Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Búsáhaldabyltingin í Argentínu

    Posted on December 5th, 2010 Þrándur No comments

    Heimildarmynd um atburðina sem leiddu til efnahagshruns í Argentínu 2001. Hrunið þurrkaði út millistéttina og jók fátækt upp í 57,5%. Meðal aðalástæðna fyrir hruninu var opinber stefna um nýfrjálshyggju sem opnaði leiðir fyrir erlenda banka og stórfyrirtæki að stela milljörðum dollara. Mikið af eignum og auðlindum Argentínumanna sjálfra var sóað. Fjármálakerfi landsins var meira að segja notað til peningaþvættis af Citibank, Credit Suisse og JP Morgan.

    Afleiðingarnar voru stórkostlegar tilfæringar auðs og fátæktarvæðing samfélagsins sem náði hámarki með fjölda dauðsfalla vegna mótmæla og vannæringar.

    Er þetta það ferli sem stjórnvöld, bankar og lífeyrissjóðir vilja sjá á Íslandi?