Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Nordic Innovation?

    Posted on January 20th, 2011 Þrándur No comments

    Nordic Innovation er áhugavert nýtt veftímarit og frábært tækifæri til að koma fyrirtækinu þínu á framfæri við hnitmiðaðan hóp frumkvöðla og fjárfesta.

    Á undanförnum misserum hefur Klak Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við aðila á Norðurlöndunum unnið að því að setja á laggirnar veftímarit á vettvangi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemis sem áætlað er að gefa út 4 sinnum á árinu 2011.

    Útgáfa fyrsta tímaritsins er áætluð samhliða Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands þann 16. Febrúar og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki, sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun á Norðurlöndum. Hvert tímarit mun hafa ákveðinn útgangspunkt, sem dæmi verður viðfangsefni fyrsta tímaritsins „Design Thinking“. Þar verða meðal annars birtar greinar og viðtöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia) og Roberto Verganti, eins helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum. Einnig mun blaðið innihalda part miðaðan að fjárfestum, þar sem fyrirtækjum í fjármagnsleit er komið á framfæri.

    Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið vita fyrir 28. Janúar næstkomandi. Athugið að tímaritið verður á ensku svo auglýsingar þurfa einnig að vera á ensku.

    Verð:

    Heil síða – 79.000 auk vsk.
    Hálf síða – 49.000 auk vsk.

    Tímabundið tilboð til fyrstu auglýsenda: færð auglýsinguna birta í fyrstu 2 ritum blaðsins (tvær fyrir eina).

    Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


    Fyrir hönd Nordic Innovation,

    Þrándur Arnþórsson