-
Grunngildin?
Posted on July 9th, 2009 No commentsÍ gærkvöldi fór ég á kynningu á aðferðafræði sem nefnd er „Spiral Dynamics“ sem er notuð til að greina hugarfar og grunngildi í samfélögum. Kynningin var á vegum Hugmyndaráðuneytisins og voru þeir Bjarni Snæbjörn Jónsson og Lárus Ýmir Óskarsson sem töluðu.
Það var fróðlegt að hlusta á hvernig mannlegar áherslur endurspeglast í þjóðfélaginu og hvernig ójafnvægi í áherslum getur verið varasamt. Einnig hvernig grunngildin skapa möguleika á að þróast og glíma við sérstakar aðstæður – eins og nú eru uppi.
Með því að skilja þessa þróun eru möguleikar á að lausnir finnist til betra lífs sem reyndar kallar aftur á ný vandamál og nýjar lausnir. Þá var vitnað í Einstein sem sagði: “Við leysum ekki vandamálin með sama hugarfari og skapaði þau.”
Rannsóknir sem þeir gerðu sýndu að þjóðfélagið á Íslandi er vanþroska á reglugerðarsviðinu. Það rímar ágætlega við það sem við sáum við bankahrunið. Líka fróðlegt að sjá mælingar fyrir og eftir hrunið.
Aðferðafræðin notar liti til að tákna mismunandi þroskastig:
- Beis – Grunnþarfir og barátta
- Fjólublár – Ættarveldið
- Rauður – Sjálfshjálp
- Blátt – Reglur og hlýðni
- Appelsínugult – Markaðshugsun og eiginn gróði
- Grænt – Félagshugsun og samvinna
Þróunin sveiflast síðan milli “ég” og “við” og lítill skilningur milli stiga. Þjóðfélög eru stödd mislangt á vegi í hverjum þætti og þarf að stíga á hærra svið til að skilja og leggja til leiðir sem eru skynsamlegar.
Á því sviði koma tvö önnur þroskastig:
- Gult – Sjálfshjálp með skilningi á heildarhagsmunum
- Sægrænn – Heildarsýn
Staða íslenskra stjórnmála er fróðleg í þessu ljósi. Það sem við þurfum er samfélag sem byggir á markaðshugsun og samfélagshugsun. Flokkakerfið eins og það er nú var byggt upp á síðustu öld með allt aðrar áherslur. Annaðhvort breytast þeir eða við þurfum nýja…
-
Ekki Flokka Sorpið!
Posted on July 9th, 2009 No commentsÞað er ótrúlegt hversu jákvætt fólk getur verið að auka við vinnuframlag sitt fyrir ríkið. Við sjáum þetta til dæmis skýrt varðandi flokkun á rusli. Okkur er talin trú um að flokkun sé afskaplega umhverfisvæn, spari þjóðfélaginu ómældar upphæðir og sé atvinnuskapandi.
Ef betur er að gáð orkar þetta nú mikið tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Ef það kostar meira að farga rusli með flokkun á einfaldlega að hætta því!
Hér þurfa að liggja fyrir nákvæmar tölur um hagkvæmni.
Við vitum að álumbúðir eins og áldósir er hagkvæmt að safna saman og selja til endurbræðslu. Við sem neytendur fáum líka borgað fyrir að skila slíkum umbúðum inn.
Ef við tökum aftur á móti t.d. sérflokkun mjólkurumbúða lítur dæmið allt öðru vísi út. Við þurfum að skola umbúðirnar úr vatni, við þurfum að hafa sérstakar söfnunarumbúðir sem taka pláss. Við þurfum síðan að aka með umbúðirnar (nota bensín) á næstu mótttökustöð (sem þarf líka sitt pláss og gám. Gáminn þarf síðan að flytja eitthvert til að hægt sé að endurvinna umbúðirnar (sem reyndar er örugglega ekki nokkur leið þar sem þær eru blanda af pappír og plasti).
Það þarf allavega að sannfæra mig með sterkum rökum að svona þegnskylduvinna þjóni raunverulega einhverjum tilgangi (öðrum en að halda fólki uppteknu).
-
Michael Jackson – Top 10 lögin – In Memoriam
Posted on June 27th, 2009 No commentsÞegar goðsagnir deyja verður oft fátt um orð. Vil því bara minna á hvað Michael Jackson hefur gefið okkur.
I Want You Back – Jackson 5
ABC – Jackson 5
I’ll Be There – Jackson 5
Wanna Be Startin’ Somethin’
Billie Jean
Beat It
Thriller
We Are The World
Man In The Mirror
Scream
Takk fyrir okkur 🙂
-
Dansandi hugmynd?
Posted on June 11th, 2009 No commentsHvernig fer frumkvöðull að því að fá aðra til að fylkja sér á bak við hugmynd?
Jú – hann byrjar “hreyfingu”…
Í þessu myndbandi er frumkvöðullinn í fyrstu einn og einmana að dansa trylltan dans. Fljótlega bætist einn í viðbót við. Þegar sá þriðji kemur í hópinn verður SPRENGING – allir hópast að og taka þátt.
Þessir þrír fyrstu gegna mikilvægasta hlutverkinu. Fyrsti með því að sýna þolinmæði og halda áfram þó það geti verið vandræðalegt. Annar með því að sýna samstöðu. Sá þriðji gegnir greinilega því hlutverki að koma örðum til að sjá þetta sem hópathöfn sem gaman er að taka þátt í.
Myndbandið sýnir líka hvernig vírusar virka smitandi (ekki þessir líffræðilegu – heldur félagslegu).
Lærdómur: Haltu áfram að dansa!
-
Venjulegt fólk sem leiðtogar?
Posted on May 17th, 2009 No commentsSeth Godin upp á sitt besta. Seth sýnir hvernig vefurinn er að breyta markaðssetningu frá massa markaðssetningu yfir í meiri áherslu á mannlega þáttinn. Fólk kemur saman og býr til hópa í kring um ákveðnar hugmyndir og gildi og er leitt áfram af leiðtoga. Þessar nýju félagseiningar eru sem bergmál fortíðar sem við þekkjum sem ættbálka.
Seth hvetur okkur til að fá hugmynd sem er þess virði og koma af stað hreyfingu. Þú getur leitt hreyfingu og fengið venjulegt fólk til að fylga henni og í sameiningu getið þið stuðlað að miklum breytingum.
-
Íslensk teiknimynd tilnefnd í SIGGRAPH
Posted on May 14th, 2009 No commentsÞessi skemmtilega teiknimynd er tilefnd í SIGGRAPH í Ágúst.
Myndin er gerð af Sveinbirni J. Tryggvasyni sem er nemandi við Vancouver Film School. Námið er kallað VFS 3D Animation & Visual Effects.
Sveinbjörn notar Maya og Renderman…
Tónlistin er eftir Einar Sverri bróður Sveinbjarnar.
Lestu meira um Sveinbjörn og myndina.
Til hamingju frændur 🙂
-
Óbeislað afl…
Posted on May 14th, 2009 No commentsSamfélagið – Frumkvæði er ein af nýjustu afurðum Hugmyndaráðuneytisins. Það er sérstaklega jákvætt og gott starf sem þar er unnið. Ný fersk hugsun og vettvangur fyrir jákvæða orku og samstarf þar sem veikleikum er breytt í styrkleika.
Mæli með að þú kynnir þér málið og besta að taka þátt:
Tækifærið með hið óbeislaða vinnuafl þjóðar
Hugmyndaráðuneytið hefur verið að vinna undanfarinn mánuð að verkefni sem kemur að úrlausn mála fyrir allt það hæfileikaríka fólk sem hefur tíma á lausu í sumar og á komandi misseri.
Verkefnið hefur fengið heitið Frumkvæði og verður kynnt með prompi og pragt í húsnæði Hugmyndaráðuneytisins í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2 kl. 10.00 á mánudaginn. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra mun þá kynna verkefnið og opna fyrir undirbúningsvefinn.
Hugmyndin á bak við verkefnið er að bjóða upp á öflugt umhverfi til að samræma og bjóða öllu því óbeislaða vinnuafli landsins uppá tækifæri til sköpunar og athafna. Verkefnið mun hefjast í sumar þegar Samfélagið Frumkvæði mun opna á vefnum.
-
Jóhanna – Is it true?
Posted on May 13th, 2009 No commentsTil hamingju með flott lag og að komast áfram!
Allir sem horfðu á forkeppnina í gær hér á heimilinu voru sammála um að lagið og flutningurinn hefði borið af. Langbest 🙂
Nú er bara að sjá hvort lagið kemst ekki lengra…
-
Tilgangsleysi allra hluta…
Posted on May 6th, 2009 No comments…eða “Story of Stuff”
Saga “hluta” rakin frá auðlindum, framleiðslu, sölu, notkun og þar til þeir verða að úrgangi. Skýrir á myndrænan hátt hvernig allir þessir hlutir í kringum okkur hafa áhrif á samfélagið bæði nær og fjær og hvernig þetta er meira og minna hulið fyrir hinn venjulega neytanda.
Story of Stuff er rúmar 20 mínútur þar sem hratt er farið yfir en samt skyggnst undir yfirborð framleiðslu og neyslumynsturs. Hér er sýnt fram á tengsl við umhverfisáhrif og þjóðfélagsleg áhrif. Gæti jafnvel kennt þér eitthvað eða komið til að brosa og hver veit nema þú lítir málin öðrum augum eftir en áður…
Gaman að sjá hvernig stóru fyrirtækin hafa stjórnmálamennina í vasanum – greinilega til í útlöndum líka 🙂
Hvað finnst þér?