Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Sviðsmyndir glæpafyrirtækja?

    Posted on July 2nd, 2010 Þrándur No comments

    Gylfi Magnússon hefur notað orðið “sviðsmynd” um það sem gæti gerst EF farið væri eftir dómi Hæstaréttar.

    Veltum nú aðeins fyrir okkur hver sviðsmyndin gætu orðið af nýjasta útspili SÍ og FME. Þar er lagt er til að glæpafyrirtækin reikni afborganir og eftirstöðvar “gengislánanna” eftir eigin uppástungum.

    • Gerum nú ráð fyrir að fólk “borgi og brosi” – einhverjir munu fara í mál við glæpafyrirtækin og munu vinna þau, fyrst fyrir héraðsdómi og síðar Hæstarétti. Þá gætu glæpafyrirtækin væntanlega átt endurkröfurétt á SÍ og FME fyrir mismuninum.
    • Hinn möguleikinn er að fólk BORGI EKKI – þá mun verulegt tekjuflæði tapast úr bókhaldi glæpafyrirtækjanna og þau munu fara í mál við “viðskiptavini” sína. Þau mál tapast síðan fyrir héraðsdómi og síðar Hæstarétti. Á sama hátt og áður gætu þá glæpafyrirtækin átt endurkröfurétt á ríkið.

    Spurningar sem vakna:

    • Ætla fjármálafyrirtæki að eiga viðskipti við fyrirtæki eða einstaklinga í landinu eftir þessi mál?
    • Ætla fjármálafyrirtækin að stimpla sig endanlega sem glæpafyrirtæki?
    • Ætlar láglaunamaðurinn í Seðlabankanum að fá á sig kæru vegna tilmæla um lögbrot?
    • Ætlar forstjóri FME að gera það?
    • Ætlar dómsmálaráðherra að sjá til þess að dómi Hæstaréttar sé fylgt eftir?
    • Sættir fólk sig við að búa ekki lengur í réttarríki?
    • Á nú enn og aftur að seilast í vasa almennings til að greiða fyrir óráðsíu bankanna?

    Höfum það líka í huga að þessu sama fjármálakerfi var bjargað með neyðarlögum fyrir ekki svo löngu síðan.