Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Spennandi tímar!

    Posted on February 23rd, 2023 Þrándur No comments

    Spennandi tímar!

    Þegar við reynum að skilja atburði – ekki síst úti í hinum stóra heimi – erum við alltaf að gefa okkur ákveðnar forsendur. Oft á tíðum eru forsendurnar eitthvað sem við höfum meðtekið í gegnum meginstraumsfjölmiðla. Ég er svo heppinn að við hættum að horfa á sjónvarpið fyrir um sjö árum og vorum lengi vel án Fréttablaðsins að ekki sé minnst á Moggann. 

     

    Paul Pelosi
    Ef ykkur hefur fundist að ég þykist hafa höndlað sannleikann um mörg hitamál samtímans á það allavega ekki við um þetta mál!

    Hér er upptaka af videovél lögreglumanns sem mætti á heimili þeirra hjóna eftir útkall:

    https://www.youtube.com/watch?v=fR27xvAPUSs

    Það sem ég sé er að Paul Pelosi er á nærbuxunum og heldur á kokteil glasinu sínu og virkar frekar rólegur. Hann og innbrotsgaurinn halda saman á hamri sem gaurinn rífur svo af gamla og slær til hans. 

    Endilega horfið á videoið og komið með sennilegar tilgátur um hvað var að gerast þarna.

     

    Atburðir við þinghúsið í Washington DC 6. janúar 2021

    Þetta er áhugaverður atburður fyrir margra hluta sakir. Fólk sem tók þátt hefur verið handtekið og hundelt og ein kona lét lífið.

    Margir sem é gþekki ganga út frá þeirri forsendu að Trump sé versti maður á Jörðinni frá því Hitler, Stalín og Maó voru upp á sitt versta. Allt sem hann eða fylgismenn hans (MAGA) segja og gera hljóti því annaðhvort að vera heimska eða illvirki eða hvorutveggja.

    Á hinn bóginn geng ég út frá þeirri forsendu að meginstraumsfjölmiðlar ljúgi og að stjórnvöld séu spillt. 

    Ég geri ráð fyrir að þið hafið heyrt opinberu söguna sem meginstraumsfjölmiðlar hafa haldið á lofti. 

    Eins og ég skil þetta var þetta einhvern veginn svona:

    • Trump lagði til við Nancy Pelosy forseta þingsins að hann myndi útvega 10.000 þjóðvarðliða til að gæta þinghússins vegna mögulegs óróa og mannfjölda sem myndi mæta á ræðu sem hann ætlaði að halda.
    • Nancy Pelosy vildi það ekki – og nei – forsetinn ræður ekki öllu.
    • Trump heldur ræðuna fyrir fjölda fólks og segir: “Haldið nú til þinghússins – friðsamlega”.
    • MAGA fólkið streymir að þinghúsinu sem var girt með BYKO járngirðingu.
    • Leið er opnuð fyrir fólkið í gegnum girðinguna.
    • Fólkið fer nær þinghúsinu og einhver brýtur glugga og opnar hurðir.
    • MAGA fólkið fer inn í opið húsið og tekur myndir.
    • Taugaveiklaður öryggisvörður skýtur Ashley Babbit af stuttu færi og hún lést af sárum sínum.
    • Maður klæddur í buffalóhatt með hornum sést ganga um þingsalinn og fleiri eru þar.

    Þetta er held ég allt staðreyndum samkvæmt.

    Minna umtalaðar staðreyndir:

    • Í hópnum var staddur Ray Epps nokkur sem sumir telja jafnvel að hafi unnið fyrir FBI.
    • Í MAGA hópnum gætu hafa verið einhverjir fleiri klæddir eins og MAGA, en í raun verið Antifa eða BLM eða frá FBI eða einhverjum öðrum. 
    • Til eru rúmlega 41.000 klukkustundir af hágæða upptökum.

    Í ljósi þess að þinghúsið er afar vel búið upptökuvélum standa þess vegna eftir nokkrar spurningar:

    • Hver opnaði girðinguna?
    • Hver braut gluggana?
    • Hver opnaði hurðirnar?
    • Er búið að handtaka og dæma morðingja Ashley Babbit?
    • Er búið að yfirheyra Ray Epps?
    • Voru einhverjir fleiri “moldvörpur” innan MAGA hópsins?

    Til að slökkva á efasemdaröddum væri þá ekki ráð að gera þessar upptökur opinberar?

    Er verið að fela eitthvað?

    Núna hefur Tucker Carlson fengið upptökurnar til skoðunar og það er strax ljóst að atburðir hafa ekki orðið eins og segir í opinberu sögunni.

    Er kannski einhver samhljómur við það sem Hitler gerði með eldinn í Reichstag?
    https://en.wikipedia.org/wiki/Reichstag_fire

     

    Twitter yfirheyrslur – bónus

    Nú fara fram afar fróðlegar yfirheyrslur fyrir þingnefnd í USA. Þar eru Twitter yfirmenn spurðir spjörunum úr um það sem kallað er “vopnvæðing samfélagsmiðla” eða eitthvað álíka.

    Þar kemur í ljós að Twitter tóku við beinum skipunum frá stjórnvöldum um ritskoðun og þöggun efasemdamanna um ýmsar aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda.

    Ég hvet ykkur til að hlusta á eiðsvarin svör þeirra í þessum stuttu myndbrotum:

     

    Gekk Anna Paulina Luna of langt í þessum spurningum sínum? 

    https://www.youtube.com/watch?v=QuZI8IlPDbs

     

    Twitter hefur í grundvallaratriðum verið dótturfyrirtæki FBI og annarra ríkisstofnana sem tókst að ritskoða raddir sem þær voru ósammála:

    https://twitter.com/RepNancyMace/status/1623374516855443475

     

    Anna Paulina Luna yfirheyrir Yoel Roth, fyrrum yfirmann “Trust & Safety” á Twitter, vegna Hunter Biden fartölvunnar:

    https://www.youtube.com/watch?v=JZ2fV-XnLk0

    Framkvæmdastjóri hjá Twitter útskýrir læknismenntun sína sem gerði hana hæfa til að ritskoða og þagga niður Harvard og Stanford menntaða lækna sem efuðust um opinberu söguna um C19. 

    https://twitter.com/RobertKennedyJr/status/1623397176339562510

     

    Önnur mál til íhugunar:

    • Málaferli gegn lyfjarisunum og sprautuherferðinni í Tælandi, Sviss og Japan
    • Twitter skjölin
    • Project Veritas og Pfizer yfirmaðurinn
    • Fartölva Hunter Biden
    • Gagnrýni Jordan Peterson ofl. á WEF

    Kannski höfða engin af þessum málum til ykkar en mér þykja þetta vera

    SPENNANDI TÍMAR!

    Leave a reply