Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Davíð Oddson, Lalli Johns og fjármálin

  Posted on April 5th, 2009 Haldor No comments

  david-lalli-1

  -Sendi ykkur flottar myndir af Davíð Oddsyni og Lalla Johns.

  En þessum myndum fylgir saga.

  Þannig var að Davíð Oddson var á gangi í miðbænum og hitti þar á förnum vegi Lalla Johns og tóku þeir tal saman eins og þeir eru vanir.

  david-lalli-2

  Áður en þeir kveðjast þá spyr Lalli Davíð hvort hann geti séð af 5oo krónum svona upp á kunningsskapinn og segir Davíð það ekki málið og fer í vasa sinn og dregur upp 5000 kr og réttir Lalla. Lalli varð hugsi stutta stund og segir svo ;

  lalli-johns

  “Davíð minn, ekki skal mig undra þótt allt sé eins og það er í dag ef þú gerir ekki greinarmun á 500 kr og 5000 kr.”