Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Áhugaverð tækniráðstefna

    Posted on January 12th, 2010 Þrándur No comments

    Microsoft á Íslandi halda nú annað árið í röð tækniráðstefnu sem óhætt er að mæla með. Hér eru komnir nokkrir af áhugaverðustu fyrirlestrum frá TechEd og Convergence.

    Hægt er að velja úr meira en 100 fyrirlestrum um Microsoft tækni og hugmyndafræði. Boðið er upp á sérstakar línur fyrir stjórnendur, tæknimenn og hugbúnaðarfólk og í raun setja saman sína dagskrá.

    Aldrei að vita nema þú nælir þér í eina góða hugmynd (eða jafnvel fleiri). Ég mætti á ráðstefnuna í fyrra og var mjög sáttur við alla umgjörð og efnið var vel fram sett.

    Ekki verra að ráðstefnan er ókeypis – sem hentar óneitanlega frábærlega á þessum síðustu og verstu…

    www.microsoft.is/best_of_2010