Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Silfur Egils ekki aðgengilegt hjá RUV.is?

    Posted on June 25th, 2009 Þrándur No comments

    Allt frá því að bankarnir féllu og himnarnir hrundu í hausinn á okkur hefur verið hægt að treysta á Silfur Egils. Ég hef oftast reynt að fylgjast með umræðunum beint í sjónvarpinu eða eftir á á vefnum.

    Nú virðist hins vegar sem Silfrið sé ekki lengur aðgengilegt á vef RUV. Íris Erlingsdóttir sem skrifar reglulegar greinar í Huffington Post var að benda á þetta á Facebook og sagðist hafa fengið staðfestingu á að þetta sé rétt hjá Agli sjálfum.

    Ég skora á stjórnendur RÚV að kippa þessu í lag sem fyrst. Tortryggnin er alveg nógu mikil samt.