Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Nordic Innovation – Nýsköpun á Norðurlöndum

    Posted on March 9th, 2011 Þrándur No comments

    Klak Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins í samstarfi við aðila á Norðurlöndum stendur að

    útgáfu á glæsilegu veftímariti um sprota, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndunum. Ágóði
    blaðsins rennur í ferðasjóð frumkvöðla Viðskiptasmiðjunnar.

    Fyrsta tölublaðið hlaut frábærar viðtökur. Þema blaðsins var „Design Thinking“. Í tímaritinu
    voru meðal annars vitöl við Paul Bennett (IDEO), Sigurð Þorsteinsson (Design Group Italia)
    og Roberto Verganti, einn helsta sérfræðings á sviði design thinking í heiminum í dag.

    Nordic Innovation

    www.nordicinnovation.is

    Næsta tölublað verður helgað nýsköpun í tónlist og þema blaðsins er „Sound of
    Innovation“. Meðal annars verður viðtal við Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Carsten
    Dahl jazzpíanista og sérfræðinga í hljóðnýsköpun. Eins og í fyrsta tölublaðinu verður
    sérstakur kafli helgaður fyrirtækjum sem eru að kynna sig fyrir fjárfestum.

    Útgáfa tímaritsins er áætluð þann 15. apríl og verður sent á öll helstu stórfyrirtæki,
    sprotafyrirtæki, fjárfesta, nýsköpunarmiðstöðvar, háskóla og aðra áhugasama um nýsköpun
    á Norðurlöndum. Samstarfsaðilar í dreifingu eru: Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins,
    Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands, háskólinn á Bifröst, Sprotaþing Íslands, Norræna
    nýsköpunarmiðstöðin, Væksthus Denmark, Vækstfonden, Connect Denmark, Nesu –
    samtök viðskiptafræðinema á Norðurlöndunum, samtök fjárfesta á Norðurlöndunum,
    Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn, Viðskiptaháskólinn í Osló – BI, Háskólinn í Lundi
    o.fl. Áætluð dreifing er á bilinu 30 – 50 þúsund.

    Ef þú eða þitt fyrirtæki hefur áhuga á birta auglýsingu í Nordic Innovation vinsamlegast látið
    vita fyrir 31. mars næstkomandi. Athugið að tímaritið er á ensku svo auglýsingar þurfa
    einnig að vera á ensku.

    Verð:
    Heil síða – 79.000 auk vsk.
    Hálf síða – 49.000 auk vsk.

     

    Hafðu samband sem fyrst ef þú hefur áhuga í síma: 821 3919


    Fyrir hönd Nordic Innovation,

    Þrándur Arnþórsson

     

    Leave a reply