Grasrótin ræðir málin
RSS icon Home icon
  • Stjórnvöld geri sér ekki of miklar vonir…

    Posted on September 21st, 2009 Þrándur No comments

    Það er oft gott að horfa á málin frá “hinni” hliðinni. Það var t.d. frábært að heyra það sagt að “heimilin hafa ekki efni á að aðstoða bankana eftir hrunið” í stað ruglsins um að ekki séu til peningar til að hjálpa almenningi.

    Þegar ráðherra í ríkisstjórn biður almenning að “gera sér ekki of miklar vonir”  er vissulega nokkur sannleikur í því. Held að það séu einmitt fáir sem “gera sér miklar vonir”.

    En stjórnvöld (fjórflokkurinn) á heldur ekki að “gera sér miklar vonir”. Von þeirra virðist vera sú að almenningur sitji þegjandi undir því sem þau ákveði á lokuðum fundum með útvöldum (og innmúruðum?) ráðgjöfum og án samráðs um breiða sátt við heimilin í landinu.

    Reyndar virðist smátt og smátt vera að rofa til í hausnum á stjórnvöldum og fulltrúar skuldara (Hagsmunasamtaka Heimilanna) jafnt sem kröfuhafa fengnir að borði.

    Það er vel.

    Nú er bráðum ár liðið frá hruninu mikla og enn ríkir gríðarleg óvissa. Hér þarf að hafa hraðar hendur og skapa viðunandi lífskjör í landinu. Koma í veg fyrir frekari eignaupptöku og snúa vörn í sókn.

    Þær aðgerðir sem þarf að vinda sér í:

    • Leysa skuldavanda heimilanna með ALMENNUM aðgerðum.
    • Breyta lögum um veðsettar skuldir, þ.a. þær nái eingöngu til veðsettu eignarinnar.
    • Hreinsa upp og ákæra EINSTAKLINGA sem báru ábyrgð á hruninu.
    • Leita ráða hjá breiðri fylkingu sérfræðinga um endurreisn og endurnýjaða framtíðarsýn.
    • Og umfram allt að tala við þjóðina (en ekki til hennar).

    Sjálfsagt mætti hafa mörg orð um hvern þessara liða, en ég læt þetta duga í bili.

    Það er því á þessum tímapunkti afar mikilvægt að VEKJA vonir hjá fólki um bjarta framtíð. Það er verkefni stjórnvalda.

  • Flugbeitt ádeila?

    Posted on June 8th, 2009 Þrándur No comments

    Ólafur Arnarsson skrifar flugbeitta grein í Pressuna. Þar tekur hann fyrst fyrir tvö dæmi um venjulegt fólk sem tekið hefur erlent lán í góðri trú og situr nú uppi með manndrápsklifjar.

    Bankarnir eru í sterkri stöðu gegn veikum almenningi. Stjórnvöld hækka skatta á þetta sama fólk og hækka í leiðinni lán heimilanna um mun hærri fjárhæð. Heimilin sem átti að verja sitja eftir í súpunni og vonin fer þverrandi.

    Stjórnin er vanhæf og stjórnarandstaðan rávillt.

    Hvet þig til að lesa greinina alla:

    Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar: Draumalandið?

    Örvænting hefur gripið um sig meðal stórra hópa Íslendinga.

    Vonin, sem í vetur var eina haldreipi fólksins, fer þverrandi. Með hverjum degi verður ljósara að stjórnvöld ætla ekki að koma íslenskum heimilum og atvinnulífi til hjálpar.

    Það er verið að reka okkur eins og hjörð skynlausra skepna fram af bjargbrún. Og við erum of dofin til bregðast við og verja okkur.

    Ríkisstjórnin hefur nú setið í fjóra mánuði og einu skýru skilaboðin, sem þjóðin hefur fengið frá henni, eru þau að þetta sé erfitt! Við eigum sennilega að vorkenna vesalings ráðherrunum. Datt þeim virkilega í hug að þetta yrði auðvelt?

    Greinin öll…

    Nú duga engin vettlingatök lengur. Tíminn er á þrotum. Hveð finnst þér?

  • Mótmæli vegna aðgerðarleysis stjórnvalda

    Posted on May 7th, 2009 Þrándur No comments

    Tilkynning frá Nýjum Tímum.  Hagsmunasamtök Heimilanna taka undir kröfurnar sem hér koma fram:

    Á morgun, föstudaginn 8. maí 2009 verða mótmæli vegna
    aðgerðarleysis íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu heimilanna í landinu.

    Staðsetning Alþingishúsið klukkan 13:00

    Fjölmennum því á morgun við Alþingishúsið klukkan 13:00, göngum síðan upp að Stjórnarráði þar sem ríkisstjórnin mun sitja að störfum og látum í okkur heyra.

    Við viljum minna stjórnvöld á að heimili landsmanna eru að brenna upp í skuldum og að sú “Skjaldborg” se mslá átti um hemilin sé hvergi sjáanleg.

    Þolinmæði flestra íslendinga er að þrotum kominn!

    Almenningur í landinu hefur þurft að sýna ótakmarkaða þolinmæði gagnvart stjórnvöldum sem á móti sýna l andsmönnum enga vægð þegar að innheimtuaðgerðir eru annars vegar.

    Margir sjá sér ekki annara kosta völ en að fara i greiðsluverkfall.

    Slagorð:

    1. Aðgerðir eru valkostur!

    2. Greiðsluverkfall – lokaúrræði?

    3. Skjalborg óskast!

    4. Björgum heimilunum!

    5. Heimilin í forgang!

    Í gegnum tíðina hafa stjórnvöld hlustað þegar að almenningur fjölmennir og mótmælir, reynslan hefur sýnt okkur það og kennt okkur það að samstaða er það eina sem skiptir máli.

    Sýnum samstöðu – Mætum öll!

    Nýir Tímar

  • Aðgerðalisti Stjórnvalda?

    Posted on May 5th, 2009 Þrándur No comments

    Marínó G. Njálsson hefur verið öflugur talsmaður í Samtökum Heimilanna. Nú brýtur hann niður listann sem stjórnvöld hafa verið að hreykja sér af.  Af 20 liðum sem taldir eru upp er nettó kostnaður ríkisins kannski 100 milljónir. Berum það saman við 200 milljarða sem fóru í að bjarga peningasjóðum bankanna.

    Niðurstaðan er að ekki á að kosta neinu til í byggingu “Skjaldborgar um heimilin”. Fjármagnseigendur eiga fyrir einhverja galdra að halda sínu en saklausum skuldurum ætlað að borga fall bankanna.

    Heldur máttlausar aðgerðir, enn sem komið er.

    Skilaboð Marínó eru skýr:

    • Vaknið af dvalanum og farið að gera eitthvað sem skiptir máli fyrir heimilin í landinu.
    • Samþykkið án tafar tillögu talsmanns neytenda um gerðardóm.
    • Breytið lögum þannig, að hægt sé að fara í hópmálssókn.
    • Stuðlið að því að hægt sé að leita á skjótvirkan hátt úrlausnar á ágreiningsmálum um lögmæti gengisbundinna lána og forsendubrests verðtryggðra lána.
    • Skapið atvinnulífinu eðlilegt rekstrarumhverfi svo hægt sé að fjölga störfum í landinu.
    • Skapið heimilunum í landinu eðlileg skilyrði svo þeim hætti að blæða.

    Við þessa upptalningu ætla ég að bæta:

    • Athuga þarf lög og reglur vegna ábyrgðarmanna.
    • Skuldir nái eingöngu til veðsettrar eignar.

    Auðvitað er ekki hægt að ætlast til að öllu þessu verði komið í gagnið strax – en væri gaman að sjá EITTHVAÐ gerast.