Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Stýrikerfi: Google eða Microsoft?

    Posted on July 8th, 2009 Þrándur No comments

    Google ChromeUndanfarin ár hefur sterkasta vígi Microsoft verið stýrikerfið Windows.

    Nú hefur Google lýst yfir að þeir ætli að bjóða stýrikerfi fyrir einkatölvur. Stýrikerfið nefna þeir Google Chrome OS og vísa þar í Chrome vafrann sem náð hefur miklum vinsældum. Stýrikerfið verður þannig byggt á vafranum og fellur vel inn í alla flóru kerfa sem Google hefur verið að þróa og byggja á veftækni.

    Það er augljóslega markmið Google að ráðast nú að höfuðvígi Microsoft með skýrari heildarsýn á framtíðina. Framtíð sem byggir á ódýrum aðgangi að Internetinu og sítengingu hvar og hvenær sem er. Og líka framtíð sem byggir á ódýrum og litlum tækjum sem hægt er að nota til að vafra um netheima og eiga samskipti við vini og samstarfsmenn.

    Myndin er að skýrar og hvert sem litið er getur þú nú notað kerfi frá Google:

    • Google Chrome til að vafra um netið á Windows, Linux eða Mac vélum
    • YouTube til að skoða og deila myndböndum
    • Picasa til að skoða og deila myndum
    • GMail fyrir allan tölvupóst
    • Google Reader til að fylgjast með fréttum og bloggi
    • Google Docs fyrir ritvinnslu, töflureikni og kynningar

    Að sjálfsögðu tengir Google líka framtíðarstýrikerfið við Google Friend Connect sem gerir það mun öflugra en Facebook, Twitter og önnur félagsnetverk.

    Nú verður fróðlegt að sjá hvort og hvernig Microsoft ætlar að bregast við…

    Hvað heldur þú?