Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Alheimsstríð lánardrottna

    Posted on April 2nd, 2009 Þrándur No comments

    Dr. Michael Hudson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið.  Þar bendir hann á að nú er í gangi alvarlegt efnahagslegt “stríð” þar sem lánardrottnar eru að soga allar eignir til sín með gríðarháum vöxtum. 

    Með því að heimta okurvexti af skuldsettum fyrirtækjum, heimilum og ríkjum eru þessir aðilar settir í skuldafjötra.

    Hann segir t.d. blákalt:

    Bandaríkin eru skuldugasta þjóð heims og mun aldrei greiða erlendar skuldir sínar.”

    Það sérstaklega íhugunarvert að lesa hvernig hann líkir ástandinu við stríð. Fjárhagslegi hernaðurinn er bara ekki eins sýnilegur. Afleiðingarnar geta hins vegar orðið afar alvarlegar:

    • Styttri meðalaldur
    • Færri fæðingar
    • Vinnuafl flýr úr  landi
    • Hækkuð sjálfsmorðstíðni
    • Sjúkdómar og fleira

    Verst er að þeir sem fara úr landi eru oft fólk á verðmætasta aldrinum 25-40 ára.

    Eftir stendur spurningin til íslenskra stjórnmálamanna (og kollega þeirra í öðrum löndum):

    Munu stjórnvöld standa vörð um hag íslenskra heimila eða hneppa þjóðina í skuldafangelsi?

     

    One response to “Alheimsstríð lánardrottna”

    1. Þú mátt nú ekki henda öllu í sama pottinn og hræra í. Vandamálið verður til vegna ofgnótts fjármagns og lágra vaxta. Vandamálið verður einfalfaldlega til vegna þess að Japanir og seinna Kínverjar hafa verið tilbúnir að fjármagna allan halla í usa núna í langan tíma. Þá má benda á að stýrivextir um allan heim hafa verið allt of lágir. Afleiðingin hefur verið lækkandi vextir á skuldabréfum. Þetta hefur svo aftur gert það kleift að fara að lána peninga út á allt of lágum vöxtum sem allir vissu að ekki gat gengið yfir lengra tímabil. Síðan fundu matsfyrirtækin sérstaklega s og p þessa glimmerleið að fara að pakka þessum skuldum með ýmsum öðrum skuldum einstaklinga s.s. kretitkorta nótum og námslánum. Þetta var gert á þann hátt að vöndulinum var pakkað þannig inn að hann gat fengið einkunina A sem er örugg einkunn á skuldabréfamarkaði. Þessir vöndlar eru mjög ógegnsæir og ervitt að reikna ávöxtunarkröfu og því treystu menn um allan heim þessari einkunn matsfyrirtækja. Þessu bulli er svo hægt að velta á undan sér á meðan vextir eru lágir og nóg framboð er af peningum með nánast engum vöxtum. Heilbrigð skynsemi segir þó að þetta kerfi getur ekki gengið. Enda fór það svo að þegar vextir voru hækkaðír í USA þá hrundi kerfið. Menn höfðu verið að lána peninga út til fólks sem einfaldlega ekki gat borgað af lánunum sínum í venjulegu árferði. Þá var þetta oft gert þannig að menn borguðu einungis vexti fyrstu 2 árin en síðan þar eftir bættist höfuðstóllinn við. Menn geta því sagt að menn hafi oft verið plataðir með á bússinn. Maður getur sett þetta upp með ýmsum formerkjum eins og vinur okkar hér að ofan. Það hlítur þó að vera þannig að lánadrottnar vilji fá borgað til baka aftur. Í mörgum tilfellum eru þetta lífeyrissjóðir sem hafa gírað sig mikið upp í lágum vöxtum til að geta skilað einhverri ávöxtun. Get þó alveg verið sammála því að það verður að vera einhver glóra í afborgun þeirra skulda sem einstaklingar eða þjóðfélög skulda. Að öðrum kosti lendir þetta bara í neikvæðri eiginfjárstöðu með tilheyrandi nauðasamningum.Maður getur lengi velt því fyrir sér hvernig framtíðar hagvöxtur verður skapaður, það verður alla vega ekki gert með tövralausnunum hækkandi hlutabréf og hækkandi fasteignarverð. Kannski væri það leið að verða samkeppnishæfari við Kínverja og Indverja og þá er spurningin bara hvernig. Gjaldmiðill Kínverja er allt of lágt skráður. Hinn mikli hagvöxtur í Kína leiðir að lokum til hækkun á gjaldmiðlinum sem mun leiða til verðbólgu hér á vesturlöndum á sama hátt að við höfum fengið verðhjöðnun frá Kína seinustu 20 árin.

    Leave a reply