Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Flugbeitt ádeila?

    Posted on June 8th, 2009 Þrándur No comments

    Ólafur Arnarsson skrifar flugbeitta grein í Pressuna. Þar tekur hann fyrst fyrir tvö dæmi um venjulegt fólk sem tekið hefur erlent lán í góðri trú og situr nú uppi með manndrápsklifjar.

    Bankarnir eru í sterkri stöðu gegn veikum almenningi. Stjórnvöld hækka skatta á þetta sama fólk og hækka í leiðinni lán heimilanna um mun hærri fjárhæð. Heimilin sem átti að verja sitja eftir í súpunni og vonin fer þverrandi.

    Stjórnin er vanhæf og stjórnarandstaðan rávillt.

    Hvet þig til að lesa greinina alla:

    Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar: Draumalandið?

    Örvænting hefur gripið um sig meðal stórra hópa Íslendinga.

    Vonin, sem í vetur var eina haldreipi fólksins, fer þverrandi. Með hverjum degi verður ljósara að stjórnvöld ætla ekki að koma íslenskum heimilum og atvinnulífi til hjálpar.

    Það er verið að reka okkur eins og hjörð skynlausra skepna fram af bjargbrún. Og við erum of dofin til bregðast við og verja okkur.

    Ríkisstjórnin hefur nú setið í fjóra mánuði og einu skýru skilaboðin, sem þjóðin hefur fengið frá henni, eru þau að þetta sé erfitt! Við eigum sennilega að vorkenna vesalings ráðherrunum. Datt þeim virkilega í hug að þetta yrði auðvelt?

    Greinin öll…

    Nú duga engin vettlingatök lengur. Tíminn er á þrotum. Hveð finnst þér?

  • Niðurfærsla Lána?

    Posted on April 29th, 2009 Þrándur No comments

    Nú hefur talsmaður neytenda stigið fram og sent erindi til Forsætisráðherra vegna íbúðarlána.

    Bréfið byrjar þannig:

    Efni: Tillaga um neyðarlög í þágu neytenda þar sem kveðið verði á um

    • eignarnám íbúðarveðlána til neytenda,
    • niðurfærslu allra íbúðarveðlána til neytenda
    • eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms.

    Útdráttur
    Talsmaður neytenda bregst hér með við brotum gegn hagsmunum og réttindum neytenda með því að leggja til að

    • öll íbúðarveðlán í landinu í eigu annarra en íbúðarlánasjóðs verði tekin eignarnámi með lögum;
    • kröfuhöfum verði bætt eignarnámið eftir verðmati í samræmi við almennar reglur;
    • kröfur á hendur neytendum verði færðar niður eftir mati lögbundins, sérstaks gerðardóms samkvæmt almennum mælikvarða eða mælikvörðum sem byggi á málefnalegum sjónarmiðum sem lögð eru til í tillögu þessari;
    • í þessu felist bindandi leiðrétting í eitt skipti vegna óvænts og skyndilegs atburðar sem engin skynsamleg rök voru fyrir neytendur að gera ráð fyrir

    Sjá nánar á vef talsmanns neytenda.

    Þetta er mjög í anda þess sem Björn Þorri hefur nefnt áður og líka Hagsmunasamtök heimilanna.

    Nú er bara að sjá hvort stjórnvöld bregðast hratt og vel við.  Þetta er gríðarlega mikilvægt mál – sérstaklega ef við viljum byggja nýja Ísland á réttlæti.