Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Umsögn um drög að reglugerð um útgáfu vottorða

    Posted on February 27th, 2023 Þrándur No comments

    Umsögn mín á Samráðsgáttinni

    Á COVID-19 tímanum gengu stjórnvöld allt of langt í að hlýða skipunum frá ókjörnum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Það reyndist afar hættulegt heilsu landsmanna, bæði líkamlegri og andlegri. Allur sá skaði á eftir að koma skýrt í ljós á næstu mánuðum og árum.

    Það mætti halda að “stjórnvöld” hafi einsett sér að gera líf okkar borgaranna eins ömurlegt og þvingað og hægt er. Tilgangur stjórnarskrár okkar er ekki síst að koma í veg fyrir harðstjórn af öllu tagi og vottorð, álitsgerðir og annað sem talað er um í þessum drögum er sannarlega ekki í þeim anda.

    Þegar reglugerðin talar um “vottorð” er greinilega verið að ræða um “bólusetningarpassa”. Sjá sérstaklega 33. grein þingskjals 715  —  498. mál – Frumvarp til sóttvarnalaga sem fjallar um vottorð:

     

    1. gr. Vottorð.

        Hafi ferðamaður undir höndum viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð er ekki hægt að synja honum um komu inn í landið eða beita öðrum ráðstöfunum á grundvelli 29. og 30. gr. með skírskotun til sjúkdómsins sem vottorðið varðar, jafnvel þótt hann komi frá smitsvæði, nema sannanlegar ábendingar og/eða vísbendingar séu um að ónæmisaðgerðin hafi ekki borið árangur eða að vottorðið sé falsað.

        Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur í reglugerð um vottorð, svo sem um form og efni vottorða, sem og önnur vottorð tengd smitsjúkdómum en vottorð um ónæmisaðgerðir, svo sem vottorð sem sýna fram á afstaðna sýkingu eða að einstaklingur sé ekki smitandi.

     

    Í reglugerðinni er verið að staðfesta skyldur t.d. lækna að gefa yfirvöldum upplýsingar um heilsufar sjúklings. Ekki bara heimild heldur setja skyldur og eru í beinu samhengi við þau ákvæði sem koma fram í áðurnefndu frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögunum.

    Ég hef skilað inn tveimur umsögnum um breytingar á sóttvarnalögum og vísa hér í þær:
    https://kjallarinn.net/stjornmal/athugasemdir-vid-frumvarp-til-sottvarnalaga/

    https://kjallarinn.net/stjornmal/umsogn-um-sottvarnalog-15-2-2022/

     

    Friðhelgi einkalífs og meðferð persónuupplýsinga er vernduð skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar.

    Persónuupplýsingar varðandi heilsu, bólusetningar og aðrar upplýsingar úr sjúkraskrá eiga ekki að vera aðgengilegar af yfirvöldum þar sem að það er brot á friðhelgi einkalífs skv. 71. gr. stjórnarskrár Íslands og einnig brot á lögum um Sjúkraskrá 2009 nr. 55., eins réttur okkar til að takmarka eða banna aðgengi að sjúkraskrá skv. 21. gr Lög um sjúkraskrá: “Sjúklingur eða umboðsmaður hans getur lagt bann við því að sjúkraskrárupplýsingar um hann í sameiginlegu sjúkraskrárkerfi séu aðgengilegar, að hluta eða öllu leyti, utan þeirrar heilbrigðisstofnunar eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanna þar sem þær eru færðar.”

    Þessi reglugerð um útgáfu vottorða, faglegra yfirlýsinga og skýrslur heilbrigðismanna er aðför að friðhelgi einkalífs og er því brot á friðhelgi okkar sem er stjórnarskrárvarin.

    Reglugerðin brýtur einnig á rétti einstaklings varðandi meðferð persónuupplýsinga sem eru skráðar í Sjúkraskrá. Samkvæmt lögum um sjúkraskrá eru allar upplýsingar sem þar eru skráðar trúnaðarmál og réttur sjúklings er skýr þegar kemur að meðferð persónuupplýsinga. Einnig réttur okkar til að takmarka aðgengi og meðferð persónuupplýsinga úr sjúkraskrá

    Með því að samþykkja þessa reglugerð hafið þið brotið flestar greinar laga um mannréttindi í stjórnarskrá Íslands, eins Nuremberg siðareglurnar, – Genfarsamkomulagið, – Helsinki læknasáttmálann, – Mannréttindasáttmála Evrópusambandsins og Persónuverndarlög.


    Reykjavík 27. febrúar 2023,
    Þrándur Arnþórsson

    Leave a reply