Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Kosningaklúður?

    Posted on February 7th, 2011 Þrándur No comments

    Ég verð að játa að fyrstu viðbrögð við úrskurði Hæstaréttar hjá mér voru: “klúður aldarinnar!”…

    …en svo þegar maður hefur velt þessu aðeins fyrir sér er þetta kannski ekki svo einfalt. Rökin sem Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður og Reynir Axelsson stærðfræðingur hafa sett fram í greinum, Silfri Egils og fleiri stöðum vega þar þungt.

    Kjarni málsins er þessi:

    Var eitthvað sem benti til að einhver af þeim atriðum sem Hæstiréttur telur upp hefði haft áhrif á útkomu kosninganna?

    Ef ekki þá átti að láta úrslitin standa.

    Vandinn er að úrskurðurinn bitnar á þeim sem síst skyldi – saklausum almenningi.

    Ágæt regla sem dómarar hljóta að hafa í huga: “First do no harm”. Finnst þetta hafi ekki verið alveg nógu vandaður dómur.

    • Skaði fyrir þjóðfélagið 200 milljónir
    • Skaði fyrir 80.000 kjósendur * 5.000 = 400 milljónir
    • Skaði fyrir ímynd Hæstaréttar – ómældur

    Hingað til hef ég borið töluvert traust til Hæstaréttar og talið að þar sitji heiðarlegir og grandvarir menn sem vegi og meti mál út frá lögum og ekki síður anda laganna. “Bonus pater familias” hefði að mínu áliti tekið öðruvísi á þessu máli. Lögfræði og dómar eiga að snúast um fólk og vernda almenning.

    Þetta er vandrataður vegur.

    Hitt er annað mál að undirbúningur fyrir Stjórnlagaþingið hefði mátt vera vandaðri, t.d. hefði mátt hafa strangari kröfur um frambjóðendur svo fjöldinn hefði verið minni og fjölmiðlaumfjöllun markvissari.