-
Skjaldborg eða Spilaborg?
Posted on April 15th, 2009 No commentsHagsmunasamtök Heimilanna benda á máttlausar aðgerðir ríksisstjórnarinnar:
“Það glittir bara í löngutöng”
-Brauðmolum kastað til lýðsins
- Samkomulag án aðkomu lántakenda er marklaust
- Krafa um sanngjarna skiptingu byrða
- Vörn fyrir öll sparnaðarform, ekki bara sum
- Mesta eignaupptaka Íslandssögunnar í sjónmáli
- Lýst eftir betri lánakjörum ekki lengingu á því sama
- Bankakerfið fellur, ef gjaldþrotaleiðin verður farin
Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verðtryggðra fasteignalána. Að sama skapi mótmæla samtökin þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem liggja til grundvallar samkomulagi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja.
Það er ljóst að þeir sem eiga að bera ALLT tapið af hruni bankanna eru skuldarar – ekki síst heimilin sem átti að reisa “skjaldborg” um.
Ég held að margir séu orðnir langeygðir eftir þessari skjaldborg. Raunar líkist það sem komið er frekar SPILABORG, þar sem allar varnir geta fallið á augabragði ef einhver hreyfir sig óvarlega.
Er það ekki skrítið af hverju sjóðsreikningarnir voru greiddir út umyrðalaust og án þess að nokkur innistæða virtist vera fyrir hendi? Þegar kemur að því að rétta hlut skuldara verður fátt um aðgerðir aðrar en að lengja í henginarólum.
Hér þarf massívar aðgerðir ef ekki á að verða stórkostlegt hrun þegar traustustu greiðendur skatta og lána flýja land í stórum stíl. Ef þetta fólk fer, hver ætlar þá að borga fyrir velferðina? Og ég tala nú ekki um risaskuldir þjóðarinnar?
Er ekki nóg af ónotuðu húsnæði?
Viljum við landauðn?
Til hvers var búsáhaldabyltingin?
Leave a reply