Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Niðurfærsla Lána?
Posted on April 29th, 2009 No commentsNú hefur talsmaður neytenda stigið fram og sent erindi til Forsætisráðherra vegna íbúðarlána.
Bréfið byrjar þannig:
Efni: Tillaga um neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um
- eignarnám íbúðarveðlána til neytenda,
- niðurfærslu allra íbúðarveðlána til neytenda
- eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms.
Útdráttur
Talsmaður neytenda bregst hér með við brotum gegn hagsmunum og réttindum neytenda með því að leggja til að- öll íbúðarveðlán í landinu í eigu annarra en íbúðarlánasjóðs verði tekin eignarnámi með lögum;
- kröfuhöfum verði bætt eignarnámið eftir verðmati í samræmi við almennar reglur;
- kröfur á hendur neytendum verði færðar niður eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms samkvæmt almennum mælikvarða eða mælikvörðum sem byggi á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til í tillögu þessari;
- í þessu felist bindandi leiðrétting í eitt skipti vegna óvænts og skyndilegs atburðar sem engin skynsamleg rök voru fyrir neytendur að gera ráð fyrir
Sjá nánar á vef talsmanns neytenda.
Þetta er mjög í anda þess sem Björn Þorri hefur nefnt áður og líka Hagsmunasamtök heimilanna.
Nú er bara að sjá hvort stjórnvöld bregðast hratt og vel við. Þetta er gríðarlega mikilvægt mál – sérstaklega ef við viljum byggja nýja Ísland á réttlæti.