Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Hver velur hver fær að lifa og hver deyja

    Posted on March 30th, 2009 Hörður No comments

    Það er nú eitthvað bogið við að fella spron. Erlendir kröfuhafar voru búnir að lýsa sig tilbúna til að gefa eftir 21 prósent af heildarskuldum félagsins og framlengja lán. Þá hafa þeir reynt að setja sig í samband við ráðamenn á íslandi til að koma að lausn vandamálsins. Þessir misvitru stjórnmálamenn hafa ekki svarað þeim hvað þá fundað með þeim. Veit ekki hvort að spron hefði átt að standa eða falla finnst bara einkennilegt að það var búið að veita þessum aðilum frest út apríl og að þessir aðilar meta stöðuna svo að hægt hefði verið að bjarga bankanum. Ég vil taka það fram að ég treysti betur sérfræðingum frá deutche bank og fleiri stórbönkum en íslenskum aðilum. Það sem á undan er gengið veldur því að eftirlitsaðilar á íslandi eru rúnir öllu trausti. Þá trúi ég því mátulega að nýi seðlabankastjóri hafi verið búinn að kynna sér málin nægjanlega vel. Ég á alveg von á því að þessi hroki verði til þess að fella krónuna hressilega. Finnst það almenn kurteisi að ræða við þá aðila sem hafa verið að gefa út krónubréf á íslandi og þá aðila sem eiga fullt í handraðanum sem þeir geta skipt þegar höftum afléttir. Mann skulu jafnframt hafa í huga að frammundann gæti verið tímabil með lausafjárskorti og háum vöxtum, þar sem þjóðir heims hafa verið að henda milljörðum inn í bankakerfið og almennt inn í þjóðfélagið. Þessa miljarða þarf að fjármagna og það verður ekki gert nema með hærri sköttum eða útgáfu skuldabréfa. Ríki heims sem nú í langan tíma hafa ekki gert annað enn að græða á ofursukkinu þurfa nú að fara að keppa um fjármagn á markaði. Í þessu sambandi má nefna efst á blaði Bandaríkin með alla sína milljarða en flestar aðrar þjóðir vestur Evrópu hafa verið að reyna að örva hjól efnahagslífsins. Að öllu jöfnu leiðir þetta að lokum til hærri vaxta.

    Mér skilst að skuldir Spron hafi verið 80 milljarðar (held að ég muni þetta rétt) og að kröfuhafar hafi verið tilbúnir að gefa eftir 21 prósent og jafnvel meira. Mér finnst skrítið að ekki hafi verið hægt að bjarga bankanum með þessum 21 prósent niðurfellingu og 20 prósent aðkomu ríkisins. Starfsmenn bankans voru vel á þriðja hundrað. Í þessu ljósi er vert að nefna að ríkið ákvað að lána VBS og Saga Capital 42 milljarða á 2 prósent vöxtum og það án þess að taka nokkurn hlut í félaginu. Þessir vextir eru í raun gjöf stjórnvalda til félaganna. Þess má geta að starfsmenn í báðum félögum eru 74. Eitthvað er úldið á íslandi þrátt fyrir nýja bossa.