Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Nýtt Leiðakerfi Strætó?

    Posted on May 26th, 2010 Þrándur No comments

    Ég tók strætó um daginn frá Breiðholti niður í Kringluna.

    Ferðin tók 40 mínútur!

    Ef ég hefði labbað alla leið hefði það tekið svipaðan tíma og ef ég hefði hjólað hefði það tekið 15-20 mínútur.

    Skýringin hlýtur að liggja í skipulaginu – sjálfu leiðakerfinu. Hugsunin í kerfinu virðist ekkert hafa breyst þrátt fyrir að borgin hafi þanist út með ógnar hraða. Ef við viljum að fólk noti strætó frekar en bílinn þarf einfaldlega að hugsa leiðakerfið upp á nýtt.

    Ég hef því sett upp grunnhugmynd að nýju stofnleiðakerfi þar sem notast er við beinar og greiðfærar leiðir sem liggja frá úthverfum og inn í miðborgina. Kerfið er sett upp þannig að flestir eiga að geta labbað á innan við 10 mínútum að næstu stöð.

    Strætóleiðir

    Svona gætu leiðirnar verið:

    • Rauð lína – Hafnarfjöður – Reykjavík
    • Græn lína – Álftanes – Seltjarnarnes
    • Gul lína – Hringur (vinstri og hægri) – Breiðholt – Rauðavatn – Árbær – Miðbær
    • Fjólublá lína – Grafarvogur – Skerjafjörður
    • Ljósblá lína – Úlfarsfell – Laugavegur

    Auðvitað þarf síðan að auki að vera með hverfastrætó fyrir þá sem eiga erfitt með gang eða til að komast um innan hverfis t.d. fyrir tómstundir barna o.s.frv.

    Fróðlegt að heyra skoðanir á þessari hugmynd…