Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Lausn fyrir heimilin?

    Posted on May 19th, 2009 Þrándur No comments

    Opinn kynningarfundur um tillögu talsmanns neytenda

    Minnum á fundinn þriðjudagskvöldið 19. maí 2009 kl. 20.00 í Borgartúni 3.
    Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, mætir á fundinn og kynnir tillöguna og svarar fyrirspurnum fundarmanna.

    Eftirfarandi má lesa á heimasíðu embættis talsmanns neytenda um málið:

    Talsmaður neytenda hefur sent forsætisráðherra tillögu með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að taka beri öll neytendalán með veði í íbúðarhúsnæði eignarnámi og fela gerðardómi að leggja til niðurfærslu þeirra.

    Lagt hefur verið til við forsætisráðherra að sett verði neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um

    • eignarnám íbúðarveðlána til neytenda,
    • niðurfærslu allra íbúðarveðlána til neytenda
    • eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms.

    Lagt er til að tiltekin samtök neytenda tilnefni tvo fulltrúa í gerðardóminn og þrír aðilar úr hópi kröfuhafa tilnefni aðra tvo fulltrúa í gerðardóminn en Hæstiréttur skipi formann sem skuli vera lögfræðingur.

    Alger forsendubrestur aðalröksemdin

    Meginrökin eru forsendubrestur og eru tilteknir útreikningar um að neytendur hafi ekki mátt gera ráð fyrir því gengishruni sem varð enda aðeins 0,7% líkur á að gengi Bandaríkjadals yrði lægra en 122 ISK/USD. Sömuleiðis hafi aðeins verið um 2,1% líkur á því að gengisvísitalan tæki gildi yfir 171.

    Þá er tiltekinn í tillögunni fjöldi annarra lagasjónarmiða og röksemda af sviði neytendaréttar, auðgunarsjónarmiða, skaðabótareglna, réttarfarsreglna og stjórnskipulegra röksemda auk staðreynda og sanngirnissjónarmiða.


    Hagsmunasamtök heimilanna
    www.heimilin.is
    Framlög til HH af frjálsum vilja
    (o: 1110-26-5202, kt. 520209-2120 :o)