Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Óbeislað afl…

    Posted on May 14th, 2009 Þrándur No comments

    Samfélagið – Frumkvæði er ein af nýjustu afurðum Hugmyndaráðuneytisins. Það er sérstaklega jákvætt og gott starf sem þar er unnið. Ný fersk hugsun og vettvangur fyrir jákvæða orku og samstarf þar sem veikleikum er breytt í styrkleika.

    Mæli með að þú kynnir þér málið og besta að taka þátt:

    Tækifærið með hið óbeislaða vinnuafl þjóðar

    Hugmyndaráðuneytið hefur verið að vinna undanfarinn mánuð að verkefni sem kemur að úrlausn mála fyrir allt það hæfileikaríka fólk sem hefur tíma á lausu í sumar og á komandi misseri.

    Samfélagið FrumkvæðiVerkefnið hefur fengið heitið Frumkvæði og verður kynnt með prompi og pragt í húsnæði Hugmyndaráðuneytisins í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2 kl. 10.00 á mánudaginn. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra mun þá kynna verkefnið og opna fyrir undirbúningsvefinn.

    Hugmyndin á bak við verkefnið er að bjóða upp á öflugt umhverfi til að samræma og bjóða öllu því óbeislaða vinnuafli landsins uppá tækifæri til sköpunar og athafna. Verkefnið mun hefjast í sumar þegar Samfélagið Frumkvæði mun opna á vefnum.

    Leave a reply