Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Norðmaður um Icesave

  Posted on January 13th, 2010 Þrándur No comments

  Athuglisvert að heyra hvað Hans Lysglimt hefur að segja um Icesave, ríkisstjórnir og banka í stóra samhenginu. Það er ýmislegt sem hann bendir á sem vill stundum gleymast. ESB á t.d. alveg möguleika á að lenda í svipaðri lánakrísu og Ísland. Einnig það að ríkisstjórn er ekki sama og fólkið (nokkuð sem er alltaf að skýrast betur og betur þessa dagana).

  Hann leggur loks til að við tökum upp frísvæði gjaldmiðla. Hættum með krónuna og leyfum viðskipti með dollara, evrur, pund og jafnvel gull.

 • Icesave auglýsingin sem aldrei birtist…

  Posted on October 30th, 2009 Þrándur 3 comments

  Hér er komin “bráðsmellin” auglýsing sem gerð var rétt áður en hrunið kom og birtist aldrei (kennski sem betur fer).

  Icesave samkvæmt auglýsingunni er algerlega GEGNSÆTT og hefði þá kannski endirinn átt að kveikja á einhverjum perum þar sem veggirnir á klósettinu eru líka gegnsæir 🙂

  Minnir mann á máltæki eins og “ekki kasta steini úr glerhúsi” og upp koma orð eins og “fyrring” og “kjaftstopp”.

 • Icesave og Hagsmunagæslan?

  Posted on August 13th, 2009 Þrándur 1 comment
  Davíð og hagsmunagæslan

  Davíð og hagsmunagæslan

  Mætti á samstöðufundinn á Austurvelli í dag. Leið dálitið skringilega að sjá að Davíð Oddson var þarna rétt hjá. Gárungarnir með þetta skemmtilega skilti notuðu tækifærið og stilltu sér upp fyrir aftan hann.

  Sumir myndu kalla hann kaldann að mæta þarna – einn aðalarkítektinn að hruninu…

  Stundum segir ein mynd meira en mörg orð.

 • Icesave og aðrar skuldir

  Posted on July 1st, 2009 Þrándur No comments

  Það er nú talsverður munur á “venjulegum” skuldum ríkisins og svo icesave. Aðrar skuldir hafa yfirleitt raunveruleg verðmæti á bak við sig. Fyrir okkur er icesave bara skuld – engin verðmæti. Icesave er túlkun á lögum um tryggingarsjóð innlána.

  Ég hef aðeins á tilfinningunni að það hafi verið talið nauðsynlegt að semja til að ákveðnir menn gætu haldið andlitinu (t.d. Davíð Oddsson og Árni Mattiesen sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu og Davíð Oddsson, Geir H. Haard , Ingibjörg Sólrún og Björgvin Sigurðsson sem marglýstu yfir hversu traustum fótum bankakerfið íslenska stæði á). Sorry – þetta er bara allt of stórt mál til þess að láta einstaklinga – og tilfinningar þeirra – þvælast fyrir.

  Held að við verðum að finna varnir sem duga fyrir þjóðina hvað sem það kostar. Nú tala ég sem þjóðin 🙂

  Munum að þingmenn starfa í umboði þjóðar (okkar) og við getum tekið það aftur þegar við viljum (eins og sannaðist á Austurvelli í vetur). Það hljóta að vera takmörk fyrir því hversu mikið Alþingi getur skuldbundið þjóðina.

  Við viljum réttlæti (málið fyrir dóm) og sanngirni (ekki hærri greiðslur en hægt að ráða við).

  Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga:
  1. Fólkið (almenningur) sem á að borga “lánið” fékk aldrei neinn pening.
  2. Bretar beittu hryðjuverkalögum.
  3. Tryggingarsjóður innlána ætti að greiða þetta (getur það reyndar sennilega ekki)
  4. Af hverju er málið ekki sett fyrir dómstóla?

  Mér finnst allavega eitthvað vanta í þessa mynd ennþá…

  Ef til vill er best að lýsa einfaldlega yfir þjóðargjaldþroti. Sætta sig þannig við orðinn hlut og byrja upp á nýtt með hreint borð.

  Bendi hér á nokkrar nýlegar greinar um icesave sem ég mæli með að þú lesir:

  Jón Daníelsson: Þennan samning verður að fella
  Jón Baldvin Hannibalsson: ICESAVE Í iÐNÓ – HREINSUNARDEILD VG
  Ólafur Arnarson: Icesave þjóðviljinn

  Hvað finnst þér?

 • Þrælaeyja?

  Posted on June 12th, 2009 Þrándur No comments

  Ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að samningamenn okkar í þessu RISASTÓRA máli sem er icesave séu engann veginn starfi sínu vaxnir. Með því að lesa upptalningu Jóns Helga Egilssonar á 11 ranghugmyndum um icesave er erfitt að komast að annarri niðurstöðu.

  Lárus Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson lagaprófessors, sérfræðings í Evrópurétti skrifa auk þess mergjaða grein um icesave málið í miðopnu Moggans í dag. Sjá ágætis útdrátt hér.

  Vandamálið er að við gætum alveg eins lýst okkur gjaldþrota strax. Vaxtagreiðslur af þessari stærðargráðu setja þjóðina aftur í moldarkofana og drepa alla von um samkeppnishæfni landsins við aðrar þjóðir. Einhverjir halda því fram að sem hlutfall af þjóðartekjum séu vextirnir hærri en þjóðverjar greiddu í stríðsskaðabætur eftir fyrri heimstyrjöld. Erum við betur aflögufær?

  Ég efast stórlega um að Alþingi hafi heimild til að skuldsetja þjóðina á þennan hátt.

  Mér finnst líka að það hljóti að vera einhver atriði sem er haldið leyndum. Því rökin fyrir skuldbindingu eru undarlega lítil.

  Nokkrar spurningar:

  • Hvers vegna var ekki brugðist við setningu hryðjuverkalaga?
  • Af hverju var ekki farin dómstólaleið?
  • Hvað liggur svona mikið á?
  • Hvers vegna eru bretar og hollendingar ekki hafðir með í ráðum við að sakfella glæpamennina sem komu þessu á?
  • Vita bretar og hollendingar hvaða áhrif þetta hefur á kjör íslensks almennings?
  • Hvers vegna er ekki þjóðaratkvæðagreiðsla um málið?
  • Var einhver þvingun í gangi frá ESB?
  • Þurfum við að kaupa okkur vini?

  Hér þarf að spyrna við fótum.