Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • G. Pétur og Geir. H. Haarde viðtalið…

    Posted on November 24th, 2008 Þrándur No comments

    G. Pétur var að taka viðtal við G. Haarde snemma árs 2007. Þetta er fyrst og fremst kennslustund í því hvernig á EKKI að tala við fjölmiðla (sem eru jú fulltrúar þjóðarinnar í tilvikum eins og þessu).

    Oft áhugavert að sjá hvað menn segja þegar þeir halda að það sé búið að slökkva á myndavélinni…

    Annars er þetta hreint ótrúlegt ástand og virðist sem stjórnvöldum sé algerlega fyrirmundað að sjá stóru myndina:

    -Fólk missir vinnu

    -Laun lækka um helming

    -Fasteignir lækka um helming

    -Skuldir lækka ekki

    (allt þetta miðað við alvöru gjaldmiðil)

    Afleiðingin er að fólk og fyrirtæki flýja land og eftir standa auð hús. Stefnir allt í að gerist eins og í Færeyjum þar sem nú vantar 9000 manns m.v. eðlilega þróun. Hér gætu því horfið 60000 manns varanlega.

    Nú er mikilvægt að ráðamenn komi sér að verki.

    Stund sannleikans er að renna upp.

    Kannski var hugmyndin um þjóðstjórn ekki svo slæm eftir allt saman…???

  • Tvífarar – Trölli og Geir H. Haarde

    Posted on October 15th, 2008 Þrándur No comments

    Fékk sendar þessar áhugaverðu tvífara myndir:

    Grinch

    Trölli

    Geir H Haarde

    Geir H Haarde

    Samsæriskenningasmiðir sjá oft skemmtilegar samlíkingar.

    Þessi er nú ekki spurning. Vona bara að Trölla takist ekki að stela jólunum.