Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Stóru málin…
Posted on March 30th, 2009 No commentsAndri Geir Arinbjarnarson var í Silfri Egils um daginn og átti ágætis innlegg.
Á blogginu sínu telur hann upp öll stóru málin:
- Allir bankar fallnir og viðreisn bankakerfisins óviss
- Ónýtur gjaldmiðill sem krefst hárra vaxta og hafta til að skrimta á innlendri grund
- 75% fyrirtækja á leið í gjaldþrot eða greiðslustöðvun
- 20% heimila í neikvæðri eignastöðu og gríðarlegir greiðsluerfiðleikar hjá enn fleirum
- Sívaxandi atvinnuleysi
- Skuldafen Íslands eitt það versta á byggðu bóli
- Tekjustofnar ríkisins hafa hrunið og velferðarkerfið í uppnámi
- Enginn aðgangur að erlendu fjármagni nema með aðkomu AGS
- Icesave og erlendar kröfur ófrágengnar
- Stjórnmálamenn ringlaðir og flokkarnir flestir stefnulitlir
- Þjóðin reið, óttasleginn, tortryggin og bitur
…og bendir á að við eigum bara tvo kosti í stöðunni. Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Krónuna EÐA Evrópusambandið og Evruna.
Mjög sammála þessu hjá honum. Á sama tíma er alveg ótrúlegt hvað stjórnmálamennirnir virðast vera hræddir við að tala um þessi stóru mál sem blasa við. Virðist sem þeir séu hræddir við að tala um hlutina eins og þeir eru.
Nú þyrfti Íslenska þjóðin einhverja virkilega framsýna menn við stjórnvölinn. Atvinnuþrasarar og fyrirgreiðslupólitíkusar mættu fara í smá frí. Því miður virðast ekki vera neitt stórkostlegar breytingar í mannvali stjórnmálaflokkanna – ekki frekar en á undanförnum árum.