Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Vélaverkfræðinga vantar
Posted on March 31st, 2011 No commentsExpert leitar að kröftugum verkfræðingum í krefjandi verkefni í Noregi. Viðkomandi verða að hafa mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði, hafa mikinn metnað í starfi og geta unnið sjálfstætt.
Sérfræðingar þessir munu vinna fyrir fyrirtæki í olíu og gasiðnaðinum í Noregi og er því spennandi kostur. Starfið reynir mikið á samskipti, sveigjanleika og getu til að vinna sjálfstætt.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði (vélaverkfræði/rafmagnsverkfræði/megatrónik)
- Reynsla af verkfræðistörfum á því sviði
- Metnaður í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Mjög góð kunnátta í norðurlandamálum og ensku
Umsjón með starfinu hefur Þrándur Arnþórsson hjá Expert ehf. (thrandur <hjá> expert.is). Áhugasamir eru hvattir til að senda okkur ferilskrá á vefnum: expert.is .