Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Lánaleiðrétting? – Hagsmunasamtök heimilanna
Posted on May 15th, 2009 No commentsÞriðjudaginn 19. maí kl. 20. Borgartúni 3
Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur lagt fram ítarlega tillögu um
leiðréttingu á húsnæðislánum landsmanna. Hún felur í sér skipun gerðardóms
sem meta skuli áhrif forsendubrests og fjölda málsástæðna á hækkanir
húsnæðislána og finna mælikvarða til leiðréttingar hinna ýmsu flokka lána.
Hann hefur kynnt þessa tillögu fyrir stjórnvöldum og ýmsum aðilum. Nú kemur
hann á fund með okkur, kynnir tillöguna og svarar spurningum.
Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Fundurinn er öllum opinn og er
aðgangur ókeypis.
—
Hagsmunasamtök heimilanna
www.heimilin.is
Framlög til HH af frjálsum vilja
(o: 1110-26-5202, kt. 520209-2120 :o)