Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Nordic Innovation – fimmta tölublað komið út

    Posted on November 2nd, 2012 Þrándur No comments

    Að þessu sinni er þemað: “THE VALUE OF INNOVATION” eða “GILDI NÝSKÖPUNAR”

    Nordic Innovation er fréttabréf á netinu sem fjallar um frumkvöðlafyrirtæki, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndum. Blaðið er á ensku og er ætlað að varpa ljósi á allskonar áhugaverða nýsköpun sem á sér stað innan frumkvöðlafyrirtækja og annarra fyrirtækja í okkar heimshluta.

    Í blaðinu eru nokkrar áhugaverðar greinar:

    • Interviews – The Value of Innovation
    • Startup Geothermal Iceland: Geothermal Incubation
    • Silicon Vikings – Connecting the Nordics and Silicon Valley
    • Reykjavikconcierge – VIP Culture and Design Tour Iceland
    • Kreanord – Venture Capital for Nordic Creative Industries
    • Og fleira…

    Nordic Innovation er gefið út af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem er í samstarfi við mörg lykilfyrirtæki á þessu sviði.

    Það er sérstaklega áhugavert að heyra hvað Brian Singerman frá Founders Fund hefur að segja. Þeir voru þeir fyrstu sem fjárfestu í Facebook og líta fjárfestingar í nýsköpun mjög áhugaverðum augum.

    Heyrum hvað Brian segir:

    We at Founders Fund are also very different in how we trust our founders. We will live and die by how good they are, and never force them out of their positions like other VC firms will.

    Brian Singerman (Founders Fund).

     

    Nordic Innovation – segir okkur áhugaverðar sögur af hönnun, nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

    Skoðaðu nýjasta eintakið hér: www.nordicinnovation.is

  • Leikið að nýsköpun: Nordic Innovation

    Posted on December 12th, 2011 Þrándur No comments
    Nordic Innovation er áhugavert tímarit um nýsköpun og sprotafyrirtæki.

    Þemað að þriðja tölublaði “Nordic Innovation” er leikið að nýsköpun.

    “Við fengum þrjá uppfinningamenn til að svara spurningum um hvernig hægt er að leika sér með nýsköpun. Þeir hjálpuðu okkur að kafa dýpra í þessa hugmynd. . Það er ekki spurning um framleiðni heldur árangur, það fjallar um að vera óttalaus og að skapa nýja hluti og það fjallar um að þola mistök. Fyrirtæki og einstaklingar verða að leika sér með nýsköpun eins og börn – forvitin um hvernig heimurinn virkar.”
    -Eyþór Ívar Jónsson
    Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

    Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

     

    Að þessu sinni fjallar Nordic Innovation um leikjamarkaðinn og leikjafyrirtæki. Málið er að leikir eru orðinn stór markaður og farinn að nálgast kvikmyndagerð. Einnig er athyglisvert að við gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands var notuð tækni sem hefur nýlega verið kynnt af sprotafyrirtækjum. Það sýndi að mögulegt er að búa til stór og metnaðarfull verkefni eins og nýja stjórnarskrá mun auðveldar og ódýrar með snjöllum lausnum.

    Þetta tölublað inniheldur lista af 100 íslenskum sprotum sem var gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn var gefinn út til að koma á framfæri mikilvægi nýsköpunar og verðmæti nýrra fyrirtækja. Það leggur áherslu á hversu mikilvægt er að leika sér að nýsköpun.

    Blaðið er á ensku.

    EFNISYFIRLIT:

    • The A-board – An army of advisors
    • Interview with Facebook’s Jeffrey Wieland
    • Halla Helgadottir on design in business and society
    • Mikkel Draebye – Can you teach innovation?
    • 100 Icelandic startups
    • The online gaming industry – Lets play the game
    • Pitching to investors

    Nordic Innovation – Playing with innovation #3 PDF

    Nordic Innovation – Playing with innovation #3 Flash

    Endilega aðstoðið við að koma þessum hugmyndum sem víðast og látið vita af blaðinu á Twitter og Facebook.

    NordicInnovation.is

     

  • Nordic Innovation – Nýsköpun á Norðurlöndum

    Posted on March 9th, 2011 Þrándur No comments

    Klak Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við aðila á Norðurlöndum stendur að

    útgáfu á glæsilegu veftímariti um sprota, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndunum. Ágóði
    blaðsins rennur í ferðasjóð frumkvöðla Viðskiptasmiðjunnar.

    Fyrsta tölublaðið hlaut frábærar viðtökur. Þema blaðsins var „Design Thinking“. Í tímaritinu
    voru meðal annars vitöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia)
    og Roberto Verganti, einn helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum í dag.

    Nordic Innovation

    www.nordicinnovation.is

    Næsta tölublað verður helgað nýsköpun í tónlist og þema blaðsins er „Sound of
    Innovation“. Meðal annars verður viðtal við Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Carsten
    Dahl jazzpíanista og sérfræðinga í hljóðnýsköpun. Eins og í fyrsta tölublaðinu verður
    sérstakur kafli helgaður fyrirtækjum sem eru að kynna sig fyrir fjárfestum.

    Útgáfa tímaritsins er áætluð þann 15. apríl og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki,
    sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun
    á Norðurlöndum. Samstarfsaðilar í dreifingu eru: Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins,
    Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, háskólinn á Bifröst, Sprotaþing Íslands, Norræna
    nýsköpunarmiðstöðin, Væksthus Denmark, Vækstfonden, Connect Denmark, Nesu –
    samtök viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum, samtök fjárfesta á Norðurlöndunum,
    Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Viðskiptaháskólinn í Osló – BI, Háskólinn í Lundi
    o.fl. Áætluð dreifing er á bilinu 30 – 50 þúsund.

    Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið
    vita fyrir 31. mars næstkomandi. Athugið að tímaritið er á ensku svo auglýsingar þurfa
    einnig að vera á ensku.

    Verð:
    Heil síða – 79.000 auk vsk.
    Hálf síða – 49.000 auk vsk.

     

    Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


    Fyrir hönd Nordic Innovation,

    Þrándur Arnþórsson

     

  • Nordic Innovation?

    Posted on January 20th, 2011 Þrándur No comments

    Nordic Innovation er áhugavert nýtt veftímarit og frábært tækifæri til að koma fyrirtækinu þínu á framfæri við hnitmiðaðan hóp frumkvöðla og fjárfesta.

    Á undanförnum misserum hefur Klak Nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við aðila á Norðurlöndunum unnið að því að setja á laggirnar veftímarit á vettvangi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemis sem áætlað er að gefa út 4 sinnum á árinu 2011.

    Útgáfa fyrsta tímaritsins er áætluð samhliða Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands þann 16. Febrúar og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki, sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun á Norðurlöndum. Hvert tímarit mun hafa ákveðinn útgangspunkt, sem dæmi verður viðfangsefni fyrsta tímaritsins „Design Thinking“. Þar verða meðal annars birtar greinar og viðtöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia) og Roberto Verganti, eins helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum. Einnig mun blaðið innihalda part miðaðan að fjárfestum, þar sem fyrirtækjum í fjármagnsleit er komið á framfæri.

    Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið vita fyrir 28. Janúar næstkomandi. Athugið að tímaritið verður á ensku svo auglýsingar þurfa einnig að vera á ensku.

    Verð:

    Heil síða – 79.000 auk vsk.
    Hálf síða – 49.000 auk vsk.

    Tímabundið tilboð til fyrstu auglýsenda: færð auglýsinguna birta í fyrstu 2 ritum blaðsins (tvær fyrir eina).

    Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


    Fyrir hönd Nordic Innovation,

    Þrándur Arnþórsson