Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • 4.10.2010 19:30 – Mætir þjóðin?

  Posted on October 4th, 2010 Þrándur No comments

  Mæting á Austurvelli í dag 4. Október 2010 kl. 19:30

  Nú verður fróðlegt að sjá hvort þjóðinni tekst að vekja stjórnvöld. Tvö ár eru komin frá hruni og stjórnmálamenn virðast enn ekki farnir að skilja að þjóðin er vöknuð og verður ekki svæfð alveg á næstunni. Þrátt fyrir það er haldið áfram að karpa á þingi.

  Vonarglætur eru þó á lofti:

  • Stjórnlagaþing
  • Skýrslur rannsóknarnefndar og þingmannanefndar
  • Man ekki eftir öðru…

  Fleiri verkefni bíða:

  • Skuldavandi heimilanna
  • Lyklafrumvarp
  • Raunveruleg refsing fyrir brot fjármálafyrirtækja (sem ekki bitnar bara á “viðskiptavinuum”)
  • Ný vinnubrögð og stjórn bankanna
  • Dómar yfir glæpamönnunum sem settu landið á hausinn
  • Afnám gjaldeyrishafta
  • Almenn virðing Alþingis endurreist
  • Sjálfsagt hellingur í viðbót…

  Vona að sem flestir mæti og mótmæli á friðsaman máta og lögreglan búi ekki til meiri vandræði með því að mæta í skrímslabúningum.

 • Mótmæli vegna aðgerðarleysis stjórnvalda

  Posted on May 7th, 2009 Þrándur No comments

  Tilkynning frá Nýjum Tímum.  Hagsmunasamtök Heimilanna taka undir kröfurnar sem hér koma fram:

  Á morgun, föstudaginn 8. maí 2009 verða mótmæli vegna
  aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.

  Staðsetning Alþingishúsið klukkan 13:00

  Fjölmennum því á morgun við Alþingishúsið klukkan 13:00, göngum síðan upp að Stjórnarráði þar sem ríkisstjórnin mun sitja að störfum og látum í okkur heyra.

  Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú “Skjaldborg” se mslá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

  Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn!

  Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna l andsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar.

  Margir sjá sér ekki annara kosta völ en að fara i greiðsluverkfall.

  Slagorð:

  1. Aðgerðir eru valkostur!

  2. Greiðsluverkfall – lokaúrræði?

  3. Skjalborg óskast!

  4. Björgum heimilunum!

  5. Heimilin í forgang!

  Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hlustað þegar að almenningur fjölmennir og mótmælir, reynslan hefur sýnt okkur það og kennt okkur það að samstaða er það eina sem skiptir máli.

  Sýnum samstöðu – Mætum öll!

  Nýir Tímar