Kjallarinn.net
Grasrótin ræðir málin
-
Dansandi hugmynd?
Posted on June 11th, 2009 No commentsHvernig fer frumkvöðull að því að fá aðra til að fylkja sér á bak við hugmynd?
Jú – hann byrjar “hreyfingu”…
Í þessu myndbandi er frumkvöðullinn í fyrstu einn og einmana að dansa trylltan dans. Fljótlega bætist einn í viðbót við. Þegar sá þriðji kemur í hópinn verður SPRENGING – allir hópast að og taka þátt.
Þessir þrír fyrstu gegna mikilvægasta hlutverkinu. Fyrsti með því að sýna þolinmæði og halda áfram þó það geti verið vandræðalegt. Annar með því að sýna samstöðu. Sá þriðji gegnir greinilega því hlutverki að koma örðum til að sjá þetta sem hópathöfn sem gaman er að taka þátt í.
Myndbandið sýnir líka hvernig vírusar virka smitandi (ekki þessir líffræðilegu – heldur félagslegu).
Lærdómur: Haltu áfram að dansa!