-
Gæslumenn Kerfisins?
Posted on May 4th, 2009 No commentsÞað er nú nokkuð skondið að heyra í ýmsum liðsmönnum ríkisstjórnarflokkanna nú rétt eftir að þeir hafa náð kosningu.
Þar er nú ekki lengur að heyra neina auðmýkt gagnvart þegnum landsins. Þvert á móti er þeim sýndur puttinn.
Sighvatur Björgvinsson sem Eysteinn Jónsson hefði nefnt “uppgjafar pólitíkus” og Gylfi Magnússon sem er allt í einu búinn að snúast 180° frá fyrri yfirlýsingum eru þar gott dæmi. Jóhanna og Steingrímur fylgja síðan fast eftir. Þetta fólk virðist vera dottið úr sambandi við þjóðina og orðið að stöðnuðum kerfisköllum. Getur verið að þau hugsi: “Að tala niður til fólks er góð skemmtun?”
Elías Pétursson skrifar sérstaklega áhugaverða grein sem Egill birtir í Silfrinu. Ég get tekið undir hvert orð.
Málið er að ef ekki á illa að fara verður að bregðast við með óvenjulegum aðferðum. Ef all stór hópur fólks hættir að greiða verður hér kerfishrun af áður óþekktri stærð. Auðvelt að sjá að ef allir fara af landi brott eða hætta að borga – verða engar skuldir greiddar.
Krafan um niðurfellingu skulda við þessar aðstæður er bæði réttlát og skynsamleg.
Sá hópur sem er skuldum vafinn eftir bankahrunið er sá hópur sem á að standa undir velferðarkerfinu. Ef honum er ekki gert það mögulegt – verður ekkert velferðarkerfi. Þá er lítill þörf fyrir lúxus eins og stjórnmálamenn.
Skilboð dagsins:
Vaknið! Takið stöðu með fólkinu sem býr í landinu.