Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
4.10.2010 19:30 – Mætir þjóðin?
Posted on October 4th, 2010 No commentsMæting á Austurvelli í dag 4. Október 2010 kl. 19:30
Nú verður fróðlegt að sjá hvort þjóðinni tekst að vekja stjórnvöld. Tvö ár eru komin frá hruni og stjórnmálamenn virðast enn ekki farnir að skilja að þjóðin er vöknuð og verður ekki svæfð alveg á næstunni. Þrátt fyrir það er haldið áfram að karpa á þingi.
Vonarglætur eru þó á lofti:
- Stjórnlagaþing
- Skýrslur rannsóknarnefndar og þingmannanefndar
- Man ekki eftir öðru…
Fleiri verkefni bíða:
- Skuldavandi heimilanna
- Lyklafrumvarp
- Raunveruleg refsing fyrir brot fjármálafyrirtækja (sem ekki bitnar bara á “viðskiptavinuum”)
- Ný vinnubrögð og stjórn bankanna
- Dómar yfir glæpamönnunum sem settu landið á hausinn
- Afnám gjaldeyrishafta
- Almenn virðing Alþingis endurreist
- Sjálfsagt hellingur í viðbót…
Vona að sem flestir mæti og mótmæli á friðsaman máta og lögreglan búi ekki til meiri vandræði með því að mæta í skrímslabúningum.