Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Vinna bug á lofthræðslu?

    Posted on November 12th, 2010 Þrándur No comments

    En hvað það hlýtur að vera gaman að fara í vinnuna. Hver væri ekki til í að vinna við krefjandi verkefni sem býður upp á gríðarlega gott útsýni og vera bókstaflega yfir aðra hafinn!

    Býð mig samt ekki fram í þetta starf 🙂

    Hér er sem sagt starfsumhverfi fyrir þá sem hafa unnið bug á lofthræðslu. Gaman að sjá að þeir nota nánast ekkert öryggislínur – þær eru bara til að tefja fyrir! Um að gera að horfa á þetta nokkrum sinnum í röð – það gæti sannfært þig um að vera ekki smeykur við smá upplyftingu. Mundu líka að þeir eiga eftir að fara sömu leið niður líka!

    Allavega er ég alveg sáttur við mína þægilegu innivinnu.

  • Chris Martenson með fyrirlestur á Íslandi!

    Posted on September 12th, 2010 Þrándur No comments

    Tími: Þriðjudagur kl. 17:00 – 19:00
    Staður: Einhversstaðar á HÍ svæðinu – nákvæm staðsetning tilkynnt á mánudag
    Umsjón: Hjalmar Gislason

    “Crash course” örfyrirlestrarnir fóru eins og eldur um sinu á netinu í fyrra. Þar tekur hagfræðispekúlantinn Chris Martenson fyrir grundvallaratriði í efnahagskerfi heimsins, hvenig það er uppbyggt og hvers vegna hann telur að við stöndum frammi fyrir stórum breytingum á næstu 20 árum.

    Fyrirlestraröðina og nánari upplýsingar um Chris má finna á: http://www.chrismartenson.com/

    Chris er með sýn á hvernig efnahagur, orka og umhverfi þurfa að skoðast í samhengi. Verður spennandi að heyra hvað hann hefur að segja.

    Chris er staddur hér á landi næstu daga og hefur fallist á að halda fyrirlestur á þriðjudaginn kemur. Staðsetning verður tilkynnt eins fljótt og hægt er.

    Ekki missa af þessu!

    Aðgangur ókeypis 🙂

    Meiri upplýsingar á fésbókinni.

  • Fjarstýrð þyrla

    Posted on August 17th, 2010 Þrándur No comments

    Þetta er eiginlega algerlega ótrúlegt! Hvernig þessi gaur getur sýnt þessar kúnstir á fjarstýrðri þyrlu.

    Kannski best að láta bara myndirnar tala – ekki auðvelt að bæta neinu gáfulegu við þetta…

  • Hvatning – Betri hugmyndir? – Myndband

    Posted on July 9th, 2010 Þrándur No comments

    Áhugaverð nálgun á það hvað það er sem virkar best þegar hvetja þarf t.d. starfsmenn til betri verka.

    Það sem við getum lært:

    • Það er ekki endilega besta leiðin að nota peninga til hvata
    • Skapaðu skýra framtíðarsýn og verðug markmið
    • Gefðu fólki svigrúm til að vinna að eigin hugmyndum
  • Töff mótórhjól og mótórhjólatöffarar

    Posted on May 30th, 2010 Þrándur No comments

    Dennis Hopper, Peter Fonda ásamt Jack Nickolson léku í snilldarræmunni Easy Rider fyrir nokkuð mörgum árum. Ásamt Steppenwolf laginu Born To Be Wild skapaði þetta nýja bylgju frelsis.

    Ég fékk tækifæri til að taka myndir af nokkrum flottum mótórhjólum í gær og læt afraksturinn fylgja hér með:

    Ef þú vilt sjá myndina í fullri stærð (ásamt annari svipaðri) eru þær hér:

    Harley Davidson Wallpaper

    Meira síðar…

  • Aðgerðir gegn göngu utan vega

    Posted on May 28th, 2010 Þrándur No comments

    Dagur Bragason upplýsir á Facebook:

    Umhverfisráðherra er með nýja aðgerðaráætlun vegna utanstígsgöngu sem kemur í kjölfar átaks gegn utanvegaakstri:

    Ávallt á göngustíg
    Aðgerðaáætlun til að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanstígagöngu
    Utanstígagöngur eru náttúruverndarmál. Skemmdir á landinu eyðileggja upplifun okkar af náttúrunni og rýra framtíðarmöguleika á nýtingu landsins t.d. í ferðaþjónustu. Markmiðið er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanstígagöngu, en auðvitað væri æskilegast að utanstígaganga heyrði alfarið sögunni til. Áætlunin er í sex köflum og innan hvers kafla eru markmið ásamt aðgerðum og leiðum að þeim. Lagt verður í mikla vinnu á næstu árum til að sporna gegn göngu utan stíga. Meðal þess sem lagt verður upp með:
    Lagaramminn endurskoðaður
    Göngustígar verði vel merktir
    Ráðist í lagfæringu á skemmdum
    Göngustígar verði rétt skráðir í GPS tækjum og kortagrunnum
    Gönguslóðum utan stígakerfis lokað
    Hert eftirlit, sérstaklega á viðkvæmum svæðum
    Fræðsluátak, m.a. fyrir unga göngumenn og ferðamenn
    Samvinna við ferðaþjónustu og útivistarhópa til að skapa sátt
    1 Skýr lög og reglur um utanstígagöngur
    Markmið
    Að lagalegt umhverfi sé skýrt og skilvirkt. Göngustígar verði skilgreindir og lögfestir jafnt innan miðhálendislínu sem annars staðar. Gerð verði grein fyrir öllum göngustígum í skipulagsáætlunum sveitarfélagana.
    Ástand mála
    Lagaramminn er ekki nægilega skýr. Í málum þar sem ákært hefur verið vegna utanstígagöngur hefur ákæran ekki alltaf leitt til sakfellingar. Refsingar eru of vægar að mati margra og virðast ekki hindra ítrekuð brot. Stöðug nýmyndun gönguslóða á sér stað. Ekki er gerð grein fyrir öllum göngustígum og gönguslóðum í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    1.1 Fara yfir náttúruverndarlög, umferðarlög og vegalög m.a. með hliðsjón af lagaumhverfi nágrannalandanna og skoða einstök atriði og hugtök í lögunum, s.s. hugtakið göngustíg og gönguslóða, fara yfir undanþágur frá banni við göngu utan stíga, s.s. vegna vinnu við landbúnað, vegalagnir. Kanna þarf refsirammann vegna göngu utan stíga með það m.a. í huga að refsingar séu í samræmi við alvarleika brota sem og möguleika á upptöku á útivistarbúnaði vegna slíkra brota.
    1.2 Skilgreina göngustíga innan miðhálendislínunnar í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög og í framhaldinu setja reglugerð þar sem skilgreindir göngustígar innan miðhálendislínu koma fram í viðauka. Í reglugerðinni þarf að koma skýrt fram hvað felst í merkingu göngustíga á kort og að rafrænir kortagrunnar og kortaútgáfa sé í samræmi við þá göngustíga sem koma fram í hinum opinbera göngustígagrunni. Koma þarf á þeirri skyldu að stígar samkvæmt kortagrunninum fari inn í aðalskipulag sveitarfélaganna.
    Betri miðlun upplýsinga um leyfilegar gönguleiðir
    Markmið
    Að kort og rafrænir kortagrunnar sýni löglega göngustíga. Að upplýsingar um gönguleiðir séu aðgengilegar við aðalleiðir inn á hálendið og helstu leiðir séu stikaðar og merktar.
    Ástand mála
    Ferðamenn telja sig ekki alltaf örugga um að vera á löglegum göngustíg vegna skorts á merkingum og ónákvæmum kortum. Ábendingar um kort og kortagrunna sem innihalda villandi upplýsingar um göngustíga og gönguslóða berast reglulega til ráðuneytisins. Aðeins lítill hluti göngustíga og gönguslóða á hálendinu eru stikaðir. Villuslóðar myndast m.a. vegna þess að göngumenn fylgja fótsporum sem fyrir eru í landinu.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    2.1 Miðla upplýsingum um göngustígagrunn á heimasíður helstu stofnana og upplýsingaveita. Gera göngustígagrunn aðgengilegan kortaútgefendum og rafrænum kortagrunnshöfum. Auglýsa betur þau svæði sem ætluð eru fyrir hlaup og reiðhjól. Auglýsa betur þau svæði sem ætluð eru fyrir hjólreiðar.
    2.2 Merkja og stika helstu göngustíga á hálendinu þar sem ástæða er talin til. Auknar merkingar og viðhald leyfilegra göngustíga á hálendinu og bætt auðkenning þeirra firrir göngumenn ekki ábyrgðar á að fara eftir löglegum leiðum. Loka gönguslóðum utan löggilts göngustígakerfis. Sérstakt átak í stikun göngustíga og uppsetningu skilta er áætlað 2010-2013.
    Aukin vitund um utanstígagöngur og náttúruvernd
    Markmið
    Fækka tilvikum þar sem utanstígagöngur eiga sér stað innan og utan hálendisins vegna virðingarleysis eða vanþekkingar. Stöðva nýmyndun gönguslóða. Auka umhverfisvitund og virðingu almennings og göngumanna fyrir lögum um utanstígagöngur.
    Ástand mála
    Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun og lögreglan fá fjölda tilkynninga og upplýsinga um tilvik um göngur utan vega á hverju ári. Landskemmdir eru viðvarandi vandamál vegna stöðugrar nýmyndunar gönguslóða. Stundum virðist vera um vanþekkingu að ræða, en erlendir ferðamenn virðast sumir t.d. hafa þá mynd að á Íslandi sé leyfilegt að ganga hvar sem er. Í öðrum tilvikum virðist um ónóga virðingu fyrir náttúrunni að ræða.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    3.1 Auka fræðslu og upplýsingagjöf á sem flestum sviðum. Beina fræðslu til sem flestra hópa. Fræðslan getur verið í formi bæklinga, skilta, mynda, fyrirlestra, kennsluefnis og á heimasíðum fyrirtækja og stofnana og beina henni á sem flesta staði s.s. ferðamanna við komuna til landsins s.s. um borð í Norrænu og flugstöð, innflutnings- og söluaðila göngu-og útivistarbúnaðar, ferðaþjónustufyrirtækja, félaga útivistamanna ofl.
    3
    3.2 Vinna fræðsluefni fyrir markhópa svo sem erlenda ferðamenn, ungra göngumanna, grunn- og framhaldsskólanema, félög fjallgöngu- og hjólamanna, veiðimenn ofl.
    3.3 Auka samstarf við fjölmiðla um málaflokkinn.
    3.4 Fræða og auka samstarf við Ferðamálastofu og aðila í ferðaþjónustu.
    3.5 Halda áfram starfi Umhverfisráðuneytisins með samráðshópi um fræðslu gegn göngu utan stíga t.d. með fundum og tryggja að samráðshópurinn sé vel upplýstur.
    3.6 Nýta betur afl háskólasamfélagsins til í þágu málefnisins s.s. rannsóknir, málþing og fyrirlestra.
    Eftirlit með utanstígagöngu og mat á umfangi vandans
    Markmið
    Að eftirlit með lögum og reglum sé skilvirkt og tekið verði á brotum vegna utanstígagöngu og þeim sem brjóta lög í samræmi við umhverfisskaða. Auka þekkingu yfirvalda á umfangi vandans.
    Ástand mála
    Eftirlit með lögum um utanstígagöngur getur verið erfitt þar sem brotin eiga sér stundum stað fjarri mannabyggðum. Slíkt á þó ekki alltaf við þar sem stór hluti kvartana vegna landskemmda er vegna göngu í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir sem ganga utan stíga eru oft farnir af vettvangi þegar brotin uppgötvast. Ekki er til nákvæmt yfirlit yfir umfang og útbreiðslu vandans og því er erfitt að meta nákvæmlega árangur af aðgerðum yfirvalda s.s. fræðslu og laga- og reglugerðarsetningu og því þarf að efla skráningu.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    4.1 Auka þarf eftirlit lögreglunnar með lögum og reglum; beina tilmælum til lögreglu um aukið eftirlit. Efla þarf skráningu tilvika. Hvetja til aukins eftirlits og samstarfs við Slysavarnafélagið Landsbjörg, Hálendisgæsluna, Landhelgisgæsluna og lögreglu.
    4.2 Auka fræðslu fyrir eftirlitsaðila s.s. lögreglu og landverði. Samræma þarf viðbrögð landvarða og lögreglu við brotum.
    4.3 Auka eftirlit og aðgerðir til að sporna við göngu utan stíga innan friðlýstra svæða.
    4.4 Efla skráningu á umfangi og tíðni tilvika. Verklag við eftirlit og skráningu þarf að vera skýrt. Þjóðgarðsverðir, landverðir, Landsbjörg og aðrir eftirlitsaðilar skrái nákvæmlega umfang og tíðni brota. Umhverfisstofnun skili árlegri samantekt um ástand mála.
    4.5 Upplýsa dómsmálaráðuneyti og lögregluembættum landsins um verkefnið og efla samstarf við þessa aðila.
    4.6 Meta hvort breytinga sé þörf innan friðlýstra svæða t.d. bann við umferð á ákveðnum svæðum.
    Sátt um nýtingu landsvæða
    Markmið
    Að allir útivistarhópar geti stundað útivist án þess að til árekstra komi við aðra hópa.
    Ástand mála
    Útivistarhópar kvarta undan ágangi annarra útivistarhópa. Göngufólk telur sig verða fyrir ónæði af völdum hjólreiðamanna, hestamenn telja að hesta- og hlaupandi eða hjólandi umferð fari illa saman. Hlauparar telja að of mikið sé einblínt á vandamál sem tengjast hlaupum og litið sé framhjá landskemmdum af völdum göngufólks og hestamanna, skíðafólk telur sig verða fyrir óþægindum vegna göngumanna á opinberum skíðasvæðum. Samtök ferðaþjónustuaðila telja nauðsynlegt að vinna að skipulagningu svæða til að koma í veg fyrir ágreining og árekstra milli mismunandi hópa.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    5.1 Auka samstarf við sveitarfélög og hagsmunaaðila um skipulagningu útivistarsvæða með það að markmiði að lágmarka hagsmunaárekstra.
    .
    5.2 Bæta aðstöðu hjólafólks til ferðalaga og hjólaíþrótta og greina þarfir þeirra til að stunda sína útivist. Umhverfisstofnun og Landgræðsla veiti sveitarstjórnum ráðgjöf um ákjósanleg svæði fyrir hjólaíþróttir. Umhverfisráðuneyti tekur málið upp við sveitarfélög (Samband íslenskra sveitarfélaga) og samgönguráðuneytið.
    5.3 Meta hvort hægt sé að nota lausnir og niðurstöður frá starfshópi um utanstígagöngur á Reykjanesi þegar þær liggja fyrir og yfirfæra á önnur sambærileg svæði.
    5.4 Kanna hvernig reglugerð um búnað útivistarfólks m.t.t. hávaða sé framfylgt, kanna möguleika á takmörkun hávaðamengunar frá útivistarfólki almennt og svæðisbundið.
    Lagfæringar vegna landskemmda
    Markmið
    Skilgreina og lagfæra þau svæði sem verst eru farin af völdum utanstígagöngu.
    Ástand mála
    Landskemmdir af völdum utanstígagöngu má sjá víða á landinu. Töluvert er um skemmdir í nágrenni höfuðborgarinnar s.s. á Reykjanesskaganum og á Hengilsvæðinu. Að Fjallabaki, Snæfellsnesi, Héraðssandi og víðar eru svæði þar sem slæm för eftir utanstígagöngur sjást og þarfnast lagfæringar. Landskemmdir á hálendinu og í nágrenni höfuðborgarinnar eru áhyggjuefni umhverfisyfirvalda. Ferðaþjónustuaðilar telja einnig að landskemmdir og illa farin svæði eyðileggi upplifun ferðamanna og skerði möguleika ferðaþjónustunnar bæði nú en einnig í náinni framtíð þar sem búist er við aukningu í ferðaþjónustu á næstu árum.
    Aðgerðir og leiðir að markmiðum
    6.1 Meta umfang skemmda innan ákveðinna svæða og gera tillögur um úrbætur.
    5
    6.2 Gera átak í lagfæringum landskemmda 2010-2013.
    6.3 Þróa aðferðir við lagfæringu skemmda vegna göngu utan stíga.
    Þverfaglegt verkefni unnið í samstarfi margra ráðuneyta og stofnana
    Aðgerðaráætlunin sem hér er sett fram er ætlað að samnýta krafta og tengja saman stofnanir og ráðuneyti sem tengjast á einn eða annan hátt aðgerðum gegn utanstígagöngu. Utanstígaganga veldur skemmdum og eyðileggingu á landinu og eyðileggur upplifun okkar af náttúrunni og getur um leið rýrt framtíðarmöguleika okkar á nýtingu landsins t.d. ferðaþjónustunnar.
    Utanstígagöngur eru náttúruverndarmál sem tengist skipulags- og útivistarmálum, löggæslu og eftirliti með lögum og reglum, vitund og virðingu fólks um náttúruna og umhverfið og má því segja að málefnið sé þverfaglegt. Vandamálið er margþætt og snertir fleiri en eitt ráðuneyti og margar stofnanir. Þessi áætlun er setta fram til þess að stofnanir geti samræmt sínar áherslur og að tryggt sé að allir séu að vinna að sama markmiði. Verkefnið er samvinnuverkefni og áætlunin er unnin í samráði við helstu stofnanir ráðuneytisins. Markmiðið með þessari vinnu er að draga úr náttúruspjöllum af völdum utanstígagöngu eins og hægt er, en auðvitað væri æskilegast að utanstígaganga heyrði alfarið sögunni til. Áætluninni er ætlað að koma til framkvæmda á þremur árum og er hún í sex köflum.
    Það er nauðsynlegt að skýrar reglur og lög gildi um málið en einnig þarf að vera gott eftirlit með því að gildandi lögum og reglum sé framfylgt til þess að ná settum markmiðum. Ferðamönnum sem fara um landið þarf að vera ljóst hvar leyfilegt er að ganga og hvar það er óheimilt. Því er gert ráð fyrir að sérstakt átak verði gert í merkingum gönguslóða og að ólöglegum gönguslóðum verði lokað. Utanstígagöngur bera vott um virðingarleysi fyrir náttúrunni og því þarf að vinna að því að auka umhverfisvitund þeirra sem ferðast um landið. Þeir sem stunda útivist er ekki einsleitur hópur fólks heldur hafa einstakir hópar sem stunda útivist oft á tíðum ólíka sýn á málefnið og ólíkar þarfir. Það er ætlun umhverfisyfirvalda að setja skýrar reglur og stuðla að sátt milli ólíkra hópa útivistarfólks. Áætlunin er í sex köflum og innan einstakra kafla eru sett fram markmið jafnframt því að settar eru fram leiðir og aðgerðir sem eiga að koma til framkvæmda á tímabilinu til þess að hægt sé að uppfylla sett markmið.
    Áætlunin nær yfir allt landið en í sumum málum ná einstakir framkvæmdarliðir yfir afmörkuð svæði svo sem eins skilgreiningu á göngustígum innan miðhálendislínunnar.
    Varðandi vinnu við skilgreiningu á göngustígum innan miðhálendislínunnar þá setti umhverfisráðuneytið á fót starfshóp með fulltrúum Samgönguyfirvalda (Vegagerðarinnar), Umhverfisstofnunar og Landmælinga Íslands sem starfar með sveitarfélögunum að skilgreiningu göngustíga og hefur það samstarf gengið afar vel. Fulltrúar frá Samtökum útivistarfélaga, SAMÚT hafa einnig setið fundi með starfshópnum og sveitarfélögunum. Á þeim fundum hafa tekið þátt m.a. fulltrúar sveitarstjórna, starfsmenn skipulags- og bygginganefnda, umhverfisnefnda og fjallskilanefnda sveitarfélaganna.
    Varðandi fræðslu – og samráð hefur umhverfisráðuneytið skipað samráðshóp um fræðslu gegn göngu utan stíga, sem hefur starfað frá byrjun árs 2009. Flestar stofnanir og hagsmunaaðilar sem tengjast málefninu göngur utan stíga á Íslandi eiga sæti í þessum hópi. Í hópnum hefur farið fram hugmyndastarf, sem meðal annars hefur nýst við gerð þessarar áætlunar, sem og alhliða fræðslustarf sem hefur beinst að ferðamönnum og göngufólki. Sú stefnumótun sem felst í aðgerðaráætluninni mun gefa samráðshópnum áþreifanlegri grunn og umboð fyrir áframhaldandi fræðslustarfi.

  • Nýtt Leiðakerfi Strætó?

    Posted on May 26th, 2010 Þrándur No comments

    Ég tók strætó um daginn frá Breiðholti niður í Kringluna.

    Ferðin tók 40 mínútur!

    Ef ég hefði labbað alla leið hefði það tekið svipaðan tíma og ef ég hefði hjólað hefði það tekið 15-20 mínútur.

    Skýringin hlýtur að liggja í skipulaginu – sjálfu leiðakerfinu. Hugsunin í kerfinu virðist ekkert hafa breyst þrátt fyrir að borgin hafi þanist út með ógnar hraða. Ef við viljum að fólk noti strætó frekar en bílinn þarf einfaldlega að hugsa leiðakerfið upp á nýtt.

    Ég hef því sett upp grunnhugmynd að nýju stofnleiðakerfi þar sem notast er við beinar og greiðfærar leiðir sem liggja frá úthverfum og inn í miðborgina. Kerfið er sett upp þannig að flestir eiga að geta labbað á innan við 10 mínútum að næstu stöð.

    Strætóleiðir

    Svona gætu leiðirnar verið:

    • Rauð lína – Hafnarfjöður – Reykjavík
    • Græn lína – Álftanes – Seltjarnarnes
    • Gul lína – Hringur (vinstri og hægri) – Breiðholt – Rauðavatn – Árbær – Miðbær
    • Fjólublá lína – Grafarvogur – Skerjafjörður
    • Ljósblá lína – Úlfarsfell – Laugavegur

    Auðvitað þarf síðan að auki að vera með hverfastrætó fyrir þá sem eiga erfitt með gang eða til að komast um innan hverfis t.d. fyrir tómstundir barna o.s.frv.

    Fróðlegt að heyra skoðanir á þessari hugmynd…

  • Áhugaverð tækniráðstefna

    Posted on January 12th, 2010 Þrándur No comments

    Microsoft á Íslandi halda nú annað árið í röð tækniráðstefnu sem óhætt er að mæla með. Hér eru komnir nokkrir af áhugaverðustu fyrirlestrum frá TechEd og Convergence.

    Hægt er að velja úr meira en 100 fyrirlestrum um Microsoft tækni og hugmyndafræði. Boðið er upp á sérstakar línur fyrir stjórnendur, tæknimenn og hugbúnaðarfólk og í raun setja saman sína dagskrá.

    Aldrei að vita nema þú nælir þér í eina góða hugmynd (eða jafnvel fleiri). Ég mætti á ráðstefnuna í fyrra og var mjög sáttur við alla umgjörð og efnið var vel fram sett.

    Ekki verra að ráðstefnan er ókeypis – sem hentar óneitanlega frábærlega á þessum síðustu og verstu…

    www.microsoft.is/best_of_2010

  • Lífið og dauðinn?

    Posted on October 28th, 2009 Þrándur No comments

    Gaman að sjá hvað við eigum frábæra fyrirlesara.

    Jónas Björgvin Antonsson er framkvæmdastjóri Gogogic símatölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins góðkunna. Hér leiðir hann okkur í sannleikann um lífið og dauðann og hvað það er mikilvægt að framkvæma draumana sína NÚNA en bíða ekki eftir því að komast á eftirlaun.

    Verst að ég missti af þessum TEDx viðburði í þetta skipti…

  • Microsoft Windows frá upphafi…

    Posted on October 21st, 2009 Þrándur No comments


    Er ekki rétt að rifja aðeins upp sögu þessa vinsæla stýrikerfis sem nú er að koma út með nýja útgáfu?

    Þetta vekur óneitanlega blendnar tilfinningar – smá nostalgíu jafnvel 🙂

    Sumar útgáfurnar af Windows stýrikerfinu voru gríðarmikil framfaraskref og aðrar hreint hræðilegar (t.d. BOB) og “bláskjár dauðans” kom óþarflega oft upp.

    Nýjasta útgáfan er Microsoft Windows 7

    Microsoft menn eru stoltir af Windows 7 og treysta því að það sé það besta frá upphafi. Þeir eru víst búnir að læra af Windows Vista sem náði eiginlega aldrei neinni útbreiðslu.