Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Karlar að berja konur á Olympíuleikunum?

    Posted on August 4th, 2024 Þrándur No comments
    Ekki nóg með augljósan vók satanisma á opnunarhátíðinni – heldur nær óhugnaðurinn enn lengra – inn í sjálfar íþróttirnar.
    Einu sinni þótti það aumingjaskapur ef strákur var að lemja stelpu – nú eru tveir karlkyns boxarar að lemja konur í andlitið á Ólympíuleikunum í boxi!

    Það sem verra er að ábyrgðin skrifast algjörlega á Alþjóða ólympíunefndina.
    Ég hef borið mikla virðingu fyrir íþróttum og framkvæmd þeirra – sem ég dró mig reyndar út úr af ákveðnum ástæðum – en tel mig jafnframt hafa fulla heimild til að tjá mig um það sem betur má fara.
    Því hefur reyndar verið haldið fram að margir keppendur í kvennaflokkum íþrótta á ÓL hafi í raun verið karlar. Sjá td. þessa “konu” frá leikunum 1938:
    Hér er líka nýtt skelfilegt dæmi um heilaskaða sem karla olli konu í blaki.
    Þetta er svo bandaríska blakliðið – sem vekur auðvitað spurninguna: Hvað eru margir dúddar í liðinu?
    Þessi mál virðist vefjast töluvert fyrir ýmsum – ekki síst meginstraumsfjölmiðlum – svo nú skulum við fara aðeins yfir staðreyndir. Tökum nú sérstaklega fyrir keppandann Imane Khelif frá Alsír.
    Sönnunargagn #1: Myndir af keppandanum sýna karlmann. Það er móðgun við heilbrigða skynsemi að halda öðru fram.
    Sönnunargagn #2: Sagt er að Khelif sé með DSD – 46XY – 5ARD. Þetta þýðir að á meðan hann var í móðurkviði náðu kynfæri hans ekki að þróast á viðeigandi hátt. Það var ranglega gert ráð fyrir að hann væri kvenkyns við fæðingu vegna þess að karlkyns kynfæri voru falin innvortis.
    Rétt kyn hefur án efa komið fram við kynþroskaaldurinn – en hann valið að halda því leyndu.
    Sönnunargagn #3: Staðfest kynjapróf frá Alþjóðahnefaleikasambandinu sýnir að hann er með XY litninga – sem bara karlar hafa.
    Þar kemur fram að höggþungi og slagkraftur karla er 162% meiri en hjá konum sem gerir allar keppnir ósanngjarnar.
    “In a shocking statement made to Magyar Nemzet yesterday, Kovács confirmed the speculation surrounding the Algerian boxer, adding that it had been known as early as 2022 that Khelif was biologically male.” – Sjá hér.
    Einu “sönnunargögn” Alþjóða ólympíunefndarinnar fyrir því að hann sé í raun kona er að það segir svo í Alsírska vegabréfinu!
    Það ætti að vera auðvelt að skera úr um þetta – en stjórnendur ÓL virðast ekki þora að særa tilfinningar þessa stráks.
    Staðan núna er sú að til úrslita í hnefaleikum kvenna á ÓL 2024 keppa tveir karlar!
    Ólympíuleikana setur verulega niður og ábyrgðin er stjórnenda Ólympíuleikanna.
    Annaðhvort DEYJA Ólympíuleikarnir eða þessi mannhatursvóktransgeðveiki.
  • Heilaþvotturinn

    Posted on July 19th, 2021 Þrándur No comments

     

    [Erindi mitt byrjar á 27:23]

    Þegar við horfum á atburði líðandi stundar er stundum gott að kynna sér söguna og þá kemur ýmislegt fróðlegt í ljós.
    Snemma á 20. öld voru fræðimenn áhugasamir um hugsun og mannsheilann og hvernig hægt væri að stjórna hegðun með ýmsum leiðum.
    1956 kom út skýrsla um heilaþvott kommúnista á bandarískum hermönnum sem Kínversk og Norður-Kóresk yfirvöld handsömuðu. Skýrslan er yfirleitt kölluð “Biderman report” og er skrifuð af Dr. Alfred D. Biderman. Titillinn á íslensku gæti hljóðað svona:
    “Tilraunir kommúnista til að ná fram fölskum játunum frá handsömuðum flughermönnum”

    Aðferðirnar sem kommúnistarnir notuðu eiga sér hliðstæður í þeim aðferðum sem verið er að beita almenning í dag. Förum aðeins yfir helstu aðferðirnar:

    Einangrun

    Einangrun er notuð til að taka burt félagslegan stuðning við að sýna andstöðu. Einstaklingurinn er gerður háður fangaverðinum.

    • Fjarlægðarmörk
    • Ekki hitta ástvini
    • Atvinnumissir
    • Einangrun og sóttkví

    Einokun skynjunar

    Öll athygli færð á aðsteðjandi “vandamál”. Aðgerðir sem eru ekki samkvæmt forskrift fangavarðanna fordæmdar.

    • Hömlur á ferðalög
    • Búa til einhæfni og leiða
    • Koma í veg fyrir samkomur, fundi, tónleika og íþróttir
    • Yfirtaka alla umfjöllun fjölmiðla
    • Ritskoða upplýsingar og þagga niður óþægilega gagnrýni

    Framkalla örmögnun

    Veikja andlega og líkamlega möguleika á andstöðu. Þreyta fólk með spennu og ótta.

    • Fólki skipað að vera heima (ferðumst innanhúss)
    • Fjölmiðlar fullir neikvæðni
    • Bann við hreyfingu
    • Banna samveru við annað fólk

    Ógnanir

    Rækta kvíða og örvæntingu. Gefa tilskipanir og afleiðingar þess ef ekki er hlýtt.

    • Hótanir um að loka fyrirtækjum og gefa út sektir
    • Spá fyrir um framlengingu sóttkvía
    • Skyldubólusetning
    • Einangrunarbúðir

    Stöku undanlátssemi

    Skapar hvatningu til hlýðni. Hindrar of mikla aðlögun að viðvarandi skorti.Skapar von um breytingar og minnkar andstöðu. Þannig helst fólk í óvissu um hvað er að gerast.

    • Leyfa opnun á sumum búðum og þjónustu
    • Leyfa veitingahúsum að opna með takmörkuðum gestafjölda
    • Fjölga fólki sem má koma saman í einu
    • Fylgja svo ívilnunum með hertari reglum – herða slaka herða

    Sýna algert vald

    Sýna fram á tilgangsleysi andstöðu. Sýna hver það er sem ræður. Gefa jákvæða hvatningu til hlýðni:

    • Loka heilu hagkerfunum um allan heim
    • Búa til peninga úr engu og gera fólk háð þeim fjármunum
    • Þróa algert eftirlit með öllu fólki alltaf

    Niðurbrot

    Lætur andstöðu líta út fyrir að vera erfiðari en hlýðni. Gerir fólk hjálparvana. Skapa ótta við frelsi og gera háða fangavörðunum:

    • Hæðast að fólki sem neitar að nota grímur eða fara í sprautuna
    • Láta fólk standa á hringjum og milli lína
    • Láta fólk standa úti og bíða í röð
    • Sprittbrúsar í öllum búðum

     

    Framfylgja auðveldum kröfum

    Stuðla að hlýðni sem vana. Kröfurnar eru vísvitandi gerðar órökréttar og misvísandi. Reglur um hlýðni er breytt. Styrkir hver það er sem er við völd:

    • Fjöldskyldumeðlimir mega ekki standa saman
    • Grímunotkun heima og jafnvel við ástaratlot
    • Tilviljanakennd fjöldatakmörk á samkomum
    • Spritt og handþvottur aftur og aftur allan liðlangan daginn

     

    Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með þeim heilaþvotti sem verið er að beita okkur núna og sérstaklega slæmt hversu “vel” áætlunin gengur.

    Nú er tíminn til að brjótast undan þessum álögum og heilaþvætti.

  • Glæpir gegn mannkyni

    Posted on May 15th, 2021 Þrándur No comments

    [Erindi mitt byrjar á 33:16]

    Nürnberg 2.0 réttarhöld eru í undirbúningi með hópmálsókn þúsunda lögfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna um allan heim, undir forystu þýska lögfræðingsins Reiner Fuellmich. Þar eru sóttir til saka þeir sem bera ábyrgð á Covid-19 hneykslinu sem Davos ráðstefnan stjórnaði.

    Rétt er að rifja upp að Reiner Fuellmich er lögfræðingurinn sem tókst að fá Volkswagen dæmt fyrir svindl í mengunarmælingum, auk þess sem honum tókst að fá Deutsche Bank dæmdan glæpsamlegan.

    Svik þessara þýsku fyrirtækja eru smávægileg miðað við það tjón sem Covid-19 kreppan hefur valdið og heldur áfram að valda.

    Covid-19 kreppuna ætti að endurnefna „Covid-19 hneykslið“ og allir þeir sem eru ábyrgir ættu að vera sóttir til saka vegna skaðlegra aðgerða og falsaðra PCR prófana.

    Á næstunni mun því alþjóðlegur hópur lögfræðinga leggja fram stærsta skaðabótamál allra tíma, Covid-19 svikahneykslið – sem er stærsti glæpur gegn mannkyni sem framinn hefur verið.

    Rannsóknarnefnd Covid-19 var sett á laggirnar í júlí 2020 að frumkvæði hóps þýskra lögfræðinga með það að markmiði að höfða alþjóðlega hópmálsókn eftir engilsaxneskum lögum.

    Hér er það sem Reiner Fuellmich hafði að segja um niðurstöður rannsóknarinnar og spurninganna sem svara ætti í væntanlegum réttarhöldum gegn WHO og leiðtogum heims fyrir glæpi gegn mannkyninu:

    „Yfirheyrslur um 100 alþjóðlega þekktra vísindamanna, lækna, hagfræðinga og lögfræðinga, sem rannsóknarnefnd Berlínar hefur staðið fyrir vegna Covid-19 málsins frá 10. júlí 2020, hafa í millitíðinni sýnt með nærri fullri vissu að Covid- 19 hneykslið snerist aldrei nokkurn tíma um heilsu.

    Þess í stað snerist það um að treysta ólögmætt vald spilltrar „Davos-klíku“ með því að færa auð almennings til meðlima Davos-klíkunnar og leggja meðal annars lítil og meðalstór fyrirtæki í rúst.

    Stórfyrirtæki eins og Amazon, Google, Uber o.fl. gætu þannig aukið markaðshlutdeild sína og auð.

    Þrjár stærstu spurningarnar sem svara þarf fyrir dómstólum vegna Corona hneykslisins eru:

    1) Er til kórónafaraldur eða er aðeins PCR-prófa ??faraldur? 

    Nánar tiltekið þýðir jákvæð niðurstaða úr PCR prófi að sá sem prófaður var sé smitaður af Covid-19, eða þýðir það nákvæmlega ekki neitt?

    2) Þjóna aðgerðir stjórnvalda gegn pestinni, svo sem lokanir, grímuskylda, fjarlægðarmörk og sóttkvíar, tilgangi um að vernda íbúa heims?

    Eða þjóna þessar aðgerðir eingöngu þeim tilgangi að fá fólk til að óttast og örvænta svo að það trúi, án vafa, að líf þeirra sé í hættu – þannig að lokum geti lyfja- og tækniiðnaður skilað miklum hagnaði með sölu PCR prófa og bóluefna ásamt söfnun erfðaupplýsinga okkar?

    3) Er það svo að þýsk stjórnvöld voru, frekar en nokkurt annað land, beitt þrýstingi af helstu leikurum þessa svokallaða kórónafaraldurs 

    (Drosten, veirufræðingur við Charité sjúkrahúsið í Berlín; Wieler, dýralæknir og yfirmaður RKI; og Tedros, yfirmaður WHO) vegna þess að Þýskaland er þekkt sem sérstaklega agað land og átti því að verða fyrirmynd fyrir umheiminn fyrir sína ströngu og auðvitað árangursríku beitingu sóttvarnaaðgerða?

    Svör við þessum þremur spurningum eru brýn vegna þess að hin nýja og stórhættulega kórónaveira hefur ekki valdið neinum umframdauða neins staðar í heiminum og örugglega ekki hér á Íslandi.

    En sóttvarnaaðgerðirnar, sem eru eingöngu byggðar á niðurstöðum PCR-prófana, hafa á þessum tíma orsakað mannfall og eyðilagt efnahagslegan grunn óteljandi fyrirtækja og einstaklinga um allan heim. 

    Þetta voru niðurstöður nefndarinnar:

    Kóróna faraldurinn verður að endurnefna Kóróna hneykslið

    Þetta er:

    • Stærsta skaðabótamál sögunnar
    • Stærsti glæpur gegn mannkyni sem framinn hefur verið

    Þeir sem bera ábyrgð verða að vera:

    • Sóttir til saka fyrir glæpi gegn mannkyni
    • Látnir greiða skaðabætur

    Dauðsföll:

    • Það er engin umfram dánartíðni í neinu landi
    • Dánartíðni Corona-vírusins er sambærileg við árstíðabundna flensu
    • 94% dauðsfalla í Bergamo í Ítalíu voru vegna þess að veikt fólk var flutt inn á hjúkrunarheimili þar sem það smitaði gamalt fólk með veikt ónæmiskerfi
    • Læknar og sjúkrahús um allan heim fengu greitt fyrir að setja Covid-19 sem orsök á dánarvottorð
    • Bandarísk ríki hvort sem voru með eða án sóttvarnaaðgerða hafa sambærilegar tölur um sjúkdóma og dánartíðni

    Krufningar sýna:

    • Dánarorsök var næstum öll af völdum annarra alvarlegra orsaka
    • Nánast öll andlát voru mjög gamalt fólk
    • Svíþjóð (engin lokun) og Bretland (ströng lokun) eru með sambærilegar tölur um veikindi og dánartíðni

    Heilsa:

    • Sjúkrahús standa auð og sum verða gjaldþrota
    • Íbúar landa mynda T-frumu ónæmi fyrir fyrri inflúensubylgjum
    • Hjarðónæmi þarf aðeins 15-25% sýkingu og er þegar náð
    • Aðeins þegar einstaklingur hefur einkenni getur sýking smitast

    PCR prófanir:

    • Margir vísindamenn kalla þetta heimsfaraldur PCR-prófa en ekki kórónafaraldur
    • Fullkomlega heilbrigt og ekki smitandi fólk getur samt mælst jákvætt
    • Líkur á fölskum jákvæðum mælingum eru 89-94% eða nærri öruggt
    • Prófessor Drosten þróaði PCR próf sitt úr gömlum SARS vírus án þess að hafa nokkurn tíma séð hinn raunverulega Wuhan vírus frá Kína
    • PCR prófið er ekki byggt á vísindalegum staðreyndum varðandi sýkingar
    • PCR próf eru gagnslaus til að greina smit
    • Jákvætt PCR próf þýðir hvorki að sýking sé til staðar né að raunverulegur vírus hafi fundist
    • Mögnun sýna með fleiri en 35 ítrunum er óáreiðanleg en WHO mælti með 45 ítrunum

    Lögbrotin:

    • Stjórnvöld hafa lokað starfsemi, sett á fjarlægðarmörk, sóttkvíar og grímuskyldu á grundvelli einnar skoðunar
    • Lokanirnar voru settar á þegar vírusinn var þegar á undanhaldi
    • Lokanirnar voru byggðar á sýkingum sem voru ekki til
    • Málsmetandi lögmenn hafa lýst efasemdum um stjórnskipun sóttvarnaaðgerða
    • Fyrrum hæstaréttardómari í Bretlandi, Lord Sumption, komst að þeirri niðurstöðu að enginn raunverulegur grundvöllur væri fyrir örvæntingu og enginn lagagrundvöllur fyrir sóttvarnaaðgerðum
    • RKI í Þýskalandi mælti með að engar krufningar yrðu gerðar 
    • Sóttvarnaaðgerðir hafa ekki nægjanlega stoð í staðreyndum eða lögum, þær standast ekki stjórnarskrá og verður að fella úr gildi strax!
    • Enginn alvöru vísindamaður samþykkir fölsk tölvulíkön Neil Ferguson sem spáði fyrir um milljónir dauðsfalla
    • Meginstraums fjölmiðlar brugðust gersamlega skyldu sinni að upplýsa um raunverulegar staðreyndir svonefnds heimsfaraldurs
    • Lýðræði er í hættu á að vera skipt út fyrir fasískt alræði
    • Drosten (vegna PCR prófanna), Tedros frá WHO og fleiri hafa framið glæpi gegn mannkyninu eins og það er skilgreint í alþjóðlegum hegningarlögum
    • Stjórnmálamenn geta forðast að falla með þessum svikurum og glæpamönnum með því að opna fyrir löngu tímabæra opinbera vísindalega umræðu

    Samsæri:

    • Stjórnmálamenn og meginstraums fjölmiðlar ollu vísvitandi skelfingu hjá almenningi
    • Börn voru markvisst látin telja sig ábyrg „fyrir kvalarfullum dauðdaga foreldra þeirra og ömmu ef þau færu ekki eftir sóttvarnarreglum“
    • Hið óáreiðanlega PCR próf er notað til að skapa ótta en ekki til að greina

    Aðgerðir gegn pestinni hafa:

    • Valdið risavöxnu tjóni á heilsu og efnahag almennings
    • Dregið ótalmarga til bana
    • Lítil og meðalstór fyrirtæki lögð í rúst og gerð gjaldþrota

    Málshöfðun:

    • Hópmálsókn í Bandaríkjunum eða Kanada og hér á landi
    • Skaðabætur þarf að greiða fyrirtækjum og einstaklingum

    Verður þetta stóri dómurinn yfir Bill Gates, Fauci, Þórólfi, Kára og vinum þeirra? Við sjáum hvað gerist en málin hafa verið lögð fyrir og afrekaskrá Reiner Fuellmich bendir sannarlega til þess að þeir eigi ekki möguleika.

  • Markaðssetning dauðans

    Posted on May 8th, 2021 Þrándur No comments

    [Erindi mitt byrjar á 35:50]

    Áróður, ritskoðun og þöggun

    Við lifum á tímum áróðurs, ritskoðunar og þöggunar sem aldrei fyrr. 

    Hér hefur verið rekinn gegndarlaus hræðsluáróður af stjórnvöldum, fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, þar sem eina lausnin hljóti að vera sprautun með erfðabreyttu lífefni.

    Frjáls hugsun er miðstýrð í eina “rétta” átt með því að þagga niður í efasemdaröddum og eyða “óæskilegum” athugasemdum.

    Stóri bróðir (Markús Sykurbergur) og sannleiksráðuneyti hans ætlar nú aldeilis að gæta þess að sannleikurinn sleppi ekki út.

    Þetta væri bara fyndið ef þetta væri ekki svona grafalvarlegt. 

    Ótrúlegt hversu lokað fólk er fyrir að skilja hversu slæmir hlutir eru að gerast. Það er eins og enginn hafi lesið bókmenntir eins og 1984 eftir George Orwell eða Brave New World eftir Aldous Huxley að ekki sé minnst á bíómyndir eins og James Bond eða V for Vendetta. 

    Allur trúnaður og traust er á þessa spilltu stjórnmálamenn og samanþjöppuðu miðla sem virðast stjórnast af olígörkum heimsins og hljóti nú að vilja okkur “nytlausu afætunum” vel.

    Fáir skilja hversu markvisst mannlegt eðli er drepið niður.

    Nýja normið

    • NEW NORMAL
    • NEW WORLD ORDER
    • THE GREAT RESET
    • BUILD BACK BETTER
    • Fjórða Iðnbyltingin

    Allt meira og minna sama áætlunin þar sem við mannfólkið erum gerð að eignalausum þrælum.

    Þetta eru hugtök sem stjórnmálamenn og fréttamiðlar eru þegar farin að nota og hyggjast nota á næstunni til að “bjarga” okkur út úr þessum vandræðum. Vörum okkur á þeim sem tala fyrir þessum leiðum.

    “Mannvinurinn mikli” Bill Gates hefur verið áberandi í allri umræðu og stjórnvöld dansa eftir boðum hans. Gæti verið að þar sé úlfur í sauðargæru? Þarf ekki annað en rifja upp samlíkingu við vondu kallana í James Bond myndunum. Hugmyndirnar og framkvæmdin með slíkum ólíkindum.

    • ID2020 sem eru rafræn bólusetningarskírteini
    • myrkvun sólarinnar
    • áratugur bóluefnanna (með skelfilegum afleiðingum td. á Indlandi og Afríku), 
    • fólksfækkun
    • Nanótækni ásamt 
    • samruna mannsins við vélar og ýmislegt annað sem tilheyrir fjórðu iðnbyltingu Klaus Schwab og félaga í World Economic Forum og Davos klíkunni.

    Þegar fyrir liggur hvað Klaus Schwab hefur skrifað og sagt um málið rennur kalt vatn milli skinns og hörunds: Til dæmis: “Þú munt ekki eiga neitt en vera hamingjusamur”

    Það verður lítil gleði með þessa risaaðgerð sem margir kalla glæp gegn mannkyninu.

    Mannkynið þarf sannarlega ekki á þessum oligörkum að halda!

     

    Sprautun með erfðabreyttu lífefni

    Sprautuherferð stjórnvalda er nú á fullu, en munum að hér er um neyðarleyfi til notkunar á þessu erfðabreytta lífefni og er því um tilraun að ræða. Tilraun þar sem öll þjóðin skal vera undir og raunar allt mannkyn. Langtímaáhrif eru alveg óljós og nú þegar eru amk. 16 manns látnir að völdum efnanna hér á landi.

    Hér er því gengið full rösklega til verks og ætti að stöðva nú þegar.

    En nei – nú skal haldið áfram og allt gert samkvæmt nýjustu markaðssetningartækni og látið líta út fyrir að um skort sé að ræða og allir gerðir ofurspenntir fyrir eitrinu. Slökkt á allri rökhugsun með stanslausum óttaáróðri og heilaþvætti. 

    Það er nú ekkert BARA með að heilaþvo heila þjóð, að ég tali nú ekki um allt mannkyn!

    Ef við beitum smá heilbrigðri efahyggju hlýtur okkur að fara að gruna að eitthvað slæmt búi að baki.Þetta er einhvern veginn svo steikt og svo augljóst þegar þú sérð það og allir ættu að skilja. 

    Vonandi fara fleiri að vakna eins og er að gerast í mörgum löndum í kringum okkur. Fyrir tveimur vikum voru td. nálægt milljón manns í frelsisgöngu í London.

    Þetta er markaðssetning dauðans og nú þarf að fara að leggja þessi mál öll fyrir dómstóla!

  • Nýju Jólasveinarnir

    Posted on December 19th, 2012 Þrándur No comments

    jolasveinar

    Hér eru nokkrar hugmyndir um nöfn á nýju jólasveinana. Eins og staðan er í dag er af nógu að taka 🙂

     

  • Nordic Innovation – fimmta tölublað komið út

    Posted on November 2nd, 2012 Þrándur No comments

    Að þessu sinni er þemað: “THE VALUE OF INNOVATION” eða “GILDI NÝSKÖPUNAR”

    Nordic Innovation er fréttabréf á netinu sem fjallar um frumkvöðlafyrirtæki, nýsköpun og hönnun á Norðurlöndum. Blaðið er á ensku og er ætlað að varpa ljósi á allskonar áhugaverða nýsköpun sem á sér stað innan frumkvöðlafyrirtækja og annarra fyrirtækja í okkar heimshluta.

    Í blaðinu eru nokkrar áhugaverðar greinar:

    • Interviews – The Value of Innovation
    • Startup Geothermal Iceland: Geothermal Incubation
    • Silicon Vikings – Connecting the Nordics and Silicon Valley
    • Reykjavikconcierge – VIP Culture and Design Tour Iceland
    • Kreanord – Venture Capital for Nordic Creative Industries
    • Og fleira…

    Nordic Innovation er gefið út af Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, sem er í samstarfi við mörg lykilfyrirtæki á þessu sviði.

    Það er sérstaklega áhugavert að heyra hvað Brian Singerman frá Founders Fund hefur að segja. Þeir voru þeir fyrstu sem fjárfestu í Facebook og líta fjárfestingar í nýsköpun mjög áhugaverðum augum.

    Heyrum hvað Brian segir:

    We at Founders Fund are also very different in how we trust our founders. We will live and die by how good they are, and never force them out of their positions like other VC firms will.

    Brian Singerman (Founders Fund).

     

    Nordic Innovation – segir okkur áhugaverðar sögur af hönnun, nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

    Skoðaðu nýjasta eintakið hér: www.nordicinnovation.is

  • Utanvegaakstur

    Posted on May 23rd, 2012 Þrándur No comments

    Mikið hefur verið rætt um utanvegaakstur í fjölmiðlum að undanförnu. Því miður er þar oft á tíðum rætt um málin af “yfirgripsmikilli vanþekkingu” eða af einhverjum sérkennilegum hvötum.

    Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar skrifar til dæmis í blogg sitt á DV þessa færslu:
    http://www.dv.is/blogg/gudmundur-hordur/2012/5/22/haettu-malthofi-i-skiptum-fyrir-utanvegaakstur/

    Við skulum nú rýna aðeins í þessa færslu.

    Færslan hefst á þessari málsgrein:

    Fréttastofa Rúv sagði í kvöld frá skemmdum á náttúru Íslands vegna aksturs utan vega á leiðinni upp í Herðubreiðarlindir. Í sama fréttatímasagði Rúv frá því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefðu í dag samþykkt að hætta málþófi um þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá með því skilyrði að frumvarp til laga um náttúruvernd yrði tekið af dagskrá þingsins og vísað aftur í nefnd.

    Það er nú vægast sagt undarlegt að tengja saman þessi óskyldu mál með þessum hætti og maður hlýtur að spyrja sig hvert markmiðið er.

    En skoðum næstu málsgrein:

    Nú vill svo til að markmið þessa frumvarps er einmitt að draga úr skemmdum á náttúru Íslands af völdum utanvegaaksturs með því að skerpa reglur um slíkan akstur, skilgreina betur hvað telst akstur utan vega og eyða óvissu um akstursleiðir sem heimilt er að aka.

    Hér er talað um markmið frumvarpsins og þau sögð draga úr skemmdum á náttúru Íslands. Gott og vel, markmiðið er nokkuð sem allflestir hljóta að vera sammála um. Hvort frumvarpið er í raun betra en núgildandi reglur er ekki augljóst.

    Frumvarpið fjallar meðal annars um slóða um hálendi Íslands. Félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4 hafa gríðarlega þekkingu á þessum leiðum og hafa félagsmenn verið óþreytandi við að safna gögnum um þessa slóða. Ferðaklúbburinn hefur líka unnið mikið að fræðslumálum um góða siði ásamt því að stika leiðir sem geta verið villugjarnar og óljósar.

    Ferðaklúbburinn 4×4 hefur viljað vinna að þessum málum með stjórnvöldum á hverjum tíma. Nú þegar stjórnvöld lýsa því yfir að þau séu hlynnt “samræðustjórnmálum” bregður svo við að samstarf um þessi mál eru í mýflugumynd.

    Höldum áfram…:

    Akstur utan vega virðist vera vaxandi vandamál. Fjöldi frétta af alvarlegum afleiðingum utanvegaaksturs bendir til þess, m.a. nýleg frétt Morgunblaðsins um akstur utan vega á hálendinu norðan Vatnajökuls. Það er því rík þörf á að náttúruverndarlögum verði breytt í þá veru að hægt verði að takast á við þessa ógn við íslenska náttúru.

    Hér fer nú aðeins að vandast málið.

    Er akstur utan vega “vaxandi vandamál”? Er fjöldi frétta einhver mælikvarði sem hægt er að byggja á? Er víst að náttúruverndarlög séu ekki nógu skýr? Er þetta ógn við íslenska náttúru?

    Hvaða rannsóknir styðja þessar fullyrðingar?

    Ef við horfum 30 ár aftur í tímann er ljóst að fjöldi jeppa í eigu landsmanna hefur aukist mikið. Á sama tíma held ég að skilningur jeppamanna á góðri umgengni um landið sé betri en var.

    Umferð um hálendið hefur auk þess aukist margfalt með auknum ferðamannafjölda til Íslands.

    Síðan endar Guðmundur á því að tengja þessi mál enn og aftur við umræðu á þingi:

    Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þurfa því að útskýra hvers vegna þeir lögðu svo ríka áherslu á að koma í veg fyrir að einmitt slíkt frumvarp yrði samþykkt á Alþingi.

    Það eru í gildi lög sem banna utanvegaakstur nema á frosinni jörð og snævi þakinni. Þau eru einföld og ætti að vera auðvelt að fygjast með brotum.

    Vegagerðin lokar ákveðnum leiðum á vorin meðan frost er að fara úr vegum. Ef menn álpast inn á slíkar leiðir er sjálfsagt að sekta fyrir það.

    Aðalmálið er að auka fræðslu til ferðamanna um hálendið og bæta þannig umgengni.

    Hin leiðin væri að loka öllu landinu nema fyrir túristum í vernduðu umhverfi. Það er ekki leið sem mér finnst áhugaverð.

    Að lokum er hér rétt að birta fréttatilkynningu frá Ferðaklúbbnum 4×4 vegna fréttar í Morgunblaðinu:

  • Leikið að nýsköpun: Nordic Innovation

    Posted on December 12th, 2011 Þrándur No comments
    Nordic Innovation er áhugavert tímarit um nýsköpun og sprotafyrirtæki.

    Þemað að þriðja tölublaði “Nordic Innovation” er leikið að nýsköpun.

    “Við fengum þrjá uppfinningamenn til að svara spurningum um hvernig hægt er að leika sér með nýsköpun. Þeir hjálpuðu okkur að kafa dýpra í þessa hugmynd. . Það er ekki spurning um framleiðni heldur árangur, það fjallar um að vera óttalaus og að skapa nýja hluti og það fjallar um að þola mistök. Fyrirtæki og einstaklingar verða að leika sér með nýsköpun eins og börn – forvitin um hvernig heimurinn virkar.”
    -Eyþór Ívar Jónsson
    Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

    Playing with innovation: Nordic Innovation eMag

     

    Að þessu sinni fjallar Nordic Innovation um leikjamarkaðinn og leikjafyrirtæki. Málið er að leikir eru orðinn stór markaður og farinn að nálgast kvikmyndagerð. Einnig er athyglisvert að við gerð nýrrar stjórnarskrár Íslands var notuð tækni sem hefur nýlega verið kynnt af sprotafyrirtækjum. Það sýndi að mögulegt er að búa til stór og metnaðarfull verkefni eins og nýja stjórnarskrá mun auðveldar og ódýrar með snjöllum lausnum.

    Þetta tölublað inniheldur lista af 100 íslenskum sprotum sem var gerður fyrir Frjálsa verslun. Listinn var gefinn út til að koma á framfæri mikilvægi nýsköpunar og verðmæti nýrra fyrirtækja. Það leggur áherslu á hversu mikilvægt er að leika sér að nýsköpun.

    Blaðið er á ensku.

    EFNISYFIRLIT:

    • The A-board – An army of advisors
    • Interview with Facebook’s Jeffrey Wieland
    • Halla Helgadottir on design in business and society
    • Mikkel Draebye – Can you teach innovation?
    • 100 Icelandic startups
    • The online gaming industry – Lets play the game
    • Pitching to investors

    Nordic Innovation – Playing with innovation #3 PDF

    Nordic Innovation – Playing with innovation #3 Flash

    Endilega aðstoðið við að koma þessum hugmyndum sem víðast og látið vita af blaðinu á Twitter og Facebook.

    NordicInnovation.is

     

  • Hrafnhildur í 32 manna úrslit

    Posted on January 13th, 2011 Þrándur No comments

    Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir, listmálari frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, komst í gær í 32 manna úrslit í málverkasamkeppni vefnum Saatchionline.

    Skýjatjald, verk Hrafnhildar Ingu í keppninni á vef Saatchi.

    Samkeppnin fellst í því að notendur vefjarins velja á milli tveggja listmálara sem stillt er upp gegn hvor öðrum. Keppninni lýkur 20. janúar næstkomandi og vinningshafinn hefur möguleika á að sýna verkin sín hjá hinu virta Saatchi galleríi í London.

    Hrafnhildur Inga málar myndir sem lýsa skýjafari, veðurfari og sjólagi. Hún er mikið náttúrubarn og sækir myndefnið oft á sínar heimaslóðir í Fljótshlíðinni þar sem hún horfir eftir endilangri suðurströndinni þar sem skýin hrannast upp og velta sér eftir sjóndeildarhringnum og eru aldrei andartak eins. Oft er sem himinn og jörð renni saman og lokast yfir höfði manns. Þá birtist sólin augnablik, andartaks ljósbrot. Það er meðal annars það sem hún fangar í myndum sínum.

    Verkið sem Hrafnhildur Inga sendi í samkeppnina er nú til sýnis hjá Galleríi Fold við Rauðarárstíg.

    Vefur Hrafnhildar Ingu – hrafnhilduringa.com

    Greiddu atkvæði með myndinni!

  • Hvernig á að gera arkítektúr áhugaverðan?

    Posted on December 5th, 2010 Þrándur No comments

    Bjarke Ingels er danskur arkítekt sem fer áhugaverðar leiðir. Hann notar náttúruna sem fyrirmynd og býr til fjöll úr húsum. “Fjöllin” búa til skjól, safna sólarorku og gefa frábært útsýni – bæði úr húsunum og að þeim.

    Hugmyndaflug í góðu lagi.