Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Sterling RIP Myndböndin

    Posted on November 4th, 2008 Þrándur No comments

    Nú eru komin tvö myndbönd á YouTube um Sterling flugfélagið og aðkomu Pálma Haraldssonar, FL-Group/Stoða, Fons og fleiri að þessum sérkennilegu viðskiptum sem enduðu með gjaldþroti Sterling.

    Verð að viðurkenna að ég er ekki nógu góður í bókhaldi til að skilja allar þessar æfingar. Finnst þessar sölur þó óneitanlega vera afar vafasamar. Virðist vera sniðug leið til að prenta peninga.

    Einhvern veginn virðist það vera að smákrimminn sem stelur einhverjum þúsundköllum, næst og er dæmdur. Eftir því sem menn stela meiru virðist vera auðveldara að sleppa og kallast þá viðskiptasnilld. Steldu nokkrum milljörðum og þú ert alveg öruggur.

    Full ástæða væri til að vandaðir blaðamenn tækju þetta mál fyrir af alvöru…

    Hvað finnst þér?

    Leave a reply