Vonin, sem í vetur var eina haldreipi fólksins, fer þverrandi. Með hverjum degi verður ljósara að stjórnvöld ætla ekki að koma íslenskum heimilum og atvinnulífi til hjálpar.
Það er verið að reka okkur eins og hjörð skynlausra skepna fram af bjargbrún. Og við erum of dofin til bregðast við og verja okkur.
Ríkisstjórnin hefur nú setið í fjóra mánuði og einu skýru skilaboðin, sem þjóðin hefur fengið frá henni, eru þau að þetta sé erfitt! Við eigum sennilega að vorkenna vesalings ráðherrunum. Datt þeim virkilega í hug að þetta yrði auðvelt?