Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Chris Martenson með fyrirlestur á Íslandi!

    Posted on September 12th, 2010 Þrándur No comments

    Tími: Þriðjudagur kl. 17:00 – 19:00
    Staður: Einhversstaðar á HÍ svæðinu – nákvæm staðsetning tilkynnt á mánudag
    Umsjón: Hjalmar Gislason

    “Crash course” örfyrirlestrarnir fóru eins og eldur um sinu á netinu í fyrra. Þar tekur hagfræðispekúlantinn Chris Martenson fyrir grundvallaratriði í efnahagskerfi heimsins, hvenig það er uppbyggt og hvers vegna hann telur að við stöndum frammi fyrir stórum breytingum á næstu 20 árum.

    Fyrirlestraröðina og nánari upplýsingar um Chris má finna á: http://www.chrismartenson.com/

    Chris er með sýn á hvernig efnahagur, orka og umhverfi þurfa að skoðast í samhengi. Verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja.

    Chris er staddur hér á landi næstu daga og hefur fallist á að halda fyrirlestur á þriðjudaginn kemur. Staðsetning verður tilkynnt eins fljótt og hægt er.

    Ekki missa af þessu!

    Aðgangur ókeypis 🙂

    Meiri upplýsingar á fésbókinni.