Grasrótin ræðir málin
RSS icon Email icon Home icon
 • Alheimsstríð lánardrottna

  Posted on April 2nd, 2009 Þrándur 1 comment

  Dr. Michael Hudson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið.  Þar bendir hann á að nú er í gangi alvarlegt efnahagslegt “stríð” þar sem lánardrottnar eru að soga allar eignir til sín með gríðarháum vöxtum. 

  Með því að heimta okurvexti af skuldsettum fyrirtækjum, heimilum og ríkjum eru þessir aðilar settir í skuldafjötra.

  Hann segir t.d. blákalt:

  Bandaríkin eru skuldugasta þjóð heims og mun aldrei greiða erlendar skuldir sínar.”

  Það sérstaklega íhugunarvert að lesa hvernig hann líkir ástandinu við stríð. Fjárhagslegi hernaðurinn er bara ekki eins sýnilegur. Afleiðingarnar geta hins vegar orðið afar alvarlegar:

  • Styttri meðalaldur
  • Færri fæðingar
  • Vinnuafl flýr úr  landi
  • Hækkuð sjálfsmorðstíðni
  • Sjúkdómar og fleira

  Verst er að þeir sem fara úr landi eru oft fólk á verðmætasta aldrinum 25-40 ára.

  Eftir stendur spurningin til íslenskra stjórnmálamanna (og kollega þeirra í öðrum löndum):

  Munu stjórnvöld standa vörð um hag íslenskra heimila eða hneppa þjóðina í skuldafangelsi?