Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Aðgerðalisti Stjórnvalda?
Posted on May 5th, 2009 No commentsMarínó G. Njálsson hefur verið öflugur talsmaður í Samtökum Heimilanna. Nú brýtur hann niður listann sem stjórnvöld hafa verið að hreykja sér af. Af 20 liðum sem taldir eru upp er nettó kostnaður ríkisins kannski 100 milljónir. Berum það saman við 200 milljarða sem fóru í að bjarga peningasjóðum bankanna.
Niðurstaðan er að ekki á að kosta neinu til í byggingu “Skjaldborgar um heimilin”. Fjármagnseigendur eiga fyrir einhverja galdra að halda sínu en saklausum skuldurum ætlað að borga fall bankanna.
Heldur máttlausar aðgerðir, enn sem komið er.
Skilaboð Marínó eru skýr:
- Vaknið af dvalanum og farið að gera eitthvað sem skiptir máli fyrir heimilin í landinu.
- Samþykkið án tafar tillögu talsmanns neytenda um gerðardóm.
- Breytið lögum þannig, að hægt sé að fara í hópmálssókn.
- Stuðlið að því að hægt sé að leita á skjótvirkan hátt úrlausnar á ágreiningsmálum um lögmæti gengisbundinna lána og forsendubrests verðtryggðra lána.
- Skapið atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo hægt sé að fjölga störfum í landinu.
- Skapið heimilunum í landinu eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða.
Við þessa upptalningu ætla ég að bæta:
- Athuga þarf lög og reglur vegna ábyrgðarmanna.
- Skuldir nái eingöngu til veðsettrar eignar.
Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að öllu þessu verði komið í gagnið strax – en væri gaman að sjá EITTHVAÐ gerast.