og sú fjárfesting sem sett hefur verið í eignirnar tapað fé.

    Þegar laun hafa auk þess lækkað um 50% m.v. nágrannalöndin er erfitt að réttlæta hvers vegna við ættum að vera kyrr á skerinu.

    Hagsmunasamtök Heimilanna virðast standa ótrúlega ein í þeirr baráttu að finna einhverja réttláta leið sem kemur fólkinu í landinu á fætur á ný. Gaman að sjá þau beita húmor í þessu myndbandi. Húmorinn bítur oft fastast.

    Mæli með að þú skráir þig í samtökin: Heimilin.is