-
Leiðum lokað
Posted on December 6th, 2012 No commentsEins og þeir vita sem ferðast um hálendið er þar víða fagurt um að litast. Miklar auðnir, fjöll og landslag sem fátt jafnast á við. Á nokkrum svæðum eru gönguskórnir einu hjálpartækin sem hægt er að nota til að komast um. Á öðrum svæðum er jeppinn mun hentugra tæki.
Stofnun þjóðgarðs við Vatnajökul hefur verið hið besta mál að flestra mati. Eitt af markmiðum með stofnun garðsins var að opna aðgengi almennings að þessu mikilfenglega svæði.
Þó eru þar tvær leiðir sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið ákveðið að loka fyrir bílaumferð.
Þetta eru leiðirnar: Vikrafellsleið, sem liggur norðan við Dyngjufjöll og Öskju og Vonarskarð sem er forn þjóðleið við norðvesturhorn Vatnajökuls.
Í þessu myndbandi er flogið yfir þessar tvær leiðir og má þá glöggt sjá hvernig landið lítur út og hversu lítil áhrif margra áratuga umferð jeppa um þessar leiðir hefur haft.
Því miður virðist sem svo að hafi leiðum verið lokað á annað borð sé erfitt að fá þær opnaðar aftur.
Vikrafellsleið liggur um hraun og hverfur nánast alveg eftir hvern vetur. Þar eru engar hættur á gróðurskemmdum eða öðrum skemmdum – á sama tíma er svæðið nánast útilokað til göngu þar sem þar er ekki vatnsdropa að fá svo tugum kílómetra skiptir!
Vissulega er viðkvæmt land í Snapadal við hlið leiðarinnar um Vonarskarð. Þar gæti verið ástæða til að banna umferð bíla og jafnvel líka gangandi fólks. En jafnframt ætti að vera auðvelt að færa slóðina lengra frá dalnum án þess að það komi að sök. Með lokun leiðarinnar fyrir jeppum þurfa göngumenn sem vilja ganga hana að láta trússbílinni keyra 100 km. leið!
Ég mæli með að þú horfir á þetta myndband og metir hvort ekki sé full ástæða til að opna þessar leiðir.
Þó ekki væri til annars er að njóta þessa landslags með einu aðferðinni sem hægt er.
Leave a reply